Lögmannablaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 12

Lögmannablaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 12
12 2 / 2 0 0 3 ALÞINGISKOSNINGAR voru nokkrumdögum áður en þetta er skrifað. Tveir starf- andi lögmenn voru kjörnir á þing og sá þriðji er fyrsti varamaður í sínu kjördæmi. Félagsmenn hljóta að vera sammála um að lögmennska sé kjörinn undirbúningur fyrir störf á löggjafarsamkundunni. Þá getum við glaðst yfir því að eiga lögmenn á þingi, án tillits til þess hvort við teljumst til samherja þeirra í stjórn- málum. Heillaóskir félagsins fylgja þeim til nýrra starfa. Ríkisstjórn sömu flokka og stjórnað hafa landinu síðustu átta ár hefur nú sitt sitt þriðja kjörtímabil. Sumir telja það bera vott um festu, aðrir skort á ferskleika. Ekki er tekin afstaða til þess hér, en því haldið fram að best fari saman festa og ferskleiki. Þannig tel ég því farið hjá LMFÍ. Samþykktir félagsins tryggja festu, með því að tveir meðstjórnendur eru kjörnir á ári, til tveggja ára, og rík venja hefur staðið til þess að formenn félagsins útskrifist í það starf úr öðrum stjórnarstörfum. Almennt búa því 3 af 5 stjórnarmönnum að nokkurri reynslu í upphafi starfsárs. Ferskleiki er hins vegar tryggður með a. m. k. tveimur nýjum stjórnarmönnum ár hvert. Nýir stjórnar- menn eru Ólafur Rafnsson, hdl. og Ragnheiður Bragadóttir hdl., ferskt fólk, og er mikils vænst af þeirra störfum. Áfram sitja í stjórn undirrit- aður, Jóhannes Karl Sveinsson, hrl., varafor- maður og Aðalsteinn Jónasson, hrl. Ég held að þetta sé gott lið og hlakka til að takast á við verkefni komandi árs sem hluti þess. Eins og fram hefur komið í fyrri pistlum funda fulltrúar stjórnar reglulega með fulltrúum dómarafélagsins, dómstólaráðs of dómsmála- ráðuneytisins. Á fundum með fulltrúum dóm- arafélagsins og dómstólaráðs, hafa komið fram miklar áhyggjur af gríðarlegri fjölgun mála fyrir dómstólum, sérstaklega Héraðsdómi Reykja- víkur. Fjölgunin er mest í innheimtumálum, sem engar varnir eru í og nánast ávallt útivist. Munn- lega fluttum málum mun einnig hafa fjölgað og sú ógn vofir yfir að málahali hlaðist upp. Það yrði afleitt. Þá má ljóst vera að fjölgun mála fyrir héraðsdómum mun leiða til fjölgunar mála í Hæstarétti. Á fundum með full- trúum dómara höfum við tekið fram að Lögmannafélagið muni að sjálf- sögðu leggja lið öllum skynsömum tillögum til lausnar þessum vanda, enda gengur ekki að mál fari í það horf sem var fyrir tiltölulega skömmu, þegar það tók mörg ár að koma máli á enda í dómskerfinu. Lausnin sem virðist blasa við er fjölgun dómara. En það sem við blasir þarf ekki endilega að vera rétt og lausnir sem felast í því að henda meiri pen- ingum í vandamálið eru sjaldnast affarasælar. Það hlýtur að þurfa að ráðast að rót vandans og leita leiða til þess að fækka málum sem fara til dóms. Er t. d. einhver nauðsyn á því að smærri óskilyrtar skuldakröfur fari fyrir dóm? Er ekki hugsanlegt að veita slíkum kröfum einfaldlega beina aðfararheimild. Skuldarinn á þó alltaf það úrræði að skjóta máli til dóms, telji hann rétt á sér brotinn? Það er kannski ekki Lögmanna- félagsins að móta úrræði til lausnar vandamál- inu, en við hljótum að taka þátt í umræðum um lausn á vandamáli sem er svo nærri störfum okkar. Sú hugmynd að fjölga kröfum sem njóta beinnar aðfararheimildar hljómar ugglaust mis- vel í eyrum lögmanna. Hafi menn áhyggjur af því að mál kunni að dragast hjá dómstólum, eiga slíkar áhyggjur ekki síður við um ýmis mál hjá sýslumönnum. Mér finnst heldur klén afsökun við því að mál fáist ekki tekin fyrir hjá sýslumanni, að fjárveiting til embættis sé upp- urin. Með hverskyns beiðnum til sýslumanns fylgir greiðsla, sem ég tel ljóst að standi undir kostnaði við málin. Þótt þær tekjur renni ekki beint til embættanna, hlýtur fjárveitingarvaldið P I S T I L L F O R M A N N S : Gunnar Jónsson hrl.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.