Lögmannablaðið - 01.06.2012, Page 22
22 lögmannablaðið tbl 02/12
Af VettVAnGi félAGsins
aðalfundur lögmannafélags íslands 2012
aðalfundur lögmannafélags
íslands 2012 fór fram á hilton hótel
nordica miðvikudaginn 30. maí s.l.
tæplega 300 félagsmenn sóttu fundinn
að þessu sinni sem væntanlega má
þakka því að tveir lögmenn voru í kjöri
til formanns félagsins.
18 með árangurslaust
fjárnám og 27 í verulegum
vanskilum
Á fundinum flutti Brynjar níelsson, hrl.
og fráfarandi formaður félagsins, skýrslu
stjórnar og nefnda félagsins fyrir liðið
starfsár og minntist þriggja félagsmanna
sem féllu frá á árinu. Þá gerði ingimar
ingason, framkvæmdastjóri grein fyrir
reikningum og afkomu félagsins,
félagsdeildar og námssjóðs síðasta
rekstrarár. Framkvæmdastjóri gerði að
umtalsefni vaxandi vanskil lögmanna á
árgjöldum og upplýsti í því samhengi
að samkvæmt samantekt Lánstrausts
væru 18 félagsmenn í Lögmannafélaginu
með árangurslaust fjárnám á sér og aðrir
27 væri í verulegum vanskilum. væri
þessi staða verulegt áhyggjuefni fyrir
lögmannastéttina.
kosningar
Eins og fyrr segir voru tveir lögmenn í
kjöri til formanns félagsins, þau Jónas
Þór Guðmundsson, hrl. og Eva Bryndís
Helgadóttir, hrl. niðurstaða kosningar
var nokkuð afgerandi, en Jónas Þór hlaut
181 atkvæði eða 67,8%, en Eva Bryndís
86 atkvæði eða 32,2%. sjálfkjörið var í tvö
laus sæti í stjórn félagsins til tveggja ára
og taka þær Guðrún Björg Birgisdóttir,
hrl. og Guðrún Björk Bjarnadóttir,
hdl. sæti í stjórn. Áfram sitja í stjórn
félagsins þeir óskar sigurðsson, hrl. og
Borgar Þór Einarsson, hdl. Þá voru þau
Jóhannes rúnar Jóhannsson, hrl., karl
axelsson og Jóna Björk Helgadóttir, hdl.,
kjörin í varastjórn félagsins til eins árs.
í laganefnd félagsins voru kjörin þau
f.v. gunnar sturluson, brynjar níelsson, jónas Þór guðmundsson, borgar Þór einarsson,
ólafur eiríksson, óskar sigurðsson og ingimar ingason.
hátt á þriðja hundrað manns sótti aðalfund lmfí að þessu sinni.
dóra sif tynes, hdl. viðar Lúðvíksson,
hrl., Jón Elvar Guðmundsson, hdl., Jón
sigurðsson, hrl., sigurður Guðmundsson,
hdl., Guðrún sesselja arnardóttir, hrl.
og Grímur sigurðarson, hdl. Loks voru
Othar Örn Petersen, hrl. og Gústaf Þór
tryggvason, hrl., kjörnir skoðunarmenn
félagsins og Þorbjörg inga Jónsdóttir,
hrl., til vara.
samþykktir félagsins
auk framangreindra liða sem falla undir
venjuleg aðalfundarstörf var lögð fram
og samþykkt einróma tillaga stjórnar að
breytingum á samþykktum félagsins,
sem felast í því að gjalddagi árgjalda
er færður til 1. janúar ár hvert í stað
1. júní. sambærileg breyting á reglum
félagsdeildar var samþykkt á aðalfundi
hennar sem fram fór strax að loknum
fundi lögbundna hluta félagsins.
tillaga til stjórnar
undir dagskrárliðnum önnur mál
lagði ragnar aðalsteinsson, hrl., fram
eftirfarandi tillögu að bókun sem
samþykkt var eftir nokkrar umræður:
„aðal fundur LmFí 30. maí 2012 skorar
á stjórn félagsins að beita sér fyrir
endurskoðun laga nr. 77/1998 um
lögmenn í því skyni að auka sjálfstæði
lögmannastéttarinnar. Jafnframt beiti
stjórn félagsins sér fyrir lagabreytingum
sem tryggi trúnaðarsamband lögmanna
og skjólstæðinga þeirra, sérstaklega með
hliðsjón af niðurstöðu Hæstaréttar í máli
nr. 347/2012 frá 29. maí 2012.“
aðalfundur félagsdeildar
Á aðalfundi félagsdeildar var kosin
ný stjórn námsjóðs LmFí til þriggja
ára, en í henni sitja þau Erla s.
Árnadóttir, hrl., Þórólfur Jónsson, hdl.,
Eyvindur G. Gunnarsson, lektor og
Áslaug Árnadóttir, hdl., en auk þeirra
tekur sitjandi meðstjórnandi í stjórn
Lögmannafélagsins sæti í stjórn sjóðsins.
Ingimar Ingason.