Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2010, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2010, Blaðsíða 34
F Ö S T U DAG U R 26 . M AR S 201034 Við vorum bæði utan þjóð-kirkjunnar og þegar mað-ur er ekki í trúfélagi er ekki margt í boði. Við erum kannski gamaldags en okkur fannst rökrétt að gifta okkur því við viljum eyða ævinni saman en við vildum ekki gera það í kirkju eða hjá sýslu- manni. Því ákváðum við að ganga í Ásatrúarfélagið enda á félagið mjög vel við okkur og okkar lífsskoðanir,“ segir Margrét Urður Snædal en hún og eiginmaður hennar Ragnar Elías Ólafsson létu pússa sig saman 8. ág- úst 2008 að hætti ásatrúarmanna. Einföld og falleg athöfn Jónína K. Berg goði gaf hjónakorn- in saman en athöfnin fór fram við félagsheimilið Freyvang í Eyjafirði. „Ásatrúarhjónavígslur fara yfirleitt fram úti undir berum himni nema það reynist ómögulegt vegna veðurs. Við vorum heppin og fengum afar indælt veður og athöfnin var stutt og falleg,“ segir Urður og bætir við að þau hafi valið að skiptast á hringum. „Goði sagði það okkur í sjálfsvald sett hvort við myndum skiptast á ein- hverju öðru og við völdum að nota trúlofunarhringana okkar. Hún helg- aði blóthring fyrir athöfnina og við völdum að standa þar saman í stað þess að láta föður minn eða einhvern annan leiða mig til hans því við vild- um hefja okkar hjónaband sem jafn- ingjar,“ segir hún og bætir við að í at- höfninni hafi þau verið minnt á þær skyldur og ábyrgð sem fylgi hjóna- bandi. „Svo var heitið á Frigg, Freyju og Þór, drukkið af horni og við lýst hjón. Mjög einfalt og fallegt,“ segir hún brosandi. Þola ekki væmni Urður segir að eftir athöfnina hafi verið boðið upp á kleinur, flatbrauð og kaffi en um kvöldið hafi ver- ið slegið upp heljarinnar grillpartíi. „Við þolum ekki væmni og fórum inn í þetta með það að leiðarljósi að forðast öll formlegheit. Dagurinn var svolítið í anda gamaldags sveita- brúðkaupa nema veislan stóð ekki í marga daga. Við buðum upp á 16 grilluð lambalæri sem höfðu mallað í holu í jörðinni yfir daginn og höfðum matinn einfaldan líkt og allt annað og vorum hvorki með marga rétti né röðuðum fólki niður á borð. Við buð- um líka bara skemmtilegu fólki og treystum á að það gæti skemmt sér.“ Spútnik og skotapils Brúðarkjóllinn var einnig með óhefðbundnu sniði en Urður fann kjólinn í versluninni Spútnik. „Þetta var ljósgrænn og gullfallegur kjóll sem ég borgaði 1500 krónur fyrir. Fötin hans Ragnars voru mun dýr- ari en hann var í skotapilsi og tilheyr- andi.“ Aðspurð segir hún fjölskyldur þeirra og vini hafa brugðist vel við þegar þau tilkynntu að þau ætluðu að gifta sig að ásatrúarhætti. „Fólk- ið okkar þekkir okkur vel og vita að við erum ekki þau venjulegustu á svæðinu. Sumir héldu að við yrðum að fara einnig til sýslmanns en okkur tókst að sannfæra þá um að ásatrúar- brúðkaup eru lögleg og gild. Ásatrú- arfélagið er löggilt trúfélag og hjón sem eru gefin saman innan félags- ins eru jafngild þeim sem fara hefð- bundnu leiðina.“ Brúðarvals undir Megasi Urður segir daginn hafa verið ein- faldlega ógleymanlegan. „Þetta var alveg dásamlegt og margir gest- anna sögðust aldrei hafa verið í eins skemmtilegri brúðkaupsveislu. Flestir fögnuðu skorti á tilstandi og fannst þægilegt að geta mætt í galla- buxum og ullarpeysu en við höfð- um skrifað á boðskortin að form- legur klæðnaður væri óæskilegur. Pabbi minn var allavega afskaplega hamingjusamur með að þurfa ekki að mæta í jakkafötum,“ segir hún og bætir við að þau Ragnar hafi stigið brúðarvalsinn við lagið María María í stíl Megasar. „Þetta var bara alveg bráðskemmtilegt og ballið stóð langt fram á rauða nótt.“ indiana@dv.is Margrét Urður Snædal og Ragnar Elías Ólafsson létu pússa sig saman að hætti ásatrúarmanna. Urður og Ragnar voru utan trúfélaga en vildu ekki gifta sig hjá sýslumanni og fundu sig best hjá Ásatrúarfélaginu. Þau eru alsæl með ákvörðunina og segja daginn ógleymanlegan en þau fóru inn í daginn með það að leiðar- ljósi að forðast öll formlegheit. Hófum hjónabandið sem jafningjar „Fólkið okkar þekkir okkur vel og veit að við erum ekki þau venjuleg- ustu á svæðinu.“ Í skotapilsi Ragnar valdi sér að klæðast skotapilsi og tilheyrandi á brúðkaups- daginn. Hér fer hann með heitin sín og drekkur af horninu. Ásatrú Goðinn helgar stað og stund. Brúðkaupskossinn Urður og Ragnar voru utan trúfélaga og fundu sig vel innan Ásatrúarfélagsins. Þau þola ekki væmni og vildu hafa brúðkaupið einfalt, fallegt og skemmtilegt. MYNDIR HELGI STEINAR HALLDÓRSSON Nýgift Urður og Ragnar formlega vígð saman.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.