Lögmannablaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 23

Lögmannablaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 23
23 Af Merði lögmanni Hvernig er þetta eiginlega eru engar kröfur gerðar lengur til lögmanna?, hugsaði Mörður með sér þegar hann kom af erfiðum fundi. Hvernig átti honum að detta í hug að þessi stelpukind væri ekki þarna til þess að taka við frakkanum hans og bera honum veitingar? Slík mistök voru að mati Marðar eðlileg, enda leit stúlkukindin alls ekki út fyrir að gegna svo mikilvægu starfi sem lögmennskan er. Nei, Mörður var nú vanari því að eiga við gamla spilafélaga sína í störfum sínum og þurfa einstöku sinnum að þola samskipti við einhverja nýútskrifaða besserwissara af karlkyninu. Mörður hafði reyndar orðið var við að einhverjar konur væru í stéttinni, enda ekki hægt að komast hjá því að taka eftir slíkum frekjum! Gat verið að þetta væri að breiðast út? Hvað yrði þá um allt hið kunnuga sem hann þekkti í heimi lögmennskunnar? Merði létti því mjög við að heyra af því að einhverjum lagabreytingum sem gera hefði átt á kröfum til kunnáttu til lögmannsréttinda hefði verið frestað. En svo kom skellurinn, fram kom í uppáhaldstímariti Marðar, sem tekur svo vel undir lífsskoðanir hans, að einn af hverjum sex félagsmönnum væru af hinu kyninu. Ekki nóg, með það heldur höfðu deilur um kunnáttukröfur lögmanna ekkert að gera með konur. Það voru víst komnir fleiri lagadeildir en sú eina sanna sem Mörður þekkti. Það var því víst ekki annað að gera en að taka því sem orðnum hlut að konur væru orðnar hluti af lögmannaheiminum og því væri um að gera að bregðast við því strax og þá helst með aðferðum sem virkuðu vel á þetta kyn í samskiptum lögmanna og lögkvenna. En hvernig? Af reynslunni höfðu samningsaðferðir Marðar í samskiptum við lögkonu ekki leitt til hagstæðrar niðurstöðu fyrir umbjóðendur hans. Þannig hafði skjallið, daðrið og sú föðurlega ímynd sem hann reyndi að nota ekki borið árangur. En kannski var það bara æfingarleysi? hugsaði Mörður með sér, enda hafði hann aldrei þurft að beita slíku við kynbræður sína. Hvernig stendur þá á því að þegar lögkonur beittu slíku undirferli hafði Mörður gleymt sér og orðið undir? Jú, við nánari athugun sá Mörður að það væri vegna þess náttúrulögmáls að konur eru mönnum fremri í slóttugheitum. Því þyrfti Mörður framvegis að vera á tánum þegar hann yrði fyrir ágengni lögkvenna. Þannig yrði það nú hluti af strategíu hans þegar allt annað klikkaði, að benda lögkonum á að það væri óþarfi að vera með einhverja hysteríu, samsömun með umbjóðanda væri óþörf. Slík tækni hlyti að pirra lögkonur og bjarga honum ef allt færi á versta veg. Merði hafði nú oft langað að benda kynbræðrum sínum á þetta, en slíkt hefði mátt misskiljast þannig að Mörður væri tapsár. Nú ef allt fer á versta veg og málið tapast á móti lögkonu, þá er hægt að útskýra ósigurinn með því að dómarinn hafi: a) ekkert kunnað í lögfræði b) vorkennt lögkonu af því hún kunni ekkert í lögfræði en var svo sæt, tók málið svo nærri sér, einstæð móðir, í saumaklúbbi með … L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.