Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2010, Blaðsíða 4
Varðskipið Ægir mun að öllum líkind-
um fara í víking til Dakar í Senegal í
næsta mánuði til að taka þátt í sam-
starfsverkefni með Evrópusamband-
inu og sinna landamæragæslu milli
Vestur-Afríku og Kanaríeyja. Georg
Lárusson, forstjóri Landhelgisgæsl-
unnar, segir verkefnið unnið í sam-
starfi við landamærastofnun Evrópu-
sambandsins, Frontex, sem Ísland
er aðili að í gegnum Schengen-sam-
starfið.
Bjargar störfum
„Þetta verkefni mun taka sjö mánuði
og gerir það að verkum að við mun-
um ekki þurfa að segja upp fullt af
fólki sem við hefðum annars þurft
að segja upp. Að auki þýðir þetta að
við getum ráðið aftur eitthvað af því
fólki sem þegar hefur þurft að segja
upp sökum þrenginga,“ segir Georg
og bætir við að ef ekki væri fyrir þetta
verkefni hefði varðskipið legið bund-
ið við bryggju, ómannað. Aðspurð-
ur hvort verkefninu fylgi peningar í
kassann segir Georg að það sé fyrst
og fremst samstarfsverkefni sem fylgi
þjálfun á mannskap og endurbætur á
búnaði sem ella hefði ekki verið ráðist
í. Þá standi vonir til að afgangur verði
af sem nýttur verði til að efla starfsem-
ina hér á landi.
TF-SIF til grísku eyjanna
Auk varðskipsins Ægis mun flugvél
Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, fara
niður í gríska Eyjahafið og sinna þar
landamæravörslu. Það verkefni verð-
ur í það heila þrír mánuðir en mánuð-
ur í senn og vélin verður hér heima á
milli, að sögn Georgs.
„Það verkefni gerir okkur sömu-
leiðis kleift að endurráða eitthvað af
því fólki sem við urðum að segja upp
í flugdeild og þjálfa flugmenn sem
við höfum ekki náð að þjálfa sökum
þrenginga í íslensku efnahagslífi,“
segir Georg.
Georg segir undirbúning að þessu
hafa staðið yfir í rúmt ár og eins og nú
ári sé heppilegt fyrir Landhelgisgæsl-
una að fá verkefnið.
„Annars væru bæði flugvélin og
skipið ekki nýtt á þessum tíma og
við myndum missa mjög verðmætt
starfsfólk sem hefur kostað mikla
peninga að þjálfa upp. Ef allt væri í
góðu standi væri ekki eðlilegt að fara
með tækin þarna niður eftir
en eins og núna er myndu þau
bara liggja þarna ónotuð og
ómönnuð.“
4 FÖSTUDAGUR 26. mars 2010 FRÉTTIR
RÉTTLÆTI DÓMARANS
n Benedikt Bogason, dómari í Hér-
aðsdómi Vesturlands, sendir skýr
skilaboð til sam-
félagsins með
dómi sínum á
hendur Guðríði
Haraldsdóttur,
ritstjóra Vik-
unnar, sem er
gert að greiða 2,1
milljón króna
vegna meið-
yrða sem eiga rót sína í ummælum
ömmu sem sagði að barnabarn sitt
væri sem Öskubuska á heimili föður
síns. Greinilegt er að „glæpurinn“ er
alvarlegur þar sem blaðamaðurinn
er dæmdur til að greiða 8 mánaða út-
borguð laun sín vegna málsins.
LÉTTVÆGT NEFBROT
n Dómarinn Benedikt Bogason
þykir vera misharður í dómum sín-
um. 29. maí 2009
dæmdi hann
ofbeldismann
til að greiða 200
þúsund krónur
í miskabætur.
Hinn seki hafði
nefbrotið mann
á veitingastaðn-
um Vinaminni án
sérstaks tilefnis að því er fram kom í
vitnaleiðslum. Í dómi Benedikts var
sérstaklega tekið fram, að dómþolinn
hefði tvívegis áður verið sakfelldur
fyrir ofbeldisbrot og í síðara skipt-
ið fyrir stórfellda líkamsárás. Það er
því að mati Benedikts tíu sinnum
alvarlegra, að kalla barnabarnið sitt
„Öskubusku“ auk annarra ávirðinga
gegn fyrrverandi tengdasyni, heldur
en að nefbrjóta mann að tilefnis-
lausu.
BJÖRGVIN RITSTJÓRI
n Björgvin Guðmundsson tók í gær
formlega við ritstjórn Viðskiptablaðs-
ins af Sigurði Má Jónssyni sem lét
umsvifalaust af störfum. Það hefur
reyndar legið í loftinu að Björgvin,
sem er einn eigenda, myndi taka
við keflinu. Nýi ritstjórinn á að baki
ágætan feril, meðal annars sem rit-
stjóri DV á erfiðum tímum í kjölfar
Ísafjarðarmálsins. Þá var hann um
tíma viðskiptaritstjóri Fréttablaðsins
og seinna Moggans þaðan sem hann
flúði þegar Davíð Oddsson var settur
þangað inn sem ritstjóri.
