Lögmannablaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 11

Lögmannablaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 11
11 fyrir knattspyrnumót LMFÍ 2003 1. Hámarksaldur liðsins í heild má ekki fara yfir 300 ár og heildarþyngd liðsins má ekki fara yfir 1,5 tonn. 2. Skilyrði er að meirihluti leikmannahópsins, 5 í það minnsta, séu félagsmenn í LMFÍ, aðrir þurfa að hafa lokið lögfræðiprófi frá HÁSKÓLA ÍSLANDS eða vera með BA í plöntusálfræði. 3. Miðað er við að boltinn sé úti ef hann fer yfir enda- og hliðarlínur. Skýrt nánar á móts- stað. Ef boltinn fer útaf eru tekin innspörk, bæði frá hliðar og endalínu. 4. Hægt er að skora þegar komið er inn á vallarhelming andstæðinganna. 5. Einn til tveir dómarar dæma hvern leik. 6. Ekki má snerta knött með hendi. Ef dæmd er hendi eða brot er framið innan punktalínu þá er dæmd vítaspyrna umsvifalaust. 7. Fjórir leikmenn eru hverju sinni á leikvelli úr sitthvoru liði. 8. Leiktími er 1x8 mínútur á leik. 9. Eigi má fagna marki með meiru en einu faðmlagi per leikmann. Atlotum umfram eitt faðm verður vísað til kærunefndar Teina og Tótu. 10. Fagn varamanna má eigi fara upp fyrir 200 desibil. 11. Jafntefli gilda og er gefið 1 stig fyrir jafntefli. 3 stig eru gefin fyrir sigur. Verði lið jöfn að stigum að aflokinni keppni ræður markamismunur, þá fleiri skoruð mörk ef markamis- munur er jafn og þá unnir leikir og síðan innbyrðis viðureign liðanna. Verði enn jafnt verður spilaður sérstakur úrslitaleikur, 1x5 mínútur. Eftir það verður vítaspyrnukeppni þar sem tekin eru 3 víti á lið. Verði enn jafnt verður bráðabani í vítaspyrnum. 12. Bannað er að gefa þung högg undir kjálkastað en klappa má mönnum fyrir góð tilþrif. 13. Dómari má vísa leikmanni útaf fyrir brot í eina mínutu. Ef skorað er innan þessarar mínútu kemur leikmaður aftur inn á. Sé brot svívirðilegt (211.- 218. gr. hgl. ) má vísa manni útaf út leikinn. Sá leikmaður verður þá í banni í næsta leik eða út mótið ef dóm- arar úrskurða slíkt. 14. „Yngri“ leikmönnum og léttari ber að sýna „eldri“ leikmönnum og þyngri tilhlýðilega virðingu. 15. Öllum ber að hafa gaman af leiknum og sýna faglegan keppnisanda. 16. Verndari mótsins er sem fyrr Þórunn Guðmundsdótti hrl. 17. Hver leikmaður má einungis spila með einu liði, þ.e. því liði sem hann er skráður til leiks með. Komi upp sú staða að „lána“ þurfi leikmann í annað lið, þá þarf andstæðingurinn, þ.e. það lið sem leikið er við, að samþykkja slíkar breytingar fyrir viðkomandi leik og að láns leikmaðurinn spili með. 18. Kærunefnd mótsins skipa þau Marteinn Másson og Þórunn Guðmundsdóttir, (skamm- stafað kærunefnd Teina og Tótu). Þau úrskurða sjálf um hæfi sitt komi til kasta nefnd- arinnar. Ákvarðanir nefndarinnar eru endanlegar nema hvað varðar formreglur. Slíkum ákvörðunum er hægt að áfrýja til íþróttadómstóls LMFÍ. 19. Ákvæði 13. kap. Jónsbókar um váðaverk gilda einnig í mótinu en þar segir, „Nú gengr maðr til leiks, fangs eða skinndráttar at vilja sínum, þá ábyrgist hann sik sjálfr at öllu, þó at hann fái mein eða skaða af...“ Samþykkt á Emil-fundi aga- og íþróttanefndar á sumardaginn fyrsta 2003. L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð R E G LU R

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.