Fréttablaðið - 04.12.2014, Side 36

Fréttablaðið - 04.12.2014, Side 36
FÓLK|TÍSKA FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Kolbeinn Kolbeinsson, kkolbeins@365.is, s. 512 5447 INNBLÁSTUR „Ég ímynda mér að ættbálkurinn eigi margt skylt við landnámsmenn- ina en lifi í nútíman- um. Þetta fólk er í mikilli snertingu við náttúruna, það þarf meðal annars að kljást við náttúru- hamfarir og sækja sjálft innblástur í umhverfi sitt.“ Upprunalega hugmyndin á bak við Stöku kemur úr Íslendingasögun-um en hefur þróast út í ættbálk sem hefst við á hálendi Íslands. Ætt- bálkurinn er mitt hugarfóstur, heimur sem ég nota til að vinna út frá en ég bý til hluti fyrir þetta fólk,“ útskýrir María Kristín Jónsdóttir vöruhönnuður en fylgihlutalína hennar, Staka, vakti at- hygli þegar hún kynnti hana á Hönn- unarMars fyrir tveimur árum. Síðan þá hefur bæst við línuna sem samanstend- ur af hálstaui og armböndum úr leðri. „Ég ímynda mér að ættbálkurinn eigi margt skylt við landnámsmennina en lifi í nútímanum. Þetta fólk er í mikilli snertingu við náttúruna, það þarf meðal annars að kljást við náttúruhamfarir og sækja sjálft innblástur í umhverfi sitt. Ég nota leður því það er hráefni sem var mikið notað á öldum áður,“ útskýrir María Kristín en leðrið sem hún notar er unnið á vistvænan hátt. „Ég fæ leðrið hjá litlu framleiðslu- fyrirtæki í Svíþjóð sem stundar vist- væna framleiðslu. Þau byggja á gömlum hefðum við vinnsluna og allt leður frá þeim er til að mynda krómfrítt. Króm er annars mikið notað í leðurvinnslu en er alls ekki gott fyrir menn né umhverfið.“ Á HönnunarMars í ár sýndi María Kristín nýja hluti sem hún hefur nú þróað enn frekar og er von á þeim á markaðinn fyrir jól. „Ég valdi nokkra hluti sem ég vann áfram, einfaldaði framleiðsluna og út- færði í svart og koníakslitað leður. Þessir hlutir munu fást í Sparki á Klapparstíg, í Mýrinni og fljótlega munu fleiri sölustaðir bætast við,“ segir María Kristín. Þá verð- ur einnig opið hús á vinnustofu Maríu Kristínar þann 11. desember en hún hefur komið sér fyrir ásamt fleiri hönnuðum í Gasstöðinni, Hverfisgötu 115. „Við fluttum inn í október, í litla húsið fyrir framan lögreglustöðina. Þetta er frábært hús og skemmtileg staðsetning. Hér eru mörg fjölbreytt verkefni í gangi og fólk getur kíkt til okkar frá klukkan 16, þennan fimmtudag.“ Forvitnast má um Stöku á Facebook. ■ heida@365.is STAKA STÆKKAR ÍSLENSK HÖNNUN Íslendingasögurnar, landnámsmenn og óþekktur ættbálkur sem hefst við á hálendi Íslands er innblásturinn á bak við Stöku, fylgihlutalínu úr leðri eftir vöruhönnuðinn Maríu Kristínu Jónsdóttur. NÝTT María Kristín Jónsdóttir vöru- hönnuður hefur bætt við fylgihluta- línu sína, Stöku. Opið hús verður á vinnustofu hennar í Gasstöðinni á Hverfisgötu 115, fimmtudaginn 11. desember. MYND/GVA VISTVÆN Leðrið fær María Kristín frá litlum framleið- anda í Svíþjóð sem vinnur hráefnið á vistvænan hátt. ÓÞEKKTUR ÆTTBÁLKUR María Kristín vinnur út frá ímynduðum ættbálki sem hefst við á hálendi Íslands. VEKUR ATHYGLI Staka vakti athygli þegar María Kristín kynnti fyrstu vörurnar á HönnunarMars 2014. Síðan þá hefur línan stækkað og nýjar vörur koma á markaðinn fyrir jól, meðal annars í Sparki og í Mýrinnni. Fæst í apótekum og heilsubúðum Góð melting styrkir ónæmiskerfið Stjórnaðu bakteríu- flórunni með OptiBac P R E N T U N .IS Save the Children á Íslandi Leðurjakkar Leðurbuxur Leðurpils Leðurkjólar Stærðir 34-46 5000 kr. dagur í Flash Túnikkur áður 14.990 nú 5.000 kr. margar gerðir Allar peysur 5.000 kr. margar gerðir Sjá fleiri myndir á

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.