Lögmannablaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 25

Lögmannablaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 25
25 eða 10 vikur, sem getur verið mjög þýðingarmikið þegar nauðsynlegt er að fá skjóta úrlausn mála. Þegar fresturinn er liðinn eiga að liggja fyrir til- lögur að lausn. Þær tillögur eru þó ekki bindandi fyrir þann sem kvartar að því leyti að honum er ekki skylt að fallast á þær og er því heimilt að hefja formlega málsmeðferð ef honum býður svo við að horfa. Hvað greinir SOLVIT frá öðrum úrræðum? Frá því að SOLVIT-úr- lausnarnetið tók til starfa hefur fjöldi kvartana aukist jafnt og þétt. Flestar þeirra hafa varðað frjálsa vöru- flutninga, almannatrygging- ar og viðurkenningu starfs- réttinda og prófskírteina. Það sem greinir SOLVIT frá þeim úrræðum, sem ríkis- borgarar og fyrirtæki EES- ríkjanna hafa til þess að koma kvörtunum sínum á framfæri, er að hægt er að beina þeim beint til viðkom- andi ríkis, milliliðalaust. Þannig eru viðkomandi ríki virkjuð til að leysa þau vandamál sem koma upp við framkvæmd reglnanna sín á milli og án aðkomu stofnana Evrópusambandsins og EFTA- ríkjanna innan EES. SOLVIT er því viðbót við þær leiðir sem ríkisborgurum aðildarríkja Evrópu- sambandsins stendur til boða við að koma kvört- unum sínum á framfæri, en þar nægir að nefna framkvæmdastjórn ESB, Evrópuþingið og evrópska umboðsmanninn. Þá er SOLVIT viðbót við þær leiðir sem ríkisborgurum EFTA-ríkjanna innan EES stendur til boða en þær eru að vísa málum til eftirlitsstofnunar EFTA og EFTA-dóm- stólsins. Munurinn er sá að SOLVIT er net sem ætlað er að leysa vandamál með óformlegum hætti og er af þeim sökum aðgengilegra fyrir einstak- linga og fyrirtæki, auk þess sem það er þeim að kostnaðarlausu. Þess má geta að eftirlitsstofnun EFTA er nú að kanna möguleika á og gagnsemi þess að skrá kvartanir, sem stofnuninni berast, í SOLVIT. Árangur byggist á samvinnu Forsenda fyrir árangri af SOLVIT-úrlausnar- netinu er að samstarf milli SOLVIT-stöðvanna sé gott og að starfsmenn þeirra þekkist og vinni ein- huga að því sameiginlega verkefni að yfirstíga hindranir í vegi sameiginlegs innri markaðar. Óhætt er að segja að vel hafi tekist til á þeim stutta tíma sem liðinn er en yfir eitt hundrað mál hafa komið til úrlausnar SOLVIT. Dæmi um mál sem leyst hefur verið með aðstoð SOLVIT er kvörtun fransks ríkisborgara vegna erfiðleika við að afla viðurkenningar spænskra yfirvalda á starfsleyfi sínu sem læknir. Í kjölfar afskipta viðkomandi SOLVIT-stöðva var starfs- leyfi hans viðurkennt og hann gat hafið störf sem læknir á Spáni. Evrópusambandið bindur miklar vonir við þetta nýja úrlausnarnet og það fyrir- komulag að ríkin leysi mál sjálf sín á milli á skjótan og árangursríkan hátt og hefur af þeim sökum hvatt EES- ríkin til að efna til kynning- arátaks á úrlausnarnetinu sem nú hefur staðið yfir frá áramótum. Hvað EFTA- ríkin innan EES varðar markar þetta úrlausnarnet ákveðin tímamót. Með þátttöku sinni í SOLVIT standa þau jafnfætis aðildarríkjum Evrópusam- bandsins en eðli málsins samkvæmt þurfa EFTA- ríkin samkvæmt EES-samningnum að sýna fram á að sömu réttindi eigi við um þau og önnur aðildar- ríki Evrópusambandsins. Að auki opnast ríkis- borgurum EFTA-ríkjanna innan EES ný leið og óformlegri en áður til að koma kvörtunum sínum á framfæri vegna reglna sem varða EES-samning- inn. Það verður því fróðlegt að fylgjast með hvernig til mun takast með SOLVIT í framtíðinni. Upplýsingar um SOLVIT á Íslandi: Viðskiptaskrifstofa utanríkisráðuneytisins, Rauðarárstíg 25 105 Reykjavík solvit@utn.stjr.is Sími: 545 9900 / Símbréf: 562 4878 Heimasíða SOLVIT: http://europa.eu.int/solvit L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð Þannig á SOLVIT að auðvelda fólki og fyrirtækjum, sem býr eða starfar í öðru EES- ríki, að sækja rétt sinn svo og greiða fyrir samskiptum við stjórnvöld í því ríki.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.