Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.12.2014, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 04.12.2014, Qupperneq 2
4. desember 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 VIÐSKIPTI „Ég átti nú von á að þeir myndu nú að minnsta kosti vilja ræða við mig,“ segir Hlynur Braga- son rútubílstjóri sem fær ekki heim- ild bæjaryfirvalda til að gera skipið Lagarfljótsorminn að veitingastað á Egilsstöðum. Núverandi eigandi Lagarfljóts- ormsins er Sævar Jónsson í vél- smiðjunni Stálstjörnunni á Seyðis- firði, sem eignaðist skipið eftir að rekstur þess komst í þrot síðast. Lagarfljótsormurinn fór fyrst á flot eystra sumarið 1999. Frá árinu 2011 hefur skipið verið uppi á landi ofan við Lagarfljóts- brúna. Sævar segist hafa ætlað að koma skipinu á flot aftur og verið kominn með öll leyfi en það hafi þá reynst skemmt. „Ég hafði ekki bolmagn til að klára það og minn banki sagðist þegar hafa tapað nógu á þessu appa- rati. Ég ákvað þá að finna einhvern annan til að taka við keflinu,“ segir Sævar. Hlynur Bragason er einn þeirra sem sýndu Lagarfljótsorminum áhuga. Hann spurðist fyrir um það hjá bæjaryfirvöldum Fljótsdalshér- aðs hvort hann gæti fengið lóð fyrir skipið í miðbæ Egilsstaða. Því hefur verið hafnað með vísun í skipulags- lög. „Meðlimir umhverfis- og fram- kvæmdanefndar voru að minnsta kosti ekki tilbúnir að samþykkja þetta erindi eins og það var lagt upp,“ segir Björn Ingimarsson bæj- arstjóri. „Ég á frekar von á að skip- ið verði fært, það er bara spurning hvert. En víst væri gaman ef það færi aftur á flot.“ Rekstur Lagarfljótsormsins hefur aldrei gengið vel frá því hann hóf siglingar á fljótinu. Hlynur Braga- son segist telja útséð með að rekst- urinn á fljótinu gangi. Sjálfur rekur hann rútubílafyrirtæki. „Mér datt í hug að þetta gæti verið heppilegt fyrir konuna mína en þeir blésu þetta bara út af borðinu,“ segir hann. Sævar segir að við sölu á skipinu hafi hann lagt áherslu á að það færi ekki úr héraðinu. Úr því Hlynur fái ekki undirtektir við sinni hugmynd geti það nú breyst enda hafi hann fengið tilboð frá aðila sem vilji fara með skipið af svæðinu. „Ég hélt að það væri meiri áhugi á Héraði fyrir Lagarfljótsorminum,“ segir Sævar. gar@frettabladid.is Lagarfljótsormurinn fastur á strandstað Veitingaferjan Lagarfljótsormurinn sem staðið hefur ónotuð á árbakkanum um árabil er ekki á leið í nýtt hlutverk sem rútubílstjóri ætlaði skipinu með því að gera það að veitingastað á Egilsstöðum. Skipulagsnefnd hafnar hugmyndinni. Ég hafði ekki bolmagn til að klára það og minn banki sagðist þegar hafa tapað nógu á þessu apparati. Sævar Jónsson, eigandi Lagarfljótsormsins. LAGARFLJÓTSORMURINN Skipið er 48 metra langt og tekur 110 manns í sæti. Það hóf siglingar á Lagarfljóti sumarið 1999. Meðlimir umhverfis- og framkvæmdanefndar voru að minnsta kosti ekki tilbúnir að samþykkja þetta erindi. Björn Ingimarsson bæjarstjóri. ÍÞRÓTTIR Stjórn Landssambands hestamannafélaga (LH) samþykkti í gær breytt staðarval á Landsmóti hestamanna 2016. Mótsstaðurinn verður færður frá Vindheimamelum að Hólum í Hjaltadal, en tillaga þess efnis var samþykkt á fundi LH í gær. Allir sjö stjórnarmenn LH skrifuðu undir tillöguna. Landsþing LH í október sprakk í loft upp. Stuttu fyrir þingið hafði stjórn LH slitið viðræðum við Gull- hyl sem átti að halda landsmót á Vindheimamelum. Taldi LH ekki forsvaranlegt að halda áfram við- ræðum við Gullhyl. Landsþing álykt- aði gegn stjórninni og taldi rétt að halda áfram viðræðum við Gullhyl og klára samning til þess að halda landsmót að Vindheimamelum. Stjórn landssambandsins ákvað því að hálfu að verða við ályktun landsþingsins um að semja við Gull- hyl um að halda landsmót árið 2016, með þeirri breytingu að færa mótið heim að Hólum í Hjaltadal. Lands- mót var síðast haldið þar árið 1966. - sa Stjórn Landssambands hestamannafélaga vill semja við Skagfirðinga: Finna landsmóti stað að Hólum LANDSMÓT HESTAMANNA Halda á landsmót á Hólum í fyrsta skipti í fimmtíu ár. SAMFÉLAGSMÁL Í gær, á alþjóðadegi fatlaðra, afhenti Eygló Harðar- dóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, Múrbrjóta Þroskahjálpar. Múrbrjóturinn er viðurkenning til þeirra sem hafa stuðlað að því að brjóta niður múra sem oft umlykja líf fatlaðs