Fréttablaðið - 04.12.2014, Page 68
4. desember 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 56
Ofsótti meirihlutinn
Það er algengt í umræðuhefð okkar nú á dögum að eldheitt hugsjónafólk
missi sig í það sem kallað er pólitísk rétt-
hugsun. Þeir sem eru hvað heitastir í því
að reyna að hafa áhrif á ríkjandi og jafn-
vel íhaldssöm viðhorf samborgara sinna
fá oft í hausinn ásakanir um öfgar og
ofstopa.
ÞARNA á milli er jú þunn lína og hættan
á að málefnaleg skoðun verði að pólitískri
rétthugsun er vissulega til staðar. Þessar
ásakanir eiga því oft rétt á sér, en stund-
um alls ekki.
ÞÓTT ótrúlegt megi virðast tel ég
sjálfur að slíkar ásakanir eigi
einmitt ekki rétt á sér þegar til
dæmis hinn kristni meirihluti
kvartar undan ofsóknum í
sinn garð fyrir það eitt að fá
hingað til lands heimsfræg-
an hommahatara. Fá hann til
þess að predika fyrir troð-
fullri Laugardalshöll með heil-
brigðisvottorð frá biskupi Íslands
og þar með íslensku ríkiskirkjunni
eins og hún leggur sig.
SÚ samkoma vildi meina að hún yrði fyrir
barðinu á ósanngjarnri pólitískri rétt-
hugsun. Rökrétt, ekki satt?
ÞAÐ er líka mjög krúttlegt þegar glað-
lyndur lögreglumaður vælir undan hinni
pólitísku rétttrúnaðarkirkju vegna þess að
hann fær ekki að vera byssuglaður, íhalds-
samur rasisti í friði. Fallegt líka hvað
honum fannst það frábær hugmynd að
skrifa grein sem hann taldi vera svo langt
út fyrir boxið að hún hlyti að færa viðmið
normsins út á jaðar hinnar framsæknu
hugsunar og gera samfélagið okkar miklu
betra á eftir. Hún átti að skapa samúð með
þjáðum meirihlutahópum. Þá segi ég eins
og skáldið, fyrirgefðu á meðan ég æli.
ÞAÐ er nefnilega þannig að þeir sem vilja
saka aðra um pólitíska rétthugsun þurfa
eðli málsins samkvæmt að geta útskýrt í
hverju sú meinta rétthugsun felst. Sumir
virðast ekki gera sér grein fyrir þessu og
telja jafnvel um leið að hommafóbía þeirra
og rasismi geti í einhverjum tilfellum tal-
ist til heilbrigðrar afstöðu. Slíku fólki veit-
ir sennilega ekki af