Lögmannablaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 19
19L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð
Miðvikudaginn 2.apríl sl. stóðu Lög-
mannafélag Íslands og Lögfræðinga-
félag Íslands fyrir hádegisverðarfundi
þar sem Oddný Mjóll Arnardóttir fjallaði
um doktorsrannsókn sína „Equality and
Nondiscrimination in the European
Convention on Human Rights; Towards
a Substantive Approach“, sem hún varði
í maí 2002.
Í DOKTORSRITGERÐINNI fjallar Oddný um
jafnræðisreglur 14. gr. Mannréttindasáttmála Evr-
ópu og 1. gr. viðauka nr. 12 við sáttmálann sem
ekki hefur enn tekið gildi. Sett er fram módel
þriggja þátta sem hafa áhrif á það hversu strangt
jafnræðisreglu 14. gr. sáttmálans er beitt í dóma-
framkvæmd. Þessir þættir eru tegund mismun-
unar, grundvöllur mismununar og þeir hagsmunir
sem í húfi eru. Undir þeim áhrifaþætti sem nefn-
ist tegund mismununar er sett fram nýtt hugtak,
„passive discrimination“ eða óvirk mismunun,
sem ætlað er að ná yfir jákvæðar skyldur ríkja.
Það hefur verið viðtekið viðhorf að dómafram-
kvæmd á grundvelli 14. gr. sáttmálans sé óskýr og
ósamstæð. Það módel áhrifaþátta sem þróað er í
rannsókninni skýrir þessa dómaframkvæmd og
felur í sér nálgun sem er hæf til að takast á við
hinn nýja viðauka nr. 12 við sáttmálann. Það er
einnig niðurstaða rannsóknarinnar að áhrifaþætt-
irnir skýri það hvenær sönnunarbyrði í máli flyst
frá einstaklingi yfir á ríki sem og það hvenær 14.
gr. sáttmálans er tekin til skoðunar í máli. Grein-
ing áhrifaþátta í rannsókninni styður þá ályktun
að nálgun Mannréttindasáttmálans sé í auknum
mæli að færast frá því að vera formleg yfir í að
vera efnisleg.
Doktorsritgerð Oddnýjar er nú komin út í
bókinni „Equality and Non-Discrimination under
the European Convention on Human Rights“ sem
tilheyrir ritröðinni International Studies in Human
Rights og gefin er út af Kluwer Law International.
Bókin fæst í Bóksölu Stúdenta.
Hádegisverðarfundur LMFÍ og LÍ:
Jafnrétti og bann við mismunun í
Mannréttindasáttmála Evrópu
Oddný Mjöll
Arnardóttir í
ræðustól.
Um 70 manns mættu á fundinn
og hlustuðu á framsögu
Oddnýjar.