Fréttablaðið - 04.12.2014, Side 54

Fréttablaðið - 04.12.2014, Side 54
4. desember 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 42 „Við erum hérna í geimstöð í framtíðinni þegar fremstu þjóðir heims eru búnar að safna saman rjómanum af vísinda- samfélaginu og senda út í geim til að vinna að lausnum á helstu vandamálum jarðarinnar,“ segir Tryggvi Gunnarsson, annar höfunda og leikara leiksýning- arinnar MP5 sem frumsýnd verður í Tjarnarbíói á morgun, beðinn að segja í stuttu máli frá verkinu. „Við látum það hins vegar liggja á milli hluta í hvaða ástandi jörðin er enda er það ekki það sem verkið fjallar um.“ Hvað fjallar það þá um? „Verkið fjallar um hvaða áhrif það hefur að vopnvæðast í litlu, afmörkuðu og friðsömu samfé- lagi,“ segir Tryggvi. „Og eins og nafnið gefur til kynna þá erum við beinlínis að fjalla um byssu- málið svokallaða sem allir ættu að kannast við úr fréttum.“ Þannig að þið hafið bara verið að vinna þetta síðustu vikurn- ar? „Við hérna í Sóma þjóðar, sem að þessu sinni eru aðallega ég og Hilmir Jensson, vildum skoða hversu hratt leikhúsið gæti brugðist við því sem er í samfélagsumræðunni. Leikhús- ið er yfirleitt svolítið svifaseint að bregðast við svona málum. Það þarf að sækja um styrki og svo er valið úr umsóknum og það tekur oft alveg heilt ár. Svo tekur annað ár að setja upp sýninguna og þá ertu orðinn tveimur árum of seinn eins og endurspeglaðist best í því þegar leikhúsin fóru að fást við hrunið, það tók alveg tvö, þrjú ár. MindCamp setti reyndar upp eina sýningu í Borgarleikhúsinu beint ofan í hrun en annars var leikhúsið svolítið seint. Við vildum athuga hvort við gætum ekki fundið vinnuaðferð til þess að tala um eitthvað sem brennur á okkur og samfélaginu akkúrat núna. Þannig að við fórum bara út á gólf, engin ritskoðun, og gerðum það sem okkur finnst ofboðs- lega skemmtilegt og er akk- úrat það sem við vildum sjá í leikhúsi þannig að við ákváð- um að skrifa, æfa og gera allt samtímis og segja já við öllum hugmyndum. Þannig enduðum við úti í geimi í framtíðinni og ákváðum að vera ekkert að setja neitt í undirtexta heldur bara fjalla beint um málefnið.“ Tryggvi segir þá Hilmi leggja miklu áherslu á það að nota húmor til að koma skilaboðun- um áleiðis. „Enda er allt þetta byssumál náttúrulega bara eins og einhver South Park-þáttur,“ segir hann. „Við höfðum smá áhyggjur af því að við værum orðnir of seinir þegar sagt var frá því að ákveðið hefði verið að skila byssunum, en svo lásum við betur og sáum að þau skil áttu að fara fram „við tækifæri“ og svo segir lögreglan að hún þurfi þessar byssur út af ISIS. Þá varð okkur ljóst að þetta mál væri engan veginn búið og sýn- ingin ennþá relevant.“ Frum- sýningin fer fram í Tjarnarbíói annað kvöld klukkan 20 og ein- ungis verða tvær sýningar í við- bót, þann 12. og 15. desember. fridrikab@frettabladid.is Vildu bregðast við samfélagsumræðunni Leikhópurinn Sómi þjóðar frumsýnir á morgun leikverkið MP5 í Tjarnarbíói. Verkið er beint innlegg í umræðu samtímans og er útlegging leikaranna Tryggva Gunnarssonar og Hilmis Jenssonar á byssumálinu umtalaða. Aðeins verða þrjár sýningar á verkinu. MP5 „Við vildum athuga hvort við gætum ekki fundið vinnuaðferð til þess að tala um eitthvað sem brennur á okkur og samfélaginu akkúrat núna,“ segir Tryggvi Gunnarsson. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Notice The Embassy of India will move its premises on Friday, the 5th December 2014. Kindly note that there will be no issuance of Visa or any other Consular Services on that day. Normal services will be resumed at our new address at Túngata 7, 101 Reykjavik w.e.f Thursday the 9th of December 2014. On Monday the 8th of December Visas for emergency purposes only will be issued. Skoðaðu úrvalið á NOTADIR.BRIMBORG.IS Söludeildir eru opnar virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16 Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6, sími 515 7030 Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 Notaðir bílar - Brimborg 400.000 KR. FERÐAFJÖR FINNDU BÍLINN ÞINN Á NOTADIR.BRIMBORG.IS *Allir sem kaupa notaðan bíl af Brimborg á tímabilinu 1. nóvember 2014 til og með 22. desember 2014 fara í pott. Einn heppinn vinningshafi verður svo dreginn út 23. desember 2014 og fær hann 400.000 kr. gjafabréf frá WOW air. Athugið á ekki við um umboðssölubíla. Kauptu notaðan bíl af Brimborg og þú átt möguleika á að vinna * GJAFABRÉF FRÁ WOWair NOTAÐIR BÍLAR Vertu með! Hvert myndir þú fara? Í MIKLU ÚRVALI Tilboð: 8.490.000 kr. Toyota Land Cruiser VX AWD FDM35 Skráður janúar 2012, 3,0 dísil, sjálfskiptur Ekinn 87.000 km. Ásett verð: 9.490.000 kr. Tilboð: 3.390.000 kr. VW Passat Highline JKR84 Skráður mars 2012, 1,4i bensín/metan, sjálfskiptur Ekinn 54.000 km. Ásett verð: 3.690.000 kr. Verð: 5.090.000 kr. Ford Kuga Titanium AWD UYF23 Skráður júní 2014, 2,0TDCi dísil, beinskiptur Ekinn 25.000 km. MENNING Eins og nafnið gefur til kynna þá erum við beinlínis að fjalla um byssumálið svokallaða. Húsráð Gunnarshúss stendur fyrir vikulegum höfundakvöld- um í Gunnarshúsi fram að jólum. Á hverju fimmtudagskvöldi mæta tveir höfundar og spjalla um bækur sínar, lesa aðeins úr þeim, og síðan gefst áhorfendum kostur á að spyrja líka. Meining- in er að lyfta jólabókavertíðinni aðeins upp úr fari hinna hefð- bundnu upplestrarkvölda og gefa hverri bók og hverjum höfundi meiri tíma. Í kvöld mæta þau Oddný Eir Ævarsdóttir og Steinar Bragi, lesa upp og svara spurningum Höllu Oddnýjar Magnúsdóttur um nýútkomnar bækur sínar, Ástarmeistarann og Kötu. Allir velkomnir á meðan stólar leyfa. Oddný Eir og Steinar Bragi í Gunnarshúsi Á höfundakvöldi í Gunnarshúsi í kvöld verða bæk- urnar Ástarmeistarinn og Kata í kastljósinu. ODDNÝ EIR OG STEINAR BRAGI Höfundar kvöldsins eru ekki af verri endanum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.