Lögmannablaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 6

Lögmannablaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 6
6 liðum sem tóku miklum breytingum eða kölluðu að öðru leyti á sérstaka umfjöllun, þar sem hann upplýsti m.a. að útistandandi árgjöld félagsins hefðu lækkað um 1,2 milljónir króna, sem aðal- lega mætti rekja til róttækra innheimtuaðgerða gagnvart skuldurunum. Tillaga stjórnar um hækkun árgjalds til Lögmannafélags Íslands Á aðalfundinum var samþykkt tillaga stjórnar um hækkun árgjalds til skyldubundna hlutans úr kr. 34.000 í kr. 37.000. Í greinargerð formanns með tilögunni benti hann á að félagið ætti að vera rekið réttu megin við núllið og taldi hæpið að óbreytt árgjald tryggði það. Fyrir lægi að kostn- aður vegna fasteignar og forsætisfundar norrænu lögmannafélaganna yrði talsverður á árinu, og að sú 3000 króna hækkun sem tillaga væri gerð um svaraði aðeins til tæplega helmings af vísitölu- hækkun þess tíma sem liðinn væri síðan árgjaldið var síðast hækkað. Kosningar. Gunnar Jónsson, hrl. gaf kost á sér til endur- kjörs til embættis formanns félagsins og var hann sjálfkjörinn í embættið. Auk Gunnars voru kjörnir í aðalstjórn til næstu tveggja ára, þau Ólafur Rafnsson, hdl. og Ragnheiður Bragadóttir, hdl., en auk þeirra sitja áfram í stjórn þeir Aðalsteinn Jón- asson, hrl., og Jóhannes Karl Sveinsson, hrl. Í þriggja manna varastjórn voru kjörin Gunnar Sturluson, hrl., Margrét Vala Kristjánsdóttir, hdl. og Jóhannes Albert Sævarsson, hrl. Gústaf Þór Tryggvason hrl. og Othar Örn Petersen hrl. voru kjörnir endurskoðendur og Þorbjörg I. Jónsdóttir, hdl., til vara. Í laganefnd voru kjörin Erlendur Gíslason, hrl., Ólafur Haraldsson, hrl., Jóhannes Rúnar Jóhannsson, hrl., Sif Konráðsdóttir, hrl. og Oddný Mjöll Arnardóttir, hdl. Í stjórn Námssjóðs, sem jafnframt gegnir störfum bókasafnsnefndar félagsins, voru þau Erla S. Árnadóttir, hrl., Jóhann Níelsson, hrl. og Eyvindur Gunnarsson, hdl., kos- inn til þriggja ára. Tillaga um breytingar á samþykktum félagsins Samþykkt var breyting á 10. gr. samþykkta félagsins með því að bæta nýjum málslið við 2. mgr. 10. gr. þeirra, sem er svohljóðandi: „Þeir sem hyggjast gefa kost á sér til setu í stjórn félagsins eða varastjórn skulu tilkynna það til stjórnar ekki síðar en 7 dögum fyrir aðalfund“. Önnur mál Undir liðnum önnur mál var eftirfarandi ályktun lögð fyrir fundinn og samþykkt: „Aðal- fundur Lögmannafélags Íslands, haldinn á Radis- son SAS Hótel Sögu, föstudaginn 21. mars 2003, felur stjórn félagsins að vinna tillögur að reglum um endurmenntunarskyldu lögmanna. Höfð verði hliðsjón af sambærilegum reglum nágrannaþjóða þar um og starfi CCBE að endurmenntunar- málum. Slíkar tillögur verði kynntar félags- mönnum á almennum félagsfundi og síðan bornar upp til samþykktar eða synjunar.“ Í máli formanns félagsins kom hann inn á að CCBE – samtök evrópskra lögmannafélaga – ynnu að samræmdum reglum um menntun og 2 / 2 0 0 3 Fundarmenn á aðalfundi 2003.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.