Lögmannablaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 29

Lögmannablaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 29
29 ÞANN 10. apríl s.l. komst Mannréttindadómstóll Evrópu að þeirri niðurstöðu að íslensk stjórnvöld hefðu brotið gegn 1. mgr. 6. gr. mannréttindasátt- mála Evrópu sem kveður á um að hver maður skuli eiga rétt til réttlátrar og opinberrar máls- meðferðar fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli. Málið snerist um meint vanhæfi hæstaréttar- dómara og rétt íslensks lögmanns til að fá að flytja mál sitt fyrir óháðum og hlutlausum dómstóli. Nánari málsatvik voru þau að lögmaður tapaði skaðabótamáli á hendur Landsbanka Íslands fyrir Hæstarétti Íslands í apríl 1997. Áður hafði bank- inn verið sýknaður af kröfu lögmannsins í héraði. Hæstiréttur klofnaði í afstöðu sinni og taldi minni- hlutinn (2 af 5 dómurum) bankann eiga að greiða lögmanninum skaðabætur. Fljótlega eftir dóm Hæstaréttar í málinu kom í ljós að maki eins hæstaréttardómara, sem skipaði meirihluta dóms- ins, var í ábyrgð fyrir skuldum við Landsbanka Íslands. Til að greiða inn á skuldina gaf makinn út fjögur skuldabréf til fjármálastofnunar í eigu bankans sem voru tryggð með veði í tveimur fast- eignum í eigu hæstaréttardómarans. Þann 6. júní 1996 gerði makinn síðan samkomulag við bank- ann um lokauppgjör skuldarinnar. Að þessari vit- neskju fenginni fór lögmaðurinn fram á endurupp- töku málsins í Hæstarétti á þeirri forsendu að umræddur hæstaréttardómari hefði verið van- hæfur en þeirri beiðni var hafnað. Að svo búnu skaut lögmaðurinn málinu til Mannréttindanefndar Evrópu í október 1997 sem áframsendi það til dómstólsins í nóvember 1998. Í júní 2001 komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að málið væri tækt til efnismeðferðar og dómur var uppkveðinn þann 10. apríl 2003. Lögmaður- inn byggði á því að með vísan til fjármunalegra tengsla á milli dómarans og maka hans annars vegar og Landsbanka Íslands hins vegar þá hefði mál hans ekki verið flutt fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli sbr. 1. mgr. 6. gr. mannrétt- indasáttmála Evrópu. Mannréttindadómstóllinn taldi í samhljóða nið- urstöðu sinni að skuldir maka dómarans við Landsbankann á þeim tíma sem mál lögmannsins var tekið fyrir í apríl 1997 hefðu ekki verið það háar að það eitt og sér hefði getað falið í sér fjár- hagslegan þrýsting sem væri til þess fallinn að hafa áhrif á hlutleysi dómarans. Þá væri ekki fyr- irsjáanlegt að fjögur veðlán útgefin til fjármála- stofnunar í eigu bankans hefðu leitt til slíkra fjár- hagslegra tengsla á milli maka og bankans að unnt væri að draga hlutleysi dómarans í efa. Hinsvegar yrði að líta á framangreinda þætti í víðara sam- hengi við það samkomulag sem maki dómarans hefði gert við Landsbankann um uppgjör skulda og þátt dómarans í því samkomulagi. Leiða mætti líkum að því að hefði dómarinn ekki lagt fram veð fyrir lánunum hefði umrætt samkomulag við Landsbankann ekki náð fram að ganga. Dómstóllinn taldi enga ástæðu til að ætla að dómarinn eða maki hans hefðu haft beina hags- muni af niðurstöðu máls lögmannsins gegn Landsbankanum og sérstaklega var tekið fram að engin gögn bentu til þess að dómarinn hefði verið hlutdrægur. En í ljósi þess að mál lögmannsins var rekið fyrir Hæstarétti á svipuðum tíma og verið var að ganga frá samkomulagi maka dómarans við bankann þá hefði lögmaðurinn með réttu getað efast um viðeigandi hlutleysi Hæstaréttar. Lögmanninum voru dæmdar 25.000, evrur eða um kr. 2.100.000,- í bætur frá íslenska ríkinu og 15.000,- evrur eða jafnvirði um 1.300.000,- í málskostnað. Sjö dómarar dæmdu í málinu og þar af voru sex er töldu lögmanninn eiga rétt til bóta. Meðal dómara var Davíð Þór Björgvinsson. L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð Dómur Mannréttindadómstólsins í málinu nr. 39731/1998: Sigurðsson gegn íslenska ríkinu

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.