VIÐKVÆMUR EIÐUR
n Eiður Smári Guðjohnsen knatt-
spyrnukappi er kominn í gírinnn
með Tottenham
og hefur meira
að segja skorað
mörk. Eiður hafði
legið lágt og ekki
náð sér á strik. Þá
hefur hann verið
viðkvæmur fyrir
umfjöllun um
fjármál sín eins
og sjá má af lögsókn hans á hendur
DV þar sem þess er krafist að ekki
verði fjallað um fjármál hans og þau
lán sem hann fékk frá Glitni. Pressan
gerir upprisu Eiðs að umfjöllunar-
efni og einnig þá íþróttafréttamenn
sem hafa hæðst að honum. Hörður
Magnússon, íþróttafréttamaður á
Stöð 2 Sport, hefur farið háðulegum
orðum um Eið Smára og Henrý Birg-
ir Gunnarsson á Fréttablaðinu sem
hraunaði yfir hann í pistli. Gárungar
telja hugsanlegt er að Eiður fari í mál
við þá báða.
SANDKORN
Ákveðið hefur verið að opna fyrir um-
ferð almennings um Fimmvörðuháls
að gosstöðvum við Eyjafjallajökul, að
því er fram kemur í tilkynningu frá Al-
mannavarnardeild ríkislögreglustjóra.
Þar með hefur verið aflétt hættusvæð-
inu sem var skilgreint sem fimm kíló-
metra radíus í kringum eldstöðvarnar.
Almannavarnir ítreka að Þórsmörk og
Eyjafjallajökull eru ennþá skilgreind
sem hættusvæði.
Búist er við því að fjöldi fólks leggi
leið sína að gosstöðvunum um helg-
ina. Þegar hefur fjöldi fólks lagt leið
sína að Fljótsdal, sem er innsti bærinn
í Flljótshlíð. Þaðan sést vel til eldgoss-
ins í góðu skyggni.
Slysavarnafélagið Landsbjörg vill
koma þeim skilaboðum til fólks sem
ætlar að ganga á Fimmvörðuháls að
nauðsynlegt sé að fara eftir veður-
spá, gera ferðaáætlun og kynna sér vel
svæðið sem á að ferðast um. Ferða-
langar verði auk þess að vera mjög vel
búnir, með góðan fjarskiptabúnað,
VHF-talstöð eða NMT-sími geta skipt
sköpum. Þá er þeim tilmælum beint
til fólks að það hafi GPS-staðsetning-
artæki og áttavita með í för, auk svefn-
poka, einangrunardýna og vatnshelds
utanyfirpoka eða tjalds. Fólki er enn-
fremur ráðlagt að snúa við í tíma held-
ur en að koma sér í ógöngur, ef aðstæð-
ur á gönguleiðinni breytast. Veðurspá
fyrir svæðið um helgina er þó þokka-
leg, léttskýjað og hiti um frostmark.
valgeir@dv.is
Almannavarnir brýna fyrir fólki að fara varlega á göngu um helgina:
Fjöldi manns á Fimmvörðuhálsi
Eldgos á Fimmvörðuhálsi Fólki er
ráðlagt að búa sig mjög vel áður en
haldið er á Fimmvörðuháls um helgina.
MYND FJÖLNIR FREYR HARALDSSON
Ef allt væri í góðu
standi væri ekki
eðlilegt að fara með tæk-
in þarna niður eftir en
eins og núna er myndu
þau bara liggja þarna
ónotuð og ómönnuð.
Ægir, varðskip Landhelgisgæslunnar, mun fá nýtt hlutverk í næsta mánuði. Varðskip-
ið verður sent til að sinna landamæragæslu milli Vestur-Afríku og Kanaríeyja. Skipið
hefði annars legið bundið við bryggju. Verkefnið mun bjarga fjölda starfa sem annars
hefði þurft að skera niður. Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF mun sömuleiðs halda
út í heim og sinna landamæragæslu í gríska Eyjahafinu.
ÆGIR Í ÚTRÁS
TIL AFRÍKU
KANARÍ-EYJAR
SENEGAL
GRIKKLAND
FERÐALAGIÐ SEM
BJARGAR STÖRFUM
Varðskipið Ægir og TF-Sif verða gerð út til
V-Afríku og grísku eyjanna í næsta mánuði.
SIGURÐUR MIKAEL JÓNSSON
blaðamaður skrifar: mikael@dv.is
Georg Lárusson Forstjóri Land-
helgisgæslunnar sendir varðskipið
Ægi og TF-SIF í víking. Bjargar
mörgum störfum og skapar ný.