Fréttablaðið - 04.12.2014, Page 34

Fréttablaðið - 04.12.2014, Page 34
4. desember 2014 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 34 Oft heyrir maður því haldið fram að Vatns- mýrin sé í miðbæ Reykja- víkur. Ég hef áhuga á að skoða hér hvort þetta sé rétt fullyrðing. Hún kemur kannski til af því að flest fólk höfuðborgar- svæðisins býr í úthverf- um og er eðlislægt að skil- greina borg út frá eigin (bíla) umhverfi. Ég gerði þetta sjálfur þar sem ég er alinn upp í Hvassaleiti – ágætu dæmi um úthverfaskipulag, sem er ekki í miðbænum. Miðbær og úthverfaskipulag eru ólíkir hlutir. Við nánari skoðun á byggðarmynstri sést vel að eiginlegt miðbæjar- skipulag er í raun í kvos- inni og upp Laugaveginn og í nærliggjandi götum, s.s. Skólavörðustíg og ýmsum hlutum Vestur- bæjar. Þau eru mörg millisvæðin en ég set hér fram smá útskýringar- mynd (MYND 1) til að sýna ílanga legu sjálfs miðbæjarins. Áhugaverðast finnst mér að skoða (labba eða hjóla) leiðina sem tengir Lækjartorg við Hlemm annars vegar og svo leiðina Lækj- artorg að BSÍ hins vegar. Önnur leiðin er borgarskipulag, þar sem fjölbreytileiki, smágerð byggð og þétt er alla leið. Mikið er af fólki á ferð í erindagjörðum og stærðargráður byggðar, almennt séð, eru viðeigandi, mótar skýr- ar borgargötumyndir og viðheld- ur þjónustu við gangstétt og þar fram eftir götum. Þessi leið teng- ir saman borgarhluta með gang- vænni þéttri blandaðri byggð. Hún endar einnig í grófum drátt- um þar sem við tekur úthverfa- skipulag eftirstríðsáranna austur fyrir og upp um fyrrum sveitir. „Ég lít til að mynda þannig á að austan Rauðarárstígs sé Reykja- vík varla eiginleg borg heldur meira og minna slitrótt samansafn úthverfa.“ (Ó.Þ. Mbl. 21.12.1997) Lækjartorg-BSÍ Hin leiðin, sem liggur í grófum dráttum að BSÍ, liggur fyrst í gegnum borgarskipulag öðrum megin götunnar, þ.e. Lækjar- götu. Þá tekur við Tjörnin og svo Sóleyjargata þar sem er garður öðrum megin og tiltölulega dreift skipulag húsa austan megin götu. Byggðamynstur er í grófum drátt- um áþekkt Hlíðunum eða á Melun- um. Lítil sem engin þjónusta eða búðir eru á þessari leið, en Hljóm- skálagarður og Tjörnin gegna sínu ágæta hlutverki að vera and- svar borgarbyggðar. Þegar komið er að BSÍ blasir við nýlega útfært en berangurslegt svæði sem hefur í raun lítið sem ekkert með mið- borg að gera, en er meira skylt kappakstursbrautum og bílastæða- flæmum og þjónustu við bíla fram yfir gangandi, en sinnir þó hjól- andi að einhverju leyti. Svipuð vegalengd En þegar göngu okkar lýkur við Hlemm eða BSÍ getum við mælt leiðirnar og borið saman vega- lengdina. Í ljós kemur að Lækjar- torg-Hlemmur eru 1,2 km í ríku- legu borgarumhverfi. Leiðin að BSÍ er afar ólík og alls ekki „miðbær“ nema á takmörkuð- um kafla þ.e. fyrstu 250 metrana næst Lækjartorgi. Þessi leið, sem er nærri jafnlöng öllum miðbæjar- kjarnanum er einnig um 1,2 km, en liggur beint í burtu frá miðbænum sem er mjór og ílangur. Þrjár aðrar mögulegar tengingar eru frá miðbænum í Vatnsmýrina. Ein er Njarðargata. Hún er með ansi laglegri þéttri húsabyggð efst á Skólavörðuholtinu, enda prýði Reykjavíkur á póstkortum. En brött er hún að fara sem bein teng- ing og vegna legu landsins ekki aðgengilegasta leiðin í miðbæinn. Barónsstígur er önnur möguleg tenging sem vert er að skoða – mið- borgarumhverfið sem slíkt er að mestu norðan við Sundhöllina og/ eða Austurbæjarskólann. Fjórða tengingin er Snorra- braut. Þegar ég sleit barnskónum tengdist hún með hringtorgi við Miklubraut og þaðan beint ofan í Vatnsmýri. Í dag liggur Snorra- braut beint í hraðbrautarslaufu og þá upp á Bústaðaveg. Þessi mannvirki koma í veg fyrir við- burðaríka beina gangandi borgar- tengingu frá Vatnsmýri yfir á mið- bæjarsvæðið sem við Snorrabraut má segja að sé í og fyrir norðan Mjólkursamsöluna gömlu og Aust- urbæjarbíó. Niðurstaða Með þessari samantekt er ég að sýna fram á að Vatnsmýrin er ekki í miðbæ Reykjavíkur og byggð þar yrði sem sagt ekki í miðbæ Reykjavíkur. Ég dreg af ofangreindu þá ályktun að full- yrðingin sé beinlínis röng. Bæði