Lögmannablaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 24

Lögmannablaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 24
24 Nýverið gerðist Ísland aðili aðSOLVIT- úrlausnarneti Evrópu- sambandsins sem varðar framkvæmd á reglum innri markaðar Evrópusam- bandsins. Úrlausnarnetinu var hleypt af stokkunum hinn 22. júlí sl. en sakir aðildar EFTA-ríkjanna, Íslands, Liechtenstein og Noregs, að EES- samningnum og þar með innri markaði Evrópusambandsins eru þau þátttak- endur í SOLVIT. Til hagsbóta fólki og fyrir- tækjum sem býr eða starfar í öðru EES-ríki Markmiðið með SOLVIT er að yfir- stíga hvers kyns hindranir í vegi fjór- frelsis innri markaðarins á skjótan og greiðan hátt. Slíkar hindranir geta m.a. stafað af ófullkominni innleiðingu á reglum innri markaðarins eða því að stjórnvöld beita þeim ekki á réttan hátt, oft vegna vanþekkingar starfsmanna sinna. Þá er SOLVIT einungis ætlað að leysa mál sem ná yfir landa- mæri, þ.e. að þau varði fleiri en eitt ríki. Þannig á SOLVIT að auðvelda fólki og fyrirtækjum, sem býr eða starfar í öðru EES-ríki, að sækja rétt sinn svo og greiða fyrir samskiptum við stjórnvöld í því ríki. Með því að gera þeim kleift að bera fram kvartanir, telji þau viðkomandi stjórnvöld ekki fara að reglum innri markaðarins, má einnig kalla fram í dagsljósið algengustu umkvörtunarefnin en framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur um skeið leitað leiða til þess. Þar eð löggjöf um innri markaðinn er mjög umfangsmikil geta kvartanir, sem beint er til SOLVIT, varðað fjölda málaflokka. Þeirra á meðal eru reglur um viðurkenningu starfsréttinda, almannatryggingar, vernd persónuupplýsinga, skráning vélknúinna ökutækja, atvinnuréttindi, markaðsaðgengi vöru og þjónustu, opinber inn- kaup, réttur til eigin atvinnustarfsemi, frjálsir fjár- magnsflutningar og aðgangur að menntun. Hvernig starfar SOLVIT? Úrlausnarnetið byggist á sér- stökum gagnagrunni sem fram- kvæmdastjórn ESB hefur sett upp á Netinu og tengir saman SOLVIT- stöðvar sem komið hefur verið á fót í öllum EES-ríkjunum, þ.e. aðildar- ríkjum ESB ásamt EFTA-ríkjunum innan EES. Þær eru oftast vistaðar í einhverju ráðuneyti viðkomandi ríkis, hér á landi í utanríkisráðuneytinu. Úrlausnarnetið virkar þannig að ein- staklingur eða fyrirtæki sem býr í öðru EES-ríki hefur samband við SOLVIT-stöð í heimalandi sínu, telji hann stjórn- vald í hinu ríkinu ekki fara að reglum innri mark- aðarins. SOLVIT-stöðin, sem tekur við kvörtun- inni, skráir málið í gagnagrunninn en áður en tekin er ákvörðun um það skal m.a. kanna máls- ástæður og hvort málarekstur ætti betur við. Ekki ætti að skrá mál í gagnagrunninn sé það rekið sem mál fyrir dómi eða hafi það verið tekið til úrskurðar. Sé tekin ákvörðun um að skrá mál í gagna- grunninn kemur það til kasta viðkomandi SOL- VIT-stöðvar í því ríki sem kvörtunin beinist gegn. Dæmi: Íslenskt fyrirtæki á í erfiðleikum með að markaðssetja vöru í Bretlandi. Það gæti þá sett sig í samband við SOLVIT-stöðina í íslenska utan- ríkisráðuneytinu, en úrlausn mála væri hjá SOL- VIT-stöð breskra stjórnvalda sem nú er í breska iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu. Breska SOL- VIT-stöðin hefur því næst viku til að staðfesta hvort hún sinnir málinu eða hafnar því. Ef svarið er jákvætt er erindið sent áfram til viðeigandi aðila innan bresku stjórnsýslunnar til afgreiðslu. Frestur til að leysa úr málum, sem beint er til SOLVIT-úrlausnarnetsins, er tiltölulega skammur, 2 / 2 0 0 3 SOLVIT Nýtt úrlausnarnet Evrópusambandsins Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir, lögfræðingur, starfar á viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.