Lögmannablaðið - 01.06.2010, Page 18

Lögmannablaðið - 01.06.2010, Page 18
18 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 2 / 2010 Í málstofu VI um sjálfstæði lögmanna, réttindi og skyldur var fjallað um trúnaðarskyldu lögmanna og heimildir til húsleitar og hald- lagningar hjá lögmönnum við rann- sókn sakamála. Einnig var rætt um sjálfstæði lögmanna sem og rétt þeirra og skyldu til að láta ekki sam- sama sig hagmunum skjól stæðinga sinna. Framsögumaður var Eiríkur Tómas son, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, en í pallborðsumræðum tóku þátt Jóhannes Rúnar Jóhannsson, hrl. hjá JP lögmönnum og aðjúnkt við lagadeild Háskólans í Reykjavík og Helga Melkorka Óttarsdóttir, hdl hjá LOGOS lögmannsstofu og aðjúnkt við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Heimir Örn Herbertsson hrl. hjá LEX lög manns- stofu og aðjúnkt við lagadeild Háskólans í Reykjavík stjórnaði mál- stofunni. Eiríkur lagði út frá ákvæðum 1. og 3. gr. siðareglna LMFÍ sem fjalla um skyldur lögmanna til að efla rétt og hrinda órétti og mikilvægi þess fyrir lögmenn að vera óháðir í starfi. Það væri óheppilegt þegar þeir samsömuðu sig skjólstæð- ingunum en meginskylda þeirra væri þó að gæta trúnaðar gagnvart þeim. Lögmaður væri sjálfstæður sérfræðingur sem kæmi að máli, óháður umbjóð and- anum og hagsmunum hans. Mikilvægt væri fyrir hann að verða ekki of fjár- hags lega háður umbjóðandana og í of persónulegum samskiptum. Eiríkur kom einnig inn á hvernig lögmenn tjá sig í fjölmiðlum og ræddi um að sú skylda hvíldi á þeim að vera upplýsandi og taka þátt í umræðum í fjölmiðlum sem væri á villigötum. Líflegar umræður urðu á málstofunni þar sem ýmis sjónarmið komu fram. Meðal annars var rætt um að lögmenn bæru sína ábyrgð á efnahagshruninu sem starfsstétt og svo hitt sjónarmiðið að lögmenn vissu ekki alltaf markmið þeirra samninga sem þeir aðstoðuðu skjólstæðinga sína að gera. Rætt var um þann aðstöðumun sem væri á þeim sem hefðu efni á að greiða fyrir lögmannsaðstoð og þeim sem hefðu það ekki og það sjónarmið kom upp að efla þyrfti ákæruvaldið. Sjálfstæði lögmanna Helga Melkorka Óttarsdóttir tók þátt í pallborðsumræðum á málstofunni Lagadagur 2010 Lj ós m yn d : H H

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.