Lögmannablaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 5
5
AÐALFUNDUR Lögmannafélags Íslands2003 var haldinn föstudaginn 21. mars s.l. Á
dagskrá fundarins voru venjuleg aðalfundarstörf
samkvæmt samþykktum félagsins. Fundarstjóri
var Ásgeir Thoroddsen, hrl. og fundarritari Katrín
Helga Hallgrímsdóttir, hdl.
Skýrsla stjórnar og ársreikningur.
Formaður félagsins, Gunnar Jónsson, hrl., flutti
skýrslu stjórnar og vísaði m.a. í prentaða
ársskýrslu sem send var félagsmönnum fyrir fund-
inn. Gunnar lýsti ánægju sinni með afkomu
félagsins sem var jákvæð en það er aðeins í annað
skiptið á undanförnum áratug sem ekki hefur
orðið tap á rekstrinum. Formaðurinn vék því næst
að umræðum sem urðu á síðasta aðalfundi um
endurmenntunarskyldu lögmanna, sem hann upp-
lýsti að stjórn félagsins hefði haft til umræðu á
starfsárinu og viðað að sér upplýsingum málið.
Kannað hefði verið hvernig þessu væri háttað
annars staðar og reifuð rök með og á móti. Þá vék
formaðurinn að hugmyndum frá síðasta aðalfundi
um nauðsyn þess að víkka út heimildir til gjaf-
sóknar með möguleikum til gjafsóknar annars
staðar en fyrir dómstólum, aðallega innan
stjórnsýslunnar. Hefði stjórn félagsins haft málið
til skoðunar og væri eðlilegt að félagið ynni áfram
að framgöngu slíkra hugmynda. Í því sambandi
vísaði formaðurinn til þess að hagsmunagæsla
fyrir ýmsum stjórnvöldum væri orðin flókin og
erfið og hinn almenni borgari réði oft ekki við
slíkt án lögfræðilegrar aðstoðar. Lögmenn hefðu
hlutverki að gegna við að sjá til þess að menn
gætu leitað réttar síns. Formaðurinn gerði að
umtalsefni slaka þátttöku félagsmanna í við-
burðum á vegum félagsins og benti m.a. á að á
aðalfund félagsins mættu einungis um 5% félags-
manna, þrátt fyrir þá staðreynd að félagið væri
skylduaðildarfélag. Taldi formaðurinn það vera
verk stjórnarinnar að bæta úr þessu og leita leiða
til að efla áhuga félagsmanna á störfum félagsins,
enda nauðsynlegt að vera í góðum tengslum við
félagsmenn til þess að ná að reka félagið í sam-
ræmi við tilgang þess. Formaðurinn þakkaði sam-
starfsmönnum sínum og sérstaklega þeim Láru V.
Júlíusdóttur hrl. og Helga Jóhannessyni hrl., sem
hurfu úr stjórn, fyrir samstarfið. Einnig þakkaði
hann starfsmönnum félagsins fyrir samstarfið.
Að loknu ávarpi formannsins, gerði Ingimar
Ingason, framkvæmdastjóri félagsins, grein fyrir
ársreikningi þess og Námssjóðs fyrir árið 2002, en
reikningurinn fylgdi prentaðri skýrslu stjórnar.
Fjallaði framkvæmdastjórinn um sameiginlega
niðurstöðu reikninga hins lögbundna hluta félags-
ins og félagsdeildar þess. Fram kom í máli fram-
kvæmdastjóra að niðurstaða af rekstri félagsins í
heild hafi verið jákvæð og tekjur umfram gjöld
numið rúmri 1,4 milljón á rekstrarárinu. Væri tæp
1 milljón af þessum afkomubata tilkomin vegna
breyttra uppgjörsreglna, en reiknuð gjöld vegna
verðbreytinga væru ekki lengur reiknuð inn í fjár-
magnsliði í rekstrarreikningi. Að teknu tilliti til
fjármagnsliða hafi hagnaður skyldubundna hlut-
ans numið 1445 þúsund krónum en tap félags-
deildar rúmum 22 þúsund krónum. Framkvæmda-
stjórinn beindi síðan máli sínu að helstu breyt-
ingum á tekju- og gjaldaliðum og þeim rekstrar-
L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð
AÐALFUNDUR
LÖGMANNAFÉLAGS ÍSLANDS
Gunnar Jónsson
formaður LMFÍ í
ræðustól.