Lögmannablaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 4

Lögmannablaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 4
Auglýsing frá Mannréttindastofnun Háskóla Íslands 4 2 / 2 0 0 3 FRÁ RITSTJÓRN Heimurinn er sífellt að minnka og þaðeru ekki nýjar fréttir. Frá því hesturinn hætti að vera þarfasti þjónninn hefur heim- urinn verið að dragast saman. Ekki svo að skilja að rúmmálið sé að minnka heldur hitt að við förum alltaf sífellt hraðar yfir. Nú er svo komið að Ísland er ekki lengur afskekkt. Alþjóðavæðingin er á fullu stími og lögmannastéttin fer ekki varhluta af því. Það er ótrúlega stutt síðan lögfræðimenntun fór fram svo til eingöngu á Íslandi. Eftir að embættisprófi lauk stunduðu lögfræðingar sín störf og ekki meira með það. Fáum datt í hug að starfa erlendis eða sækja þangað framhaldsmenntun og það þótti fásinna ef það hvarflaði að erlendum lögfræðingum að sækja um störf á Íslandi. Nú er öldin önnur og þema þessa blaðs er alþjóðavæð- ingin. Grein eftir danskan lögmann sem starfar á Íslandi, um muninn á lögmanns- störfum í Danmörku og á Íslandi, er mjög áhugaverð. Þess má geta að greinin er birt á dönsku en það var tekin ákvörðun um að þýða hana ekki — í anda alþjóðavæðingar- innar. Önnur grein, eftir íslenskan lögmann sem starfaði í Flórída, er einnig áhugaverð en það er ávallt hollt og gott að bera sig saman við önnur lönd og fylgjast með hvað er að gerast annars staðar. Skrifari hefur á undanförnum árum átt þess kost að starfa með áströlskum lögfræðingi, dönskum lög- manni og nýlega hóf störf á stofu skrifara lögfræðingur með menntun frá Belgíu. Störf þeirra hafa falist í aðstoð við íslensk fyrirtæki sem hyggja á landvinninga erlend- is og svo skjalagerð vegna erlendra fyrir- tækja sem stunda viðskipti hér á landi. Þá hefur það verið ómetanlegt að hafa aðgang að annari lögfræðiþekkingu en þeirri úr lagadeild Háskóla Íslands Það útskrifast varla sá lögfræðingur sem ekki íhugar að sækja sér framhaldsmenntun erlendis í faginu. Menntunarmál eru tals- vert í umræðunni um þessar mundir enda virðast sífellt fleiri telja það mikilvægt að gera endurmenntun að skyldu fyrir lög- menn. Þessi þróun á sér einnig stað í nágrannalöndum okkar en sennilega eru fáar stéttir jafn duglegar að sækja námskeið og lögmannastéttin. Á öðrum stað í blaðinu kemur fram að 130 manns sóttu námskeið á vegum félagsins á vorönn. Guðrún Björg Birgisdóttir Mannréttindastofnun Háskóla Íslands er sjálfseignar- stofnun sem Háskóli Íslands, Dómarafélag Íslands og Lögmannafélag Íslands eiga aðild að. Stofnunin auglýsir hér með eftir umsóknum um styrk til að stunda rannsóknir á sviði mannréttinda. Veittur verður styrkur að fjárhæð kr. 300.000 til að skrifa ritgerð sem miðað er við að birt verði í viður- kenndu alþjóðlegu tímariti á sviði mannréttinda. Styrk- urinn gæti orðið hærri ef stjórn stofnunarinnar telur að verkefnið gefi tilefni til þess. Miðað er við að umsækjandi hafi lokið háskóla- prófi í lögfræði. Æskilegt er að umsækjandi hafi lokið framhaldsnámi við erlendan háskóla. Umsóknarfrestur er til 15. júní 2003. Í umsókn skal lýsa efni og markmiðum ritgerðar- innar og sett fram áætlun um framvindu verkefnisins. Frekari upplýsingar veitir Davíð Þór Björgvinsson prófessor og formaður stjórnar Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands: david.thor.bjorgvinsson@eftacourt.lu eða david@hi.is og símar: 00352 42 108 313 eða 525 43 29 Umsóknir ber að senda til: Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands Davíð Þór Björgvinsson, prófessor Lögberg, Háskóla Íslands 101 Reykjavík

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.