Lögmannablaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 13

Lögmannablaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 13
13L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð að verða að sjá til þess að þjónustan sem greitt er fyrir sé veitt. Það er fráleitt að aukinn málafjöldi hjá sýslumannsembættum leiði til aukinna tekna ríkissjóðs, en hann sjái ekki til þess að málunum sé sinnt innan eðlilegs frests. Ég leyfi mér að full- yrða að hugsun löggjafans hafi ekki verið sú að gjöldin væru vaxtalaus lán til ríkissjóðs. Það er kunnara en frá þurfi að segja að skuld- arar geta látið hjá líða að mæta við fjárnám í Reykjavík, án þess að það varði þá nokkru í raun. Sé fjárnámsboðun ekki sinnt er mál sent í lög- regluboðun. Þar hefur verklag því miður verið með þeim hætti að ekki er annað gert en senda kvaðningu og hringja í menn. Þetta vita þeir sem skuldseigastir eru og láta sér því fátt finnast um slíkar kvaðningar. Lögreglan hefur ekki einungis heimild að lögum til þess að handtaka menn og færa þá til sýslumanns vegna aðfarar, henni ber að gera það að boði sýslumanns. Þeirri skyldu hefur hins vegar ekki verið sinnt, ótrúlegt sem það er og óþolandi með öllu. Fulltrúar félagsins hafa rætt þetta við sýslumanninn í Reykjavík og fulltrúa dómsmálaráðuneytisins. Viðmælendur okkar voru sammála okkur um að vandamálið yrði að leysa og vonandi tekst það. Þá hefur Hæstiréttur einnig lagst á sveif með þeim sem vandamálið vilja leysa, en í nýlegum dómi (90/2003) undirstrikaði hann skyldu lögreglu til þess verða við boði sýslumanns um að færa menn, sem ekki sinntu kvaðningu, fyrir sýslumann. Vonandi heyrir þetta vandamál senn sögunni til. Ég óska lögmönnum gleðilegs sumars og lækk- andi forgjafar. Meira af fótbolta… Eins og fram kemur á bls 10 sigraði Reynsla og léttleiki meistaramót LMFÍ í knattleik innanhúss. Vegna þrábeiðni liðanna sem lentu í öðru og þriðja sæti eru hér með birtar af þeim myndir. Mörkin varð að sjá á eftir gullinu en fékk silfrið. Liðið brosti engu að síður í gegnum tárin til ljósmyndarans, enda er málið að vera með! Grínarafélaginu fannst ekkert fyndið við að verma þriðja sætið.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.