Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.12.2014, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 04.12.2014, Qupperneq 34
4. desember 2014 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 34 Oft heyrir maður því haldið fram að Vatns- mýrin sé í miðbæ Reykja- víkur. Ég hef áhuga á að skoða hér hvort þetta sé rétt fullyrðing. Hún kemur kannski til af því að flest fólk höfuðborgar- svæðisins býr í úthverf- um og er eðlislægt að skil- greina borg út frá eigin (bíla) umhverfi. Ég gerði þetta sjálfur þar sem ég er alinn upp í Hvassaleiti – ágætu dæmi um úthverfaskipulag, sem er ekki í miðbænum. Miðbær og úthverfaskipulag eru ólíkir hlutir. Við nánari skoðun á byggðarmynstri sést vel að eiginlegt miðbæjar- skipulag er í raun í kvos- inni og upp Laugaveginn og í nærliggjandi götum, s.s. Skólavörðustíg og ýmsum hlutum Vestur- bæjar. Þau eru mörg millisvæðin en ég set hér fram smá útskýringar- mynd (MYND 1) til að sýna ílanga legu sjálfs miðbæjarins. Áhugaverðast finnst mér að skoða (labba eða hjóla) leiðina sem tengir Lækjartorg við Hlemm annars vegar og svo leiðina Lækj- artorg að BSÍ hins vegar. Önnur leiðin er borgarskipulag, þar sem fjölbreytileiki, smágerð byggð og þétt er alla leið. Mikið er af fólki á ferð í erindagjörðum og stærðargráður byggðar, almennt séð, eru viðeigandi, mótar skýr- ar borgargötumyndir og viðheld- ur þjónustu við gangstétt og þar fram eftir götum. Þessi leið teng- ir saman borgarhluta með gang- vænni þéttri blandaðri byggð. Hún endar einnig í grófum drátt- um þar sem við tekur úthverfa- skipulag eftirstríðsáranna austur fyrir og upp um fyrrum sveitir. „Ég lít til að mynda þannig á að austan Rauðarárstígs sé Reykja- vík varla eiginleg borg heldur meira og minna slitrótt samansafn úthverfa.“ (Ó.Þ. Mbl. 21.12.1997) Lækjartorg-BSÍ Hin leiðin, sem liggur í grófum dráttum að BSÍ, liggur fyrst í gegnum borgarskipulag öðrum megin götunnar, þ.e. Lækjar- götu. Þá tekur við Tjörnin og svo Sóleyjargata þar sem er garður öðrum megin og tiltölulega dreift skipulag húsa austan megin götu. Byggðamynstur er í grófum drátt- um áþekkt Hlíðunum eða á Melun- um. Lítil sem engin þjónusta eða búðir eru á þessari leið, en Hljóm- skálagarður og Tjörnin gegna sínu ágæta hlutverki að vera and- svar borgarbyggðar. Þegar komið er að BSÍ blasir við nýlega útfært en berangurslegt svæði sem hefur í raun lítið sem ekkert með mið- borg að gera, en er meira skylt kappakstursbrautum og bílastæða- flæmum og þjónustu við bíla fram yfir gangandi, en sinnir þó hjól- andi að einhverju leyti. Svipuð vegalengd En þegar göngu okkar lýkur við Hlemm eða BSÍ getum við mælt leiðirnar og borið saman vega- lengdina. Í ljós kemur að Lækjar- torg-Hlemmur eru 1,2 km í ríku- legu borgarumhverfi. Leiðin að BSÍ er afar ólík og alls ekki „miðbær“ nema á takmörkuð- um kafla þ.e. fyrstu 250 metrana næst Lækjartorgi. Þessi leið, sem er nærri jafnlöng öllum miðbæjar- kjarnanum er einnig um 1,2 km, en liggur beint í burtu frá miðbænum sem er mjór og ílangur. Þrjár aðrar mögulegar tengingar eru frá miðbænum í Vatnsmýrina. Ein er Njarðargata. Hún er með ansi laglegri þéttri húsabyggð efst á Skólavörðuholtinu, enda prýði Reykjavíkur á póstkortum. En brött er hún að fara sem bein teng- ing og vegna legu landsins ekki aðgengilegasta leiðin í miðbæinn. Barónsstígur er önnur möguleg tenging sem vert er að skoða – mið- borgarumhverfið sem slíkt er að mestu norðan við Sundhöllina og/ eða Austurbæjarskólann. Fjórða tengingin er Snorra- braut. Þegar ég sleit barnskónum tengdist hún með hringtorgi við Miklubraut og þaðan beint ofan í Vatnsmýri. Í dag liggur Snorra- braut beint í hraðbrautarslaufu og þá upp á Bústaðaveg. Þessi mannvirki koma í veg fyrir við- burðaríka beina gangandi borgar- tengingu frá Vatnsmýri yfir á mið- bæjarsvæðið sem við Snorrabraut má segja að sé í og fyrir norðan Mjólkursamsöluna gömlu og Aust- urbæjarbíó. Niðurstaða Með þessari samantekt er ég að sýna fram á að Vatnsmýrin er ekki í miðbæ Reykjavíkur og byggð þar yrði sem sagt ekki í miðbæ Reykjavíkur. Ég dreg af ofangreindu þá ályktun að