er töluverður spotti að miðbæn- um (1,1-2 km) og ýmsar hindranir landfræðilegar og í formi mann- virkja, sem ekki styðja þessa teg- und borgartengingar. Ég fæ ekki séð að hægt sé að tengja saman Vatnsmýrina og miðbæinn með „borgargötum“ nema til komi niðurrif á bæði nýlegum mann- virkjum og róttækum en vel ígrunduðum breytingum á göml- um grónum hverfum. Hins vegar mætti vel færa rök fyrir því að Vatnsmýrin yrði í úthverfaklasa Reykjavíkur, rétt eins og Hlíð- arnar og Melahverfin sitt hvorum megin við svæðið. Er Vatnsmýrin í miðbæ Reykjavíkur? Senn koma jólin. Þau hafa mismunandi merkingu fyrir okkur öll og reynsla okkar af undirbúningi þeirra er misjöfn. Þær til- finningar sem við tengj- um við jólin markast af ýmsum þáttum s.s. upp- eldi okkar, væntingum annarra til okkar á þess- um tíma og því miður, fjárhag. Jólin hafa í vaxandi mæli verið klædd í stór- kostlegan búning markaðssetn- ingar. Verslanir fara lúmskar leiðir til að hafa áhrif á viðhorf okkar á því hvað sé „tilvalin“ jólagjöf. Bæklingar streyma inn á heimili okkar og undir fyrir- sögninni „Jólagjöfin í ár“ eru fal- leg verðmerkt húsgögn og fatn- aður, sem ein og sér kosta tugi þúsunda króna. Ekki má gleyma börnunum, sem fá sinn eigin dóta- bækling með völdum leikföngum á verðbili sem kaupmenn telja hæfa jólagjöfum. Þar að auki hafa líkamsrækt- arstöðvarnar nýtt þessa hátíð í markaðssetningu. Úrvalið er fjöl- breytt: bæði er hægt að skrá sig í átaksnámskeið fyrir jólin til að fyrirbyggja jólakíló- in eða komast í jólakjól- inn og síðan eru sérstök námskeið til að koma sér í form eftir jólin. Og ekki má gleyma jólahreingerningunni. Hver veit hvaðan hún kom. Jesúbarnið fæddist í fjárhúsi og enginn var að stressa sig á að allt væri tipp topp og hreint á þeirri stundu. Það er því engin furða að þessi árstími valdi landsmönnum áhyggjum, samviskubiti og/eða streitu. Hamingjan Í öllu þessu jólaáreiti er því nauðsynlegt að loka augunum um stund og hugsa um hvað það er sem veitir okkur raunveru- lega hamingju. Því hamingjan er ekki eitthvað sem gerist án okkar fyrirhafnar, heldur þurfum við markvisst að rækta það sem færir okkur hana. Rannsóknir hafa sýnt að pen- ingaeyðsla í hluti eykur ekki ham- ingju okkar, heldur eyðsla í eitt- hvað sem felur í sér upplifun eða samveru, t.d. að fara á tónleika, út að borða eða að rækta áhugamálin sín. Dýrir jólapakkar eru því ekki uppskriftin að jólagleði okkar eða barna okkar; heldur skemmtileg- ar samverustundir með þeim sem við elskum. Rannsóknir hafa líka sýnt að ef við leggjum okkur fram við að einblína á það jákvæða í kringum okkur eykst bæði hamingja okkar, þakklæti og bjartsýni. Í jólastressinu er ágætt að bæta á verkefnalistann sinn að taka tíma á hverjum degi til að hugsa um það jákvæða í lífi okkar. Rann- sóknir hafa sýnt að það eitt og sér eykur hamingju fólks. Og þegar við erum hamingjusöm smitum við aðra af þeirri gleði sem teng- ist jólunum; sem er eflaust dýr- mætasta jólagjöfin sem við getum gefið. Um jólin og hamingjuna MYND 1 Reykjavík og lega miðbæjar; borgarkjarninn í rauðu og dökkbláu. Aðlæg hverfi og eiginlegt borgarmynstur í ljósbláu. MYND: ÓLAFUR ÞÓRÐARSON 2013. MYND 2 Reykjavík– miðbær; Mögulegar tengingar úr miðbæjarskipulagi Reykja- víkur yfir í Vatnsmýri, þ.e. suður yfir Hringbrautina. 1,2 km eru svona rúmlega 20 mínútna labb án hindrana fyrir meðalmanneskju. MYND: ÓLAFUR ÞÓRÐARSON 2013. SKIPULAG Ólafur Þórðarson arkitekt og listamaður ➜ Í jólastressinu er ágætt að bæta á verkefnalistann sinn að taka tíma á hverjum degi til að hugsa um það jákvæða í lífi okkar. ➜ Þegar komið er að BSÍ blasir við nýlega útfært en berangurslegt svæði sem hefur í raun lítið sem ekkert með miðborg að gera, en er meira skylt kappaksturs- brautum og bílastæða- fl æmum og þjónustu við bíla fram yfi r gangandi, en sinnir þó hjólandi að ein- hverju leyti. SAMFÉLAG Edda Björk Þórðardóttir doktorsnemi í lýðheilsuvísindum JÓLATILBOÐ 69.900 120X200 CM JÓLATILBOÐ 111.120 140X200 CM JÓLATILBOÐ 135.920 160X200 CM

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.