Lögmannablaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 28

Lögmannablaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 28
28 2 / 2 0 0 3 Námskeið vorannar Það verður sífellt algengara að lög- menn sæki námskeið til að viðhalda þekkingu sinni og færni. Á tiltölu- lega stuttum tíma hefur viðhorf til símenntunar gjörbreyst og nú telja flestir það hluta af starfi sínu að sækja námskeið, jafnvel nokkur á ári. LMFÍ hefur reynt að koma til móts við þessa þörf en 130 manns sóttu þau 12 námskeið sem félagið hélt á nýliðnu vormisseri. Tekin var upp sú nýbreytni að bjóða félags- mönnum upp á námskeið sem ekki eru tengd starfi lögmanna, í golfi, flugukasti og matreiðslu og mæltist það vel fyrir. LMFÍ hefur þá stefnu að bjóða upp á stutt og hnitmiðuð námskeið, vitandi að lögmenn eru uppteknir við dagleg störf. Það er oft fljótlegra að skella sér á námskeið og fá þekkinguna beint í æð ásamt námsgögnum heldur en að kynna sér efnið á eigin vegum. Eins er mikil- vægt fyrir lögmenn að hittast og miðla reynslu sinni en umræður á námskeiðum eru oft mjög gagnlegar. Félagsdeildin setur nú metnað sinn í að gera námskeið haustannar áhugaverð. Allar ábendingar um málefni sem þyrfti að taka fyrir eru því vel þegnar. LÖGMANNALISTINN Gerðar hafa verið smávægilegar breytingar á upphafssíðu www.lmfi.is þannig að í stað þjón- ustuskrár í hægra horni er nú LÖGMANNA- LISTINN, sem á að vísa í að almenningur getur leitað eftir lögmanni eftir staðsetningu og mála- flokkum. Lögmenn skrá sérsvið sín og greiða aðeins kr. 1.200 til kr. 1.600,- á ári fyrir hvert þeirra eftir því hvort þeir eru í félagsdeild eða ekki. Heimsóknum á heimasíðu LMFÍ hefur fjölgað mikið síðustu mánuði en þess má geta að í mars sl. leituðu um 3.300 manns að lögmanni á heimasíðunni en alls 5.600 heim- sóttu síðuna sem mun vera met. Það er ljóst að heimasíða félagsins er orðin gríðarlega öflugur og ódýr auglýsingamiðill fyrir lögmenn. Í mars sl. var þeim lögmönnum sem ekki hafa ennþá skráð sérsvið sín á LÖGMANNALISTANUM sent bréf og nokkuð hefur verið um skrán- ingar síðan. Þeim lögmönnum sem ekki hafa kynnt sér þennan kost er bent á að skoða heimasíðuna. Enginn ætti að láta svo öfl- ugan auglýsingamiðil fram hjá sér fara. Bókasafn LMFÍ Nýjar bækur eru nú komnar í safnið sem varða hin ýmsu réttarsvið. Áhugasömum er bent á tengilinn „nýjar bækur“ sem er undir bóka- safnstengli á heimasíðu félagsins. Að meðaltali sækja 1-2 félagsmenn bókasafnið dag hvern en auk bóka eru gagnagrunnarnir Karnov og Ufr aðgengilegir. Félagsmenn fá aðstoð við að leita í gagnagrunnunum ef þeir eru óvanir notkun þeirra. Félagsmál Árshátíð LMFÍ var haldin 22. mars sl. og heppnaðist í alla staði mjög vel. Myndir frá hátíðinni eru á öðrum stað í blaðinu. Einnig eru myndir af nýafstöðnu knattspyrnumóti þar sem átta lið kepptu og upplýsingar um golfmót sum- arsins. Að lokum óska ég félagsmönnum gleðilegs sumars í leik og starfi. Fréttir frá félagsdeild Eyrún Ingadóttir

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.