Lögmannablaðið - 01.06.2012, Side 8

Lögmannablaðið - 01.06.2012, Side 8
8 lögmannablaðið tbl 02/12 lAGADAGUr 2012 réttarstaða sakaðra manna Það var þéttsetinn bekkur á rökstólum um réttarstöðu sakaðra manna á lagadaginn enda hafa ýmis álitaefni varðandi t.d. rannsókn efnahagsbrotamála verið í deiglunni. Þátttakendur rökstólanna, þau Eiríkur tómasson hæstaréttardómari, Björn Þorvaldsson saksóknari hjá sérstökum saksóknara, Gestur Jóns son hrl. hjá mörkinni og Þórunn Guðmundsdóttir hrl. hjá Lex, ræddu þar um réttarstöðu sakborninga, aðgang að gögnum sem aflað hefur verið við rannsókn mála og málsmeðferðartíma í efnahagsbrotamálum með hliðsjón af réttindum sakborninga undir stjórn sigurðar tómasar magnússonar prófess ors við lagadeild Háskólans í reykjavík. meðal annars kom fram hjá verjendum í rökstólunum að þeir teldu allt of marga hafa fengið réttarstöðu sakbornings við rannsóknir á vegum embættis sérstaks saksóknara á meðan Björn Þorvaldsson kvað slíkar ákvarðanir vera teknar að vel athuguðu máli og Eiríkur tómasson lagði áherslu á að réttindi manna væru betur tryggð lögum samkvæmt með því að gefa þeim réttarstöðu sakbornings. Þórunn Guðmundsdóttir taldi að dómarar væru ekki nægilega gagnrýnir á rannsóknarbeiðnir lögreglu og vísaði til þess að símhlustunarbeiðnum væri aðeins hafnað í undantekningartilvikum. Gestur Jónsson taldi að aðgengi verjenda að rafrænum gögnum væri of þröngt og að það væri óviðunandi vinnuaðstæður fyrir verjendur að þurfa að dvelja langdvölum í húsnæði lögreglu til að yfirfara t.d. tölvupósta. slíkt væri brot á jafnræði aðila. Björn Þorvaldsson benti á að verjendur hefðu fullan aðgang að öllum þeim gögnum sem sakamál væru byggð á fyrir dómi og taldi að réttarstaða sakborninga væri vel tryggð með því að gefa verjendum kost á að skoða rafræn gögn í húsakynnum lögreglu. að lokum var fjallað um ákvörðun verjendaþóknunar í sakamálum með hliðsjón af réttarstöðu sakborninga eftir þær breytingar sem gerðar voru á grundvelli m.a. reglugerðar 715/2009 um tímagjald lögmanna við ákvörðun verjendaþóknunar, sbr. lög nr. 70/2009 og viðmiðunarreglna dómstólaráðs sem byggja á þessari reglugerð. Þórunn og Gestur töldu þessar reglur geta bitnað á réttaröryggi sakborninga þar sem tímagjald verjenda væri orðið svo lágt að hætt væri við að margir lögmenn, sem sinnt hefðu slíkum störfum, treystu sér ekki lengur til þess. Þátttakendur í rökstólum um réttarstöðu sakaðra manna f.v.: Þórunn guðmundsdóttir, gestur jónsson, eiríkur tómasson, björn Þorvaldsson og sigurður tómas magnússon. réttarstaða í óvígðri sambúð Á málstofu um réttarstöðu í óvígðri sambúð var velt upp þeirri spurningu hvort ástæða væri til að setja lög um óvígða sambúð á íslandi, með svipuðum hætti og til væri á norðurlöndum. Einnig var fjallað um vandamál sem kæmu upp við slit sambúðar og dóma sem hefðu fallið á réttarsviðinu. Framsöguerindi héldu Hrefna Friðriksdóttir, dósent við lagadeild Háskóla íslands, Lára v. Júlíusdóttir hrl. hjá LL3 lögmönnum og sigrún Landvall, hdl. í stokkhólmi. í panil sátu Jóhanna Gunnarsdóttir lögfræðingur í innanríkisráðuneytinu og Guðmundur Ágústsson hrl. en Haukur Guðmundsson hdl. hjá Lagastoðum stjórnaði málstofunni. Það sem athygli vakti í umræðum málstofunnar var sú þróun sem orðið hefur á réttarsviðinu varðandi fjárskipti við sambúðarslit þar sem í vaxandi mæli er miðað við opinbera skráningu á eignum við skipti í stað þess að horfa á eignamyndun á sambúðartíma. lagadagurinn 2012 málstofur og rökstólar fyrirlesarar og þátttakendur málstofu um réttarstöðu í óvígðri sambúð.

x

Lögmannablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.