Lögmannablaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 8

Lögmannablaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 8
8 þjálfun lögmanna, þar með talið endurmenntun og benti jafn- framt á að slík skylda væri víða komin á s.s. í Bandaríkjunum, Englandi, Noregi og Finnlandi. Væri rétt að félagið ætti frum- kvæði að endurmenntunar- skyldu, fremur en taka afleið- ingum þróunar að utan, enda virtist spurningin fremur vera með hvaða hætti skyldunni verði komið á og hvert inntak hennar verði en hvort endur- menntunarskylda kæmist á. Minnti formaðurinn á að sam- kvæmt siðareglum væri mönn- um í raun lögð slík skylda á herðar en svo virtist sem það dygði ekki til. Aðalfundur félagsdeildar Lögmannafélags Íslands. Í framhaldi af aðalfundi Lögmannafélagsins var haldinn aðalfundur félagsdeildar LMFÍ, sam- kvæmt auglýstri dagskrá. Á dagskrá fundarins voru venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt sam- þykktum félagsins, auk tillögu um hækkun árgjalds úr kr. 8.000 í kr. 9.500, sem samþykkt var samhljóða. Um skýrslu stjórnar og ársreikninga var vísað til þess að reikningar hafi þegar verið kynntir samhliða afgreiðslu sömu dagskrárliða skyldu- bundna hluta félagsins á aðalfundinum. 2 / 2 0 0 3 Fundarmenn á aðalfundi 2003. Ég mætti á árshátíðina ásamt þingmannsefnum og óbreyttum og skemmti mér frábærlega vel. Skemmtiatriðin voru óborganleg þar sem Jóhannes Kristjánsson eftirherma fór á kostum. Þó sá einn virðulegur lögmaður ástæðu til að finna að brandara sem hann fór með en fékk þvílíka útreið hjá Jóhannesi að salurinn veltist um að hlátri. Á undan Jóhannesi kvað rímn- asnillingurinn Steindór Andersen rímur um verkfræðinga þar sem hann fann engar rímur um lögfræðinga! Svo þegar síminn fór að hringja hjá Steindóri í miðjum kveðskap, og hann svaraði, þá veltist ég um að hlátri enda var þetta svo original! Groa@leiti.is

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.