Fréttablaðið - 04.12.2014, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 04.12.2014, Blaðsíða 12
4. desember 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | Þrátt fyrir það yfirlýsta mark- mið íslenskra stjórnvalda að vera leiðandi í málefnum hafsins og fyrirmynd annarra þjóða í mála- flokknum, þá á Ísland ekki aðild að fjölmörgum alþjóðasamningum er varða varnir gegn mengun sjávar frá skipum. Miklir fjárhagslegir hagsmunir fyrir Ísland geta verið í húfi, sem annars væru tryggðir með fullri aðild þess alþjóðasamstarfs sem samningarnir fela í sér. Ekkert annað virðist í vegi þess að þessum málum sé komið í sæmandi horf en sá kostnaður sem það útheimtir. Rauði þráðurinn Ríkisendurskoðun hefur sent frá sér skýrslu til Alþingis þar sem er fjallað um aðild Íslands að, og fram- kvæmd á, alþjóðlegum samningum um varnir gegn mengun sjávar frá skipum. Rauði þráður skýrslunnar er sá að íslensk stjórnvöld þurfa að tryggja betur en nú að breyt- ingar á alþjóðlegum samningum um verndun hafs gegn mengun frá skipum skili sér inn í íslenskan rétt. Þá þurfa stjórnvöld að vinna skipu- lega að því að staðfesta alþjóðlega samninga á þessu sviði sem ekki hafa verið staðfestir en hafa þýð- ingu fyrir íslenska hagsmuni. Enn fremur þurfa stjórnvöld að tryggja öflugt eftirlit með framkvæmd samninganna. Forysta Íslands Íslensk stjórnvöld hafa um ára- bil haft að markmiði að gegna for- ystuhlutverki í málefnum hafsins, enda um eina mikilvægustu auð- lind Íslands að ræða. Sú staðreynd liggur hins vegar fyrir að tíu alþjóð- legir samningar, viðbætur og bók- anir sem tengjast Alþjóðasiglinga- málastofnuninni (IMO) og fjalla um varnir gegn mengun frá skipum hafa ekki verið staðfestir. Ríkisendurskoðun hvetur umhverfis- og auðlindaráðuneyt- ið til að greina mögulegar hættur vegna þessa og ekki síður að Ísland framfylgir ekki þeim alþjóðasamn- ingum sem þó hafa verið staðfestir. „Hvort tveggja eykur m.a. hættu á að eftirliti með mengun sjávar frá skipum sé ábótavant. Þótt aðild að alþjóðasamningum krefjist fjár- magns og mannafla felast einnig í henni tækifæri til að vera leiðandi í alþjóðasamstarfi um málefni hafs- ins og vera öðrum þjóðum fyrir- mynd í umgengni við hafið, eins og yfirlýst stefna stjórnvalda kveður á um en hingað til verður ekki séð að það hafi náð fram að ganga,“ segir Ríkisendurskoðun. Villur í lögum og reglum Við lestur skýrslunnar virðist hvað alvarlegast að Ísland framfylgir ekki samningum sem þegar hafa verið staðfestir. Umræddir samn- ingar eru í stöðugri endurskoðun, og hafa margir breyst mjög mikið í gegnum árin. Þessar breytingar skila sér ekki inn í íslenskan rétt og tilvísanir íslenskra laga og reglna í þessa sömu samninga eru að hluta beinlínis rangar. Ímynd Íslands Strax árið 2007 forgangsraðaði Umhverfisstofnun óstaðfestum alþjóðasamningum eftir mikil- vægi og óskaði eftir að ráðuneytið upplýsti hvort og þá hvernig ætti að hefja undirbúning að staðfest- ingu þeirra. Því erindi var aldrei svarað. Þýðing þessa er einfaldlega sú að ekki liggur fyrir mat á því hversu mikilvægt er fyrir Ísland að stað- festa einstaka samninga. Í svari ráðuneytisins við athugasemdum Ríkisendurskoðunar segir að stefnt sé að því að samþykkja tvo viðauka Marpol-samningsins, sem IMO telur reyndar meðal mikilvægustu alþjóðasamninga á þessu sviði. Í samhengi má nefna hér að Ísland uppfyllir þessa, og fleiri óstaðfesta samninga nú þegar að stórum hluta í gegnum tilskipanir Evrópusambandsins. Það hefur þó ekkert gildi á alþjóðavettvangi þar sem þeir hafa ekki verið staðfestir. Ímynd Íslands hvað þetta varðar er því lakari en hún þyrfti að vera. Hvað aðra samninga varðar segir í svari ráðuneytisins að ekki hafi verið lögð mikil áhersla á að staðfesta nýja samninga sem tengj- ast vörnum gegn mengun sjávar frá skipum á undanförnum árum. „Ástæðan er fyrst og fremst sú að ráðuneytinu er kunnugt um að erf- itt hefur verið að sinna sem skyldi þeim samningum sem þegar hafa verið fullgiltir á þessu sviði og því hafa vaknað spurningar um hversu gagnlegt það sé að staðfesta enn fleiri samninga, sem litlar líkur séu á að hægt sé að sinna vel.