Lögmannablaðið - 01.06.2010, Side 16

Lögmannablaðið - 01.06.2010, Side 16
16 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 2 / 2010 Í málstofu IV um framtíðarskipan fjármálafyrirtækja var einblínt á framtíðina í stað þess að dvelja um of við fortíðina. Framsögumenn á málstofunni voru Gylfi Magnússon, efnahags- og við- skipta ráðherra, Kjartan Gunnarsson, skrifstofustjóri í efnahags- og viðskipta- ráðuneyti, Lilja Ólafsdóttir hdl. formaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins og Tanya Zharov, regluvörður og framkvæmdastjóri lögfræðisviðs hjá Auði Capital. Gylfi fjallaði á almennum nótum um hvernig stjórnvöld sæju fyrir sér framtíð fjármálafyrirtækja hér á landi. Kvaðst hann meðal annars telja að íslenska bankakerfið yrði í fram- tíðinni minna og einfaldara í sniðum en áður. Kjartan gerði grein fyrir þeim breytingum sem fyrirhugaðar eru á gildandi lögum um fjármálafyrirtæki samkvæmt frumvarpi sem lagt hafði verið fyrir Alþingi, þ.m.t. þau rök sem bjuggu að baki nýjum efnisreglum. Lilja ræddi næst um fjármálaeftirlit í framtíðinni og hvaða lærdóm mætti draga af fortíðinni. Síðast en ekki síst fjallaði Tanya um fjármálaeftirlit frá sjónarhóli eftirlitsskyldra aðila, þ.m.t. samvinnu og samskipti eftirlitsaðila og eftirlitsskyldra aðila. Framsögunum var þannig ætlað að spanna helstu við- fangs efni er tengjast framtíðarskipan fjármálafyrirtækja, þ.e. hina pólitísku stefnumörkun, regluverkið og fram- kvæmdina. Að framsögunum loknum voru almennar umræður þar sem gestum, sem voru fjölmargir, gafst kostur á að beina spurningum til framsögumanna og/eða velta upp áhugaverðum flötum á viðfangsefninu. Var ánægjulegt að þó nokkur fjöldi fundarmanna tók til máls og voru umræðurnar með líflegra móti. Meðal annars var gagnrýnin umfjöllun um lögskýringar þegar lagaákvæði á sviði fjármálalöggjafar eru annars vegar. Var það mat sumra að um of væri einblínt á þrönga textaskýringu í stað markmiðs- og tilgangsskýringar. Slíkt væri til þess fallið að standa virku og árangursríku fjármálaeftirliti fyrir þrifum. Nauðsynlegt væri að gera bragabót á en að öðrum kosti væri hætt við því að fjármálafyrirtæki gætu um of skákað í skjóli formsins á kostnað efnisins. Verður vafalítið áhugavert að fylgjast með þessu í framtíðinni og hvort viðhorfsbreytinga muni gæta. Stefán A. Svensson, hdl. Framtíðarskipan fjármálafyrirtækja F.v. Stefán A. Svensson, Gylfi Magnússon, Lilja Ólafsdóttir og Kjartan Gunnarsson. Lagadagur 2010 Lj ós m yn d : H H

x

Lögmannablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.