Fréttablaðið - 04.12.2014, Page 64

Fréttablaðið - 04.12.2014, Page 64
4. desember 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 52 Skýringar Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Þátttakendur í Lagalistanum Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2 og K100,5. Auk þess er tekið mið af sölu og spilun á Tónlist.is og spilun á Spotify. Verslanir í Tónlistanum Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymundsson, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elko, Samkaup, Kaupfélag Skagfirðinga, Lucky Records, Vefverslun Record Records, N1 og tonlist.is LAGALISTINN TÓNLISTINN 27.11.2014 ➜ 03.12.2014 1 Hozier Take Me To Church 2 Ásgeir Trausti Stormurinn 3 Jón Jónsson Gefðu allt sem þú átt 4 Ed Sheeran Thinking Out Loud 5 Amabadama Gaia 6 George Ezra Blame It On Me 7 Kaleo All The Pretty Girls 8 Dotan Home 9 Sam Smith I’m Not The Only One 10 Helgi Björns Ég fer á Land Rover frá Mývatni á Kópasker 1 Skálmöld Með vættum 2 Ýmsir Fyrir börnin 3 Ýmsir SG jólalögin 4 Ýmsir Pottþétt jól (2014) 5 Raggi Bjarna 80 ára 6 Páll Rósinkranz og Margrét Eir If I Needed you 7 Gissur Páll Aría 8 Páll Rósinkranz 25 ár 9 Mannakorn Í núinu 10 AmabAdamA Heyrðu mig nú Dagur íslenskrar tónlistar verður haldinn hátíðlegur á föstudag. Af því tilefni munu helstu útvarps- stöðvar landsins spila þrjú íslensk lög samtímis kl. 11.15. Íslendingar geta því samein- ast við viðtækin og sungið lög til heiðurs íslenskri tónlist. Mark- miðið er að fá sem flesta til að kveikja á útvarpinu kl. 11.15 og syngja með. Tilvalið er að safn- ast saman á sal þar sem slíkur er til afnota til að allir geti samein- ast í söng. Lögin sem urðu fyrir valinu í ár eru lag Sigfúsar Halldórsson- ar, Litla flugan, við texta Sigurð- ar Elíassonar, Reyndu aftur, lag og texti eftir Magnús Eiríksson og Þannig týnist tíminn, lag og texti eftir Bjartmar Guðlaugs- son. Textar og gítargrip laganna eru aðgengileg á Facebook-síðu Syngjum saman!. Þátttakendur eru hvattir til þess að taka sönginn sinn upp á myndband og senda á Facebook- síðu Syngjum saman! í kjölfar viðburðarins. Dagur íslenskrar tónlistar og verkefnið Syngjum saman! eru haldin fyrir tilstuðlan hagsmuna- samtaka tónlistarinnar undir for- merkjum Samtóns. Þrjú lög spiluð á Degi íslenskrar tónlistar Dagur íslenskrar tónlistar verður haldinn á morgun. BJARTMAR GUÐLAUGSSON Lagið Þannig týnist tíminn eftir Bjartmar verður flutt á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Sædís Sif Jónsdóttir gaf á dögun- um út barnabókina Draumálfurinn Dísa. Kveikjan að bókinni vaknaði eftir að fyrsti sonur Sædísar kom í heiminn. Þegar hann fór að stálpast fór hún að horfa á barnaefni og lesa barnabækur í auknum mæli. „Upphaflega var ég að hugsa um mín börn, af því að ég vildi að þau vissu að ég myndi trúa á þau og þeirra drauma. Svo langaði mig til þess að hvetja önnur börn til þess að trúa á sig og sína drauma.“ Bókin segir söguna af draum- álfinum Dísu sem er óhrædd við að láta sig dreyma og hvetur vini sína tvo, bræðurna Manna og Danna sem eru kóngulær, til þess að hafa trú á sér. „Af því að ég er svolítið mikil draumóramanneskja sjálf leit ég að vissu leyti á mig sem draum álfinn. Kóngulærnar eru synir mínir, þeir eru litlu prakkararnir í kringum draumálfinn,“ segir Sædís, sem á synina Manúel Jón og Daníel Ísak. Manúel Jón átti sinn þátt í því að skapa draumálfinn Dísu en hún var sköpuð að hluta út frá teikningu eftir hann. „Það var svolítið þannig að ég var alltaf að teikna eitthvað á blað. Hann var duglegur að fylgj- ast með mér af því að hann elsk- ar að teikna með mér og tók eftir því að ég var alltaf að teikna það sama. Eitt kvöldið kemur hann með teikningu til mín og þetta er fyrsti draum álfurinn sem hann gerði.