fólks. Fjórir aðilar tóku á móti viðurkenningunni. Mæðgurnar Embla Guð- rúnar- og Ágústsdóttir og Guðrún Hjartardóttir voru heiðraðar sem og Stígamót. Birna Guðrún Baldursdóttir tók á móti verðlaununum við sérstaka athöfn á Akureyri. - jóe Þroskahjálp verðlaunaði frumkvöðla á alþjóðadegi fatlaðra: Fjórir tóku á móti Múrbrjótnum VIÐURKENNING Verðlaunahafarnir, að einum undanskildum, ásamt félagsmálaráð- herra við afhendinguna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ÞINGEYJARSVEIT Líklegast er að skólastarf í Þingeyjarsveit verði sameinað á einum stað, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Boðað hefur verið til aukasveitarstjórnar- fundar um skólamál klukkan eitt í dag. Mikill hiti er í íbúum vegna skólamála. Skýrslur sem hafa verið skrifaðar sýna að kostnaður við tví- skipt skólahald er sveitarfélaginu mjög þungur. Bæði fjárhagsleg og fagleg rök hnígi að því að færa skólahald undir eitt þak. - sa Skóli ræddur á aukafundi: Skólastarf flutt undir eitt þak VELFERÐARMÁL Samkvæmt nýju frumvarpi félagsmálaráðherra fá sveitarfélögin skýrari heimild til að skilyrða eða skerða fjárhags- aðstoð til fólks sem telst vinnu- fært. Markmið frumvarpsins er að koma í veg fyrir að langvar- andi atvinnuleysi leiði til óvinnu- færni. Fjöldi þeirra sem þiggja fjár- hagslega aðstoð hjá sveitarfé- lögum hefur tvöfaldast frá árinu 2007. Elín Sigurðardóttir, formað- ur velferðarráðs Reykjavíkurborg- ar, segir hættulegt ef verið sé að auka heimildir til skerðinga til að bregðast við því. „Skerðingar leysa ekki vanda fólks sem er félagslega og fjár- hagslega í vanda statt.“ - þká Rýmri heimild sveitarfélaga: Mega skilyrða fjárhagsaðstoð EVRÓPUSAMBANDIÐ Eitt fyrsta verk Donalds Tusk í embætti forseta ráðs ESB var að hringja til Kína að spjalla við Xi Jinping for- seta. Að loknu símtalinu sendi hann frá sér til- kynningu þar sem hann sagðist leggja áherslu á að styrkja tengsl- in við Kína. Það muni gagnast bæði Evrópusam- bandinu, Kína og heiminum öllum. Þá sagðist hann hafa rætt sér- staklega mikilvægi þess að landa- mæri ríkja standi óbreytt, „sem er sérstaklega mikilvægt í tengslum við Úkraínu“. - gb Byrjaði á að hringja til Kína: Tusk hringdi í Xi Jingping DONALD TUSK EFNAHAGSMÁL Fjármálaráðherra hefur veitt skatt- rannsóknarstjóra heimild til að kaupa gögn um Íslend- inga sem eiga aflandsfélög í skattaskjólum. Þetta er þó háð því skilyrði að kaupverðið verði ekki hærra en tiltekið hlutfall þeirra fjármuna sem tekst að endur- heimta með þessum hætti. „Við í ráðuneytinu höfum ekki upplýsingar um það hver á í hlut hér, þau samskipti eru öll beint við skatt- rannsóknarstjóra,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra um seljendur upplýsinganna, sem ekki er vitað hverjir eru. „Það hefur þó komið fram að þessir aðilar bjóða gögnin fram meðal annars á þeirri forsendu að greiðsla verði einungis innt af hendi ef skattheimta verður niðurstaðan af upplýsingagjöfinni.“ Ráðherra hefur einnig skipað starfshóp til að kanna hvort setja eigi svokölluð „amnesty“-ákvæði í íslensk skattalög. Slík ákvæði fela í sér að samið er um að menn sleppi við refsingu geri þeir sín mál upp aftur í tímann. Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og skatta- nefndar Alþingis, fagnar ákvörðun fjármálaráðherra. „Ég hef verið að meta í hugarreikningi, að ef Íslend- ingar hafa verið álíka duglegir og nágrannaþjóðir okkar, þá gætu þetta verið fimm til fimmtán millj- arðar sem gætu hugsanlega skilað sér í svona átaki,“ segir Frosti. - þká Skattrannsóknarstjóra veitt heimild til að kaupa upplýsingar um skattaskjól: Átakið gæti skilað milljörðum HÖFUÐSTÖÐVAR SKATTRANNSÓKNARSTJÓRA Embættinu hefur verið veitt heimild til að kaupa gögn um Íslendinga sem eiga aflandsfélög. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓRBJARNI BENEDIKTSSON SPURNING DAGSINS Mikið úrval vandaðra útisería fyrir fyrirtæki, húsfélög og heimili VELDU SEM END AST OG ÞÚ SPARA R JÓLAL JÓS Opið kl. 11 - 18 virka daga Opið kl. 11 - 16 laugardaga Ómar, verða menn ekki á nálum af þessari olíu? „Nei, en þeir komast í jólaskap.“ Kokkarnir Ómar Stefánsson og Jónas Oddur Björnsson í Hannesarholti hafa gert olíu úr greni sem meðal annars á að bragðbæta ís.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.