Lögmannablaðið - 01.06.2012, Blaðsíða 28

Lögmannablaðið - 01.06.2012, Blaðsíða 28
28 lögmannablaðið tbl 02/12 Af VettVAnGi félAGsins AnnA lilJA HAllGrÍMsDóttir starf lögmanns leggur honum ýmsar skyldur á herðar, bæði sam kvæmt lögum um lögmenn nr. 77/1998 og siðareglum lögmanna. ein þeirra er að halda fjármunum skjólstæðinga skýrt aðgreindum frá eigin fé í samræmi við ákvæði reglna um fjárvörslu reikninga lögmanna. skyldan tekur til starfandi lögmanna, nema þeir hafi fengið undanþágu samkvæmt 1. mgr. 12. gr. laga um lögmenn. sérstakur viðskiptareikningur samkvæmt reglum um fjárvörslu reikninga lögmanna nr. 1192/2005 skal lögmaður færa sérstakan við skiptareikning í bókhaldi sínu, sem sýnir inneign umbjóðandans. Á reikninginn skal færa alla fjármuni sem lögmaðurinn tekur við til varðveislu en þó er ekki skylt að færa á reikning fé sem hann tekur við og skilar samdægurs. Lögmaður skal einnig færa sérstakan sameiginlegan viðskiptareikning, sem sýnir samanlagðar innistæður umbjóðenda hans. Fjárhæð, sem samsvarar stöðu reiknings í bókhaldi lögmanns, skal varðveitt á sérstökum bankareikningi í viðskiptabanka eða sparisjóði. Fjárvörslureikningar eru stofnaðir á nafni lögmanns og hann hefur ráðstöfunarheimild yfir þeim. Lögmaður er þó ekki réttmætur eigandi innistæðu á reikningi og því er hún ekki hæft andlag til aðfarargerða hjá honum eða grundvöllur trygginga fyrir viðskiptum. að sama skapi er lögmanni aðeins heimilt að hrófla við fé á fjárvörslureikningi að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. samanburður innistæðna Þá skal minna á að lögmanni ber á minnst þriggja mánaða fresti að bera saman og staðreyna að innistæða á fjárvörslureikningi samsvari bókfærðri stöðu fjárvörslureiknings í bókhaldi. Á sama hátt skal bera saman og staðreyna að samtala viðskiptareikninga umbjóðenda lögmanns samsvari stöðu fjárvörslureiknings í bókhaldi. komi í ljós að innistæða á fjárvörslureikningi er lægri en nemur heildarskuldbindingum lögmanns samkvæmt fjárvörslureikningi í bókhaldi hans, skal hann bæta úr því. Öll gögn sem sýna afstemmingu fjárvörslureiknings í banka, skal varðveita eins og önnur bókhaldsgögn. halda skal skrá um verðmætin sá lögmaður sem varðveitir og hefur umsýslu með verðbréfum umbjóðenda sinna eða hefur heimild til að ráðstafa slíkum bréfum, innistæðum á banka­ reikningum í eigu þriðja aðila, skal halda skrá um verðmætin. skyldan nær til verðbréfa og inn­ og útlánsreikninga hjá hvers kyns inn­ og útlánastofnunum. slík skrá skal vera nákvæm og sundurgreind, þar sem sannreynt er frá hverjum verðmætin koma og hver sé eigandi þeirra. verðmætin eru aðgreind frá eigin fé lögmanns. Fyrir 1. mars ár hvert skal lögmaður senda umbjóðendum sínum sem hann annast umsýslu fyrir skrá og upplýsingar um verðbréf og fjármunahreyfingar vegna þeirra. Gögnin skulu vera fyrir síðastliðið almanaksár og staðfest með dagsetningu og undirskrift lögmanns. Þessi gögn skal einnig varðveita eins og önnur bókhaldsgögn. eftirlit stjórn Lögmannafélag íslands hefur eftirlit með því að framangreindum reglum sé fylgt eftir. Eftirlitið felst í því að lögmaður skal fyrir 1. október ár hvert senda stjórn LmFí yfirlýsingu, staðfesta af löggiltum endurskoðanda, um að staða fjárvörslureiknings í banka þann 31. desember á umliðnu ári sé ekki lægri en staða vörslufjár samkvæmt bókhaldi. samtímis skal lögmaður senda stjórn LmFí samantekt og niðurstöður, staðfestar af löggiltum endurskoðanda. Hafa ber í huga að stjórn LmFí getur hvenær sem er krafist þess að lögmaður láti henni í té með fyrirvara, framangreinda yfirlýsingu og fylgigögn. Ef meðferð lögmanns á vörslufé er ábótavant eða ef hann brýtur á annan hátt í bága við reglur þessar, getur um fjárvörslureikninga lögmanna

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.