“ Við þetta er að bæta að í svari ráðuneytisins segir að þátttaka í alþjóðlegu samstarfi hefur verið skorin niður á undanförnum árum „og fyrirséð að halda þarf áfram á þeirri braut að óbreyttu. Það er því ljóst að ráðuneytinu er þröngur stakkur skorinn í þessum efnum […]“, segir í svarinu. Alþingi illa, eða ekki, upplýst Alþjóðastarf um varnir gegn mengun sjávar er á ábyrgð Umhverfisstofnunar, þó ábyrgð á framfylgd samninga sé á endanum ráðuneytisins. Í fljótu bragði verð- ur þó ekki annað séð en Umhverf- isstofnun hafi teygt sig frekar langt til þess að rækja þetta lög- bundna hlutverk sitt. Síendurtekn- um beiðnum hefur verið beint til fjárveitingavaldsins um fram- lög til þessara verka en hvergi er hægt að finna þeim stað í fjárlög- um um langt árabil. Þar sem þess- ar beiðnir skila sér ekki í fjárlaga- frumvarp hvers árs má líka halda því fram að Alþingi sé illa eða ekki upplýst um þessa stöðu mála. Ríkisendurskoðun rekur þessa sögu umleitana Umhverfisstofnun- ar af nokkurri nákvæmni í skýrsl- unni og ekki er um háar upphæð- ir að ræða. Ráðuneytið ber af sér blak með því að segja í sínum skýringum að tekið hafi verið, í sumum tilvikum, undir fjárlaga- beiðnir stofnunarinnar um styrk- ingu starfs á þessu sviði, en þær ekki skilað sér í fjárlög. Eftir stendur sú staðreynd að innan Umhverfisstofnunar eru aðeins þrír sérfræðingar sem sinna mál- efnum hafsins og umsýslu allra alþjóðasamninga sem tengjast þessu risavaxna umhverfismáli. Virðum ekki skuldbindingar okkar Ísland er hvergi nærri því að vera leiðandi í málefnum hafsins – öfugt við fullyrðingar stjórnvalda. Ísland á ekki aðild að fjölmörgum alþjóðasamningum er varða mengun frá skipum og framfylgir ekki öðrum sem hafa verið staðfestir. Tilvísanir í íslenskum lögum eru rangar. ● Ársyfirlit Landhelgisgæslunnar sýnir að yfir 300 skip eru á sjó kringum Ísland á degi hverjum, og árið 2013 tilkynntu 2.539 flutningaskip komu sína til hafnar hér við land. ● Mengun sem rekja má til skipa kemur einkum til vegna slysa, mengandi búnaðar þeirra og losunar á úrgangs- efnum í hafið. Þessi mengunarefni eru mishættuleg fyrir lífríkið. Olía og efni unnin úr henni valda mestum umhverfisáhrifum, en önnur efni sem flutt eru sjóleiðis eru mörg hver mun skaðlegri umhverfinu. Sum þeirra safnast upp í fæðukeðjunni með þeim afleiðingum að þau ógna heilsu manna. Önnur gera fisk óhæfan til neyslu. Efnamengun breytir efnasamsetningu hafsins sem hefur áhrif á veiðar, loftslag og veðurfar. Alþjóð- legt samstarf er því afar mikilvægt og vægi alþjóðlegra samninga um vernd hafsins mikið. ÞÚSUNDIR FLUTNINGASKIPA KOMA TIL HAFNAR Á ÁRI HVERJU M YN D /G U N N AR H LYN U R Ó SKARSSO N ALMA Í TOGI Hoffell SU 80 tók flutninga- skipið Ölmu í tog árið 2011 eftir að það varð stjórnlaust úti fyrir Höfn í Hornafirði. Svavar Hávarðsson svavar@frettabladid.is Ríkisendurskoðun telur mikilvægt að Ísland standi að fullu við þær alþjóðlegu skuldbindingar sem það hefur undirgengist um varnir gegn mengun sjávar frá skipum. Ísland hefur heldur ekki staðfest fimm aðra samninga á þessu sviði, þ.e. um einkaréttarlega ábyrgð vegna mengunar frá olíu í eldsneytis- tönkum skipa, um skipsflök, um takmörkun á notkun gróður- hindrandi efna og/eða búnaðar á skipum, um takmörkun á los- un kjölfestuvatns og um ábyrgð og bótaskyldu í tengslum við flutning hættulegra efna og eiturefna sjóleiðis. Loks hefur Ísland ekki stað- fest þrjár bókanir við samninga sem það á aðild að. Aðild að þessum samningum er t.d. mikilvæg til að lágmarka hættu á að mengandi efni eða skaðlegar líf- verur berist milli hafsvæða. Það getur haft neikvæð áhrif á atvinnulíf landa og ímynd þeirra ef þau fram- fylgja ekki þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem þau hafa undirgengist á sviði um- hverfismála. Einnig getur ríki orðið bótaskylt sé skip frá því kyrrsett í öðru ríki vegna þess að það uppfyllir ekki ákvæði staðfestra alþjóðasamninga. Þá getur skapast óvissa um viðbrögð ef skipsskaði eða mengunaróhapp verður í lög- sögu ríkja en með aðild að alþjóðasamningum tryggja þau sér rétt til íhlutunar og aðstoðar annarra aðildarríkja. Ríki geta þó lent í erfið- leikum ef þau uppfylla ekki staðfesta samninga og það skaðað ímynd þeirra á al- þjóðavettvangi. Varnir þeirra gegn mengun frá skipum eru t.d. veikari en ella og skip þeirra geta mætt hindrunum í höfnum annarra aðildarríkja, s.s. vegna óvottaðs mengun- arvarnabúnaðar. Kurteisislega orðuð skammarræða Desemberuppbót félagsmanna VR í fullu starfi er núna 73.600 kr. og á að greiðast ekki seinna en 15. desember. VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | SÍMI 510 1700 | WWW.VR.IS Hvenær kemur desemberuppbótin? Virðing, réttlæti og gleðilega hátíð! ASKÝRING | 12 ÍSLAND OG ALÞJÓÐLEGIR SAMNINGAR UM VARNIR GEGN MENGUN SJÁVAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.