Lögmannablaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 18

Lögmannablaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 18
18 sækja mál um greiðslu skaðabóta eða standa að kröfumálum og samningagerð fyrir einstaklinga og smærri fyrirtæki. Mikill þorri smærri lög- mannsstofa og sjálfstætt starfandi lögmanna stundar slík lögmannsstörf. Þannig störf stundaði sá sem þetta ritar á stofu með sjö lögmönnum í Suður-Miamiborg, ekki ýkja langt frá Háskól- anum í Miami þar sem margir íslenskir lögmenn hafa stundað framhaldsnám. Aðstaðan er önnur fyrir þá lögmenn sem starfa mest við að reka mál fyrir alríkisdómstólum, hvort sem er einka- eða refsimál, því stór hluti fíkniefnamála heyrir undir alríkjalög eða lögsögu alríkisdómstóla. Yfirleitt fer mestur tími lögmanna sem sinna almennum málum fyrir fylkjadómstólum í rekstur mála fyrir dómi. Sá málarekstur er all flókinn og skiptist í mörg mismunandi stig en lengstum tíma er jafnan varið til gagnaöflunar og framlagningu gagna sem lið í ferli að ná sáttum í máli. Aðalmeð- ferð fyrir fylkjadómstólum, hvort sem er fyrir kviðdómi eða dómara í einkamálum, er dýr og áhættusöm. Því reyna báðir aðilar yfirleitt að komast hjá slíku. Við nánari skoðun kemur í ljós að tiltölulega fá mál ganga alla leið og sannarlega færri en fyrir dómstólum á Íslandi. Gagnaöflun felst einkum í því að hvor aðli fyrri sig leggur fram hinar ýmsu beiðnir (motions) fyrir dóminn þar sem beðið er um leyfi eða gerð krafa um framlagningu gagna af hálfu beggja aðila. Dómarinn hefur lítil afskipti af rekstri málsins nema sem úrskurðaraðili um hvort beiðanda sé heimilt eða gagnaðila skylt að leggja fram tiltekin gögn. Sá sem þetta ritar eyddi yfirleitt morgnunum, 2-3 daga í viku, í héraðsdómi Miami (í dómshúsinu við Flaglerstræti eða í dómshúsinu í Ft Lauderdale) í slíkar fyrirtökur. Oft fer eftir umfangi slíkrar fyrirtöku hvort hún er haldin í réttarsal eða á skrifstofu dómarans. Bíður þá jafnan hópur lögmanna fyrir utan að þeirra mál séu kölluð upp og verða því kynni milli þeirra sem að sjálfsögðu er af hinu góða. Yfirleitt fá lögmenn ekki meira en 5 mínútur til að flytja mál sitt fyrir dómarann sem úrskurðar á staðnum ef um minni- háttar beiðni er að ræða eða tekur sér frest þegar um er að ræða beiðni um frávísun eða styttri dóm (summary judgment) en slíkt réttarfarshagræði fyrirfinnst ekki í íslenskum lögum. Algengt er að lagðar séu fram frávísunarbeiðnir varðandi ein- staka kröfuliði, hvort sem um er að ræða stefnu- kröfur eða tilteknar varnarkröfur (affirmative defences). Eru lögmenn þá með uppkast af úrskurði eða dómi sem dómari annaðhvort undir- ritar og stimplar eða ekki, allt eftir ákvörðun hans. Enginn eðlismunur er á störfum lögmanna í Flórida og á Íslandi. Meginmunur er þó á rekstri dómsmála og beitingu réttarheimilda. Lögmenn í Flórida verða jafnan að eyða dágóðum tíma til undirbúnings fyrir mál með því að fletta upp í dómasöfnum, yfirlitsritum um dóma og kanna gildi tiltekinna dóma (Shepard´s), því ósjaldan hefur dómafordæmum verið snúið við eða nýir dómar fallið um tilteknar málsástæður. Þá er mikill munur varðandi endurmenntunar- kröfur lögmanna. Í Flórida er í gildi skyldubundin endurmenntun lögmanna sem felst í að nauðsyn- legt er að sækja tiltekin námskeið á ákveðnu tíma- bili, og vinna þar inn „kredit“, en vanræksla á að sinna endurmenntunarskyldu getur varðað rétt- indamissi. Þá eru í gildi reglur um lögmannsað- stoð við bágstadda sem er nokkuð sérstök fyrir Flórída. Það er svokallað „pro-bono“ kerfi sem í flestum tilvikum er ekki skyldubundið í öðrum fylkjum. Lögmenn geta borgað sig undan skyld- unni með tilteknu fjárframlagi, ef þeir treysta sér ekki til að taka að sér „pro bono“ mál, en þau mál sem undirritaður tók að sér reyndust hin athyglis- verðustu og oftar en ekki fékkst greidd þóknun frá gagnaðilanum í málinu, einkum þegar um bótamál var að ræða. Starf lögmannsins í Miami á því lítið skylt við þá fyrirmynd sem dregin er upp á skjánum í hinum viðburðarríku lögfræðiþáttum sem gjarnan sleppa því sem tiltekið var hér að framan sem kjarnanum í hinum hefðbundnu lög- mannsstörfum. 2 / 2 0 0 3 Ég er viss um að dulið atvinnuleysi meðal lög- manna er með því hæsta sem gerist! Alla veg- ana sækjast lögmenn mikið í önnur störf og virðast láta bjóða sér hvað sem er! Mér varð hugsað til þessa þegar úrslit kosninganna voru ljós en víst er að færri lögmenn komust að en vildu! Gróa Groa@leiti.is

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.