Lögmannablaðið - 01.11.2008, Page 17

Lögmannablaðið - 01.11.2008, Page 17
LÖGMANNABLAÐIÐ – 3 / 2008 > 17 kennist af skóglendi, ökrum, vötnum og votlendi. Landbúnaður er nær eingöngu stundaður í héraðinu sem er mjög dreifbýlt. Stoppað var í Víðinesi við Winnipeg- vatn þar sem fyrstu landnemarnir tóku land 21. október 1875 og skoðaður minnisvarði um fyrsta íslenska barnið sem fæddist á Nýja- Íslandi daginn eftir. Bæjarnöfn og örnefni litu kunnuglega út og til dæmis ókum við fram hjá Grund, Hnausum, Kirkjubæ og Reynivöllum svo fátt eitt sé talið. Safnið „New Iceland Heritage Museum“ í Gimli var skoðað en þar er sýning um sögu og menningu íslensku land- nemanna. Sýningin er stórfróðleg og dregur vel fram erfitt líf land- nemanna fyrstu árin. Athyglisvert er að íslensku land- nemarnir fengu umtalsvert svigrúm til að setja sér eigin löggjöf sem þeir nefndu „Stjórnarskrá“ en kanadíska landstjórnin staðfesti síðar reglurnar. Raunar er réttarsaga héraðsins merkileg og áhugavert að kanna áhrif íslenskrar réttarskipunar þeirra tíma á regluverkið sem tekið var upp. Bæjarstjórinn í Gimli, Tammy Axelsson, er af íslenskum ættum og tók á móti hópnum á safninu en hún er jafnframt safnstjóri. Heklueyja Næst var haldið til Heklueyju sem er í vestanverðu Winnipegvatni. Eyjan var tengd fastalandinu með uppfyllingu um 1970 en þar er nú þjóðgarður og mikil ferðaþjónusta. Þar tók á móti hópnum Brynjólfur Sigurgeirsson eða Binni. Skoðuð var kirkja frá 1922 og kirkjugarður þar sem flest nöfnin á legsteinunum eru íslensk. Enn fremur hús í eigu fjölskyldu Binna sem hefur verið gert upp eins og það var á þriðja áratug síðustu aldar. Þá var skoðað minjasafn með vélum og tækjum sem notuð voru á Heklueyju á fyrri hluta tuttugustu aldar og um fisk- veiðarnar í Winnipegvatni. Á heimleið var komið við hjá Einari Vigfússyni og Rósalind konu hans en Einar sker út fugla í tré og málar sem eru mikil listaverk. Rósalind stjórnar barnakór sem syngur íslensk lög og var gaman og eftir- minnilegt að koma á heimili þeirra. Winnipeg Sunnudaginn 5. október voru Íslend inga slóðir í Winnipeg þrædd- ar. Auk Davíðs var Neil Bardal útfararstjóri og fyrrum ræðismaður Íslands leiðsögumaður. Leiðsögn þeirra var einstaklega skemmtileg og fróðleg, íslenskar rímur kveðnar og ættjarðarlög leikin. Neil sagði m.a. frá því hversu vel íslensku F.v. Sigurður Sigurjónsson, Þorsteinn Hilmarsson, gestur jónsson, Ragnar H. Hall og timothy Samson. Íslendingarnir komu að landi í Víðinesi 21.október 1875. ingimar ingason og guðrún margrét Hannesdóttir virða fyrir sér minnismerki um fyrsta íslenska barnið sem fæddist í nýlendunni daginn eftir komuna þangað. Einnig sést í david gislason og maríu guðnadóttur.

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.