full- yrðingin sé beinlínis röng. Bæði er töluverður spotti að miðbæn- um (1,1-2 km) og ýmsar hindranir landfræðilegar og í formi mann- virkja, sem ekki styðja þessa teg- und borgartengingar. Ég fæ ekki séð að hægt sé að tengja saman Vatnsmýrina og miðbæinn með „borgargötum“ nema til komi niðurrif á bæði nýlegum mann- virkjum og róttækum en vel ígrunduðum breytingum á göml- um grónum hverfum. Hins vegar mætti vel færa rök fyrir því að Vatnsmýrin yrði í úthverfaklasa Reykjavíkur, rétt eins og Hlíð- arnar og Melahverfin sitt hvorum megin við svæðið. Er Vatnsmýrin í miðbæ Reykjavíkur? Senn koma jólin. Þau hafa mismunandi merkingu fyrir okkur öll og reynsla okkar af undirbúningi þeirra er misjöfn. Þær til- finningar sem við tengj- um við jólin markast af ýmsum þáttum s.s. upp- eldi okkar, væntingum annarra til okkar á þess- um tíma og því miður, fjárhag. Jólin hafa í vaxandi mæli verið klædd í stór- kostlegan búning markaðssetn- ingar. Verslanir fara lúmskar leiðir til að hafa áhrif á viðhorf okkar á því hvað sé „tilvalin“ jólagjöf. Bæklingar streyma inn á heimili okkar og undir fyrir- sögninni „Jólagjöfin í ár“ eru fal- leg verðmerkt húsgögn og fatn- aður, sem ein og sér kosta tugi þúsunda króna. Ekki má gleyma börnunum, sem fá sinn eigin dóta- bækling með völdum leikföngum á verðbili sem kaupmenn telja hæfa jólagjöfum. Þar að auki hafa líkamsrækt- arstöðvarnar nýtt þessa hátíð í markaðssetningu. Úrvalið er fjöl- breytt: bæði er hægt að skrá sig í átaksnámskeið fyrir jólin til að fyrirbyggja jólakíló- in eða komast í jólakjól- inn og síðan eru sérstök námskeið til að koma sér í form eftir jólin. Og ekki má gleyma jólahreingerningunni. Hver veit hvaðan hún kom. Jesúbarnið fæddist í fjárhúsi og enginn var að stressa sig á að allt væri tipp topp og hreint á þeirri stundu. Það er því engin furða að þessi árstími valdi landsmönnum áhyggjum, samviskubiti og/eða streitu. Hamingjan Í öllu þessu jólaáreiti er því nauðsynlegt að loka augunum um stund og hugsa um hvað það er sem veitir okkur raunveru- lega hamingju. Því hamingjan er ekki eitthvað sem gerist án okkar fyrirhafnar, heldur þurfum við markvisst að rækta það sem færir okkur hana. Rannsóknir hafa sýnt að pen- ingaeyðsla í hluti eykur ekki ham- ingju okkar, heldur eyðsla í eitt- hvað sem felur í sér upplifun eða samveru, t.d. að fara á tónleika, út að borða eða að rækta áhugamálin sín. Dýrir jólapakkar eru því ekki uppskriftin að jólagleði okkar eða barna okkar; heldur skemmtileg- ar samverustundir með þeim sem við elskum. Rannsóknir hafa líka sýnt að ef við leggjum okkur fram við að einblína á það jákvæða í kringum okkur eykst bæði hamingja okkar, þakklæti og bjartsýni. Í jólastressinu er ágætt að bæta á verkefnalistann sinn að taka tíma á hverjum degi til að hugsa um það jákvæða í lífi okkar. Rann- sóknir hafa sýnt að það eitt og sér eykur hamingju fólks. Og þegar við erum hamingjusöm smitum við aðra af þeirri gleði sem teng- ist jólunum; sem er eflaust dýr- mætasta jólagjöfin sem við getum gefið. Um jólin og hamingjuna MYND 1 Reykjavík og lega miðbæjar; borgarkjarninn í rauðu og dökkbláu. Aðlæg hverfi og eiginlegt borgarmynstur í ljósbláu. MYND: ÓLAFUR ÞÓRÐARSON 2013. MYND 2 Reykjavík– miðbær; Mögulegar tengingar úr miðbæjarskipulagi Reykja- víkur yfir í Vatnsmýri, þ.e. suður yfir Hringbrautina. 1,2 km eru svona rúmlega 20 mínútna labb án hindrana fyrir meðalmanneskju. MYND: ÓLAFUR ÞÓRÐARSON 2013. SKIPULAG Ólafur Þórðarson arkitekt og listamaður ➜ Í jólastressinu er ágætt að bæta á verkefnalistann sinn að taka tíma á hverjum degi til að hugsa um það jákvæða í lífi okkar. ➜ Þegar komið er að BSÍ blasir við nýlega útfært en berangurslegt svæði sem hefur í raun lítið sem ekkert með miðborg að gera, en er meira skylt kappaksturs- brautum og bílastæða- fl æmum og þjónustu við bíla fram yfi r gangandi, en sinnir þó hjólandi að ein- hverju leyti. SAMFÉLAG Edda Björk Þórðardóttir doktorsnemi í lýðheilsuvísindum JÓLATILBOÐ 69.900 120X200 CM JÓLATILBOÐ 111.120 140X200 CM JÓLATILBOÐ 135.920 160X200 CM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.