Lögmannablaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 17

Lögmannablaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 17
17 ÞAÐ kann að hljóma ókunnuglega fyrir íslenska lögmenn ef ákvörðun þeirra á gildandi rétti afmarkaðist að mestu við leit og úrvinnslu dóma. Fyrir lögmenn í Miami í Flórida er slíkt dag- legt brauð og hluti af undirbúnings- vinnu hvers dómsmáls hvort sem um er að ræða samningu stefnu, greinar- gerðar eða fyrirtöku beiðnar um frá- vísun. Sumum þætti undarlegt ef meg- inhluti þess sem lögmaður fengist við frá degi til dags, hvort sem það væri fasteignamál, eignarréttindi, skaða- bótamál, erfðamál, vinnumarkaðsmál eða samningagerð, byggðist á því að fást við reglur sem myndaðar hefðu verið með langri og oft flókinni dómvenju, eða styðjast við réttarvenjur þar sem enga dóma væri að finna. Á þessum sviðum lögfræðinnar, svo og fjölda ann- arra, eru oft fáar, brotakenndar og stundum handa- hófskenndar lagareglur í hinum svonefnda fylkja- rétti (state law). Í Flórida var það oft viðkvæði eldri lögmanna að ekki bæri að treysta því að löggjafarvaldið í Tallahasseeborg í Flórida hefði sett lög sem mikið væri hægt að byggja á, hvað þá að túlka svo eitt- hvert vit væri í. Gamall kenn- ari minn við Háskólann í Miami, sem hafði kennt kaupa- og viðskiptabréfarétt síðan 1963, sagði gjarnan þegar nokkrir dagar voru eftir af löggjafarþinginu það misserið að okkur væri senn borgið þar sem ekki hefðu komið fram neinar breytingar eða viðbætur við kaupalögin, eða annað svið viðskiptalög- fræðinnar, sem valdið gæti lögfræðingum og fræði- mönnum heilabrotum. Hans skoðun var að sjaldnast kæmi nokkuð nýtilegt frá þeirri samkomu. Orð hans festust mér í minni þar sem löggjafarstarf innan fylkjanna er mjög mismunandi og stjórnmálamenn sinna þar einkum hagsmunapólitík af ýmsu tagi. Þau svið sem heyra undir alríkis- löggjöf, svo sem jafnréttismál, félaga- réttur, verðbréfaviðskipti, samkeppn- ismál og gjaldþrotamálefni, hafa að geyma mun heildstæðari löggjöf. Einnig hefur verið samin löggjöf á alríkissviði sem beitt er (ýmist sett í lög eða reglugerðir) innan hvers fylkis, s.s. varðandi réttarfar fyrir dómstólum, sönnun (þ.e. málsmeð- ferð fyrir dómi), kauparétt (UCC), reglur um við- skiptabréf og veðsetningu lausafjármuna. Þá hafa vísireglur (model rules) verið samdar á mörgum sviðum sem lögmenn nýta sér mjög í starfi, s.s. í samningarétti, skaðabótarétti, og um skaðsemis- ábyrgð. Fyrir þá lögmenn sem starfa aðallega að refsimálum eru að sjálfsögðu heildstæðar laga- reglur til, sem og reglur um opinbert réttarfar sem settar eru af æðsta dómstóli Flórida og birtar ásamt greinargerð bæði á sviði einkamála- og refsiréttarfars. Þá hafa verið samdar mjög vand- aðar reglur um meðferð sifjamála, bæði skilnaðar- og forsjármál, sem jafnvel leikmenn geta nýtt sér í ein- földum hjónaskilnaðar- málum. Má segja að sú hand- bók, Florida Rules of Court, sé til á borði allra starfandi lögmanna í Flórída. Hið daglega starf lög- mannsins mótast nokkuð af því sem að ofan greinir og þeim fordæmisrétti (common law) sem að mestu ræður hjá þeim lögmönnum sem starfa við hefðbundin lögmanns- störf, hvort sem verið er að L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð Enginn eðlismunur er á störfum lögmanna í Flórida og á Íslandi. Meginmunur er þó á rekstri dómsmála og beitingu réttar- heimilda. Lögmannsstörf í Flórída Jón Ögmundsson JD, hdl.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.