“ Sædís og myndskreytari bókar- innar, Alyssa Erin, notuðu teikningu Manúels Jóns sem fyrir mynd að Dísu. Sædís útskrifaðist sem mark- þjálfi fyrir rúmu einu og hálfu ári. Það var í október eftir námskeiðið Konur til athafna hjá Sigrúnu Lilju Guðjónsdóttur, eiganda Gyðju Collection, sem Sædís fylltist krafti og ákvað að kýla á hug- myndina. „Ég fór á námskeið hjá Sigrúnu Lilju og fékk svaka kraft úr námskeiðinu og fór strax í þetta eftir það. Nám- skeiðið var í október og ég dreif bara í þessu.“ Þegar Sædís hafði samband við bókafor- lög tjáðu þau henni að hún væri of sein til þess að koma bókinni út á þessu ári en þá ákvað hún að taka málin í sínar hendur og gefa bókina út á eigin spýtur. Hún hefur því séð um alla markaðssetn- ingu og dreifingu á bókinni sjálf. Draumálfurinn Dísa fæst meðal annars í verslun- um Eymundsson. gydaloa@frettabladid.is Hvetur börn til þess að hafa trú á sér Sædís Sif Jónsdóttir gaf nýverið út barnabókina Draumálfurinn Dísa, en bókinni er ætlað er að hvetja börn til þess að hafa trú á sér og draumum sínum. DRAUMÁLFURINN Dísa er byggð á teikningu eldri sonar Sædísar. MYND/ALYSSAERIN Kanadíski plötusnúðurinn og takt- smiðurinn Ryan Hemsworth mun koma fram á tónleikahátíðinni Sónar Festival í Hörpu 14. febrúar. Hemsworth er rísandi stjarna í heimi raftónlistarinnar en hann hefur framleitt lög fyrir fjölda rappara svo sem Deniro Farrar, Sole og The Underachievers ásamt því að endurhljóðblanda lög frá ýmsum frægum tónlistarmönnum. Þá framleiðir hann sína eigin takta og er talinn vera í fremstu röð framsækinnar klúbba- og raftónlistar í heim- inum. Hemsworth framleiðir oft takta fyrir rappara sem eru hluti af hinni nýju bylgju óhefð- bundinna og öðruvísi rappara. Ekki er reyndar búið að tilkynna um komu Hemsworth af hálfu Sónar Festival en fram kemur á plakatinu fyrir komandi Evrópu- túr Hemsworths að hann muni stoppa í Reykjavík og spila á hátíð- inni 14. febrúar. Aðstandendur Sónar stað- festa þetta í samtali við Frétta- blaðið en Hemsworth verður tilkynntur formlega í dag. Þá verður einnig tilkynnt nafn í tónlistarheiminum sem er að sögn aðstandenda Sónar gríðarstórt. Mun það eflaust verða raftón- listar áhugamönnum á landinu til mikillar gleði. - þij Plötusnúður á upp- leið spilar á Sónar RYAN HEMSWORTH Framleiðir takta fyrir hina nýju bylgju rappara. NORDICPHOTOS/GETTY MÆÐGIN Sædís er hér með sonum sínum, Manúel og Daníel, en þeir veittu henni innblástur við gerð bókarinnar. MYND/STÚDÍÓLINNET Enn stærra nafn verður tilkynnt í dag fyrir hátíðina. LÍFIÐ 4. desember 2014 FIMMTUDAGUR Tobba Marínós- dóttir HVAR ER BÍONSÌ? Og JZ fáðu þér þína eigin af- mælisviku!! Djöf ætla ég að vona að hann steli ekki þönderinu mínu eins og þegar Ben „Smámaður“ Stiller mætti í þitt afmæli Björk Eiðsdóttir en talandi um bjútítips afhverju er Ben með allt hárið sitt? #klipping #stærrihauslengirþigekki Hallgímur Helgason Fyrir röð til- viljana raðaðist laugardagskvöldið upp í pottþéttan pakka: Dirty Burger á Miklu- braut, Gaukar í Borgarleikhúsinu og Geirmundur á Kringlu kránni, þegar góðir vinir hitt- ust óvænt í leikhúsinu … Besti borgarinn í borginni, næstbesta leiksýningin og svo dansmaster Íslands með „Ég er kominn heim“. Margar góðar setningar í Gaukum. „Maður skilur ekki við sömu manneskju og maður tók saman við.“ (Síðasta sýning í kvöld!) En mikill svakalegur skiptibókamarkaður er þarna á Kringlukránni. Una Stef- ánsdóttir Það er fátt jafn fallegt og að sjá 1 og hálfs árs gömul börn dansa við Dave Brubeck … kv. tónlistarkennarinn á ungbarnaleikskóla #djassuppeldi #djasseldi #kennumþeimvel #djass- dans #nomorelatibær Valur Gunn- arsson Inter- stellar in brief: Last people of Earth go in search of an inhabitable planet. Find Iceland. Keep on moving Alma Goodman If you or someone you know is spending the holidays in LA and needs a place to stay we’re renting out our apartment in the heart of Hollywood.. Message me if you’re interested! Beyoncé, Hollywood og Interstellar FACEBOOK VIKUNNAR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.