Lögmannablaðið - 01.06.2010, Page 15

Lögmannablaðið - 01.06.2010, Page 15
LÖGMANNABLAÐIÐ – 2 / 2010 > 15 Á málstofu III fjölluðu Arnar Þór Jónsson, hdl. hjá Rétti og stunda- kennari við lagadeildir Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík, og Mikael M. Karlsson, prófessor í heimspeki við sagnfræði- og heim- spekideild Háskóla Íslands um réttarríkið, almennt og í ljósi hrun- sins. Bryndís Hlöðversdóttir, aðstoðar rektor og deildarforseti laga- deildar Háskólans á Bifröst, var stjórnandi. Fjallað var um það hvort réttaröryggi einstaklinga væri eini grunnþáttur réttarríkisins og hvort réttarríkis- hugsjónin togaði í tvær ólíkar áttir þegar mikið gengi á. Ræddu fram- sögumenn um hugmynda sögulegan bakgrunn réttarríkis hugtaksins og hvernig grunnhugmynd inni um samfélagssáttmálann hefði skotið upp kollinum á Íslandi í dag í tengslum við uppgjör þjóðarinnar við hrunið. Þá var í framsögum fjallað um kenningar um samfélagssáttmálann og um réttarríkis- hugtakið, sem oft hefði óskýra merk- ingu þegar það væri notað í almennri umræðu, rétt eins og hugtök á borð við „frelsi“ og „lýðræði“. Greindu fram- sögu menn hugtakið í tvo þætti, eftir því hvort rætt væri um form eða efni lag- anna. Í fyrra tilvikinu er átt við að stjórnvöld séu bundin af lögunum og lögin til þess fallin að hafa áhrif á hegðun manna þannig að þeir geti séð fyrir sér afleiðingar hegðunar sinnar. Í seinna tilvikinu er átt við efnislegt innihald laganna, þ.e að mönnum séu tryggð tiltekin efnis- leg réttindi, s.s. friðhelgi einkalífs og verndun eigna- réttar. Í þeim skilningi sé réttarríkið hugsjón sem ber að skoða með hliðsjón af mannréttindum og lýðræði. Í erindum framsögumanna og umræðum á eftir, var einnig rætt um ábyrgð almennings, lögmanna og lögfræðinga stéttarinnar á vexti og viðgangi réttarríkisins. Fjallað var um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis sem lið í uppgjöri þjóðarinnar við hrunið. Var m.a. rætt um nauðsyn þess að Íslend ingar settu sér nýjan sam- félags sáttmála með nýrri stjórnarskrá sem sett yrði á stjórnlagaþingi, en um það voru skiptar skoðanir á málstofunni hvort slíks væri yfirleitt þörf. Bryndís Hlöðversdóttir Réttarríkið á skrítnum tímum Lagadagur 2010 Lj ós m yn d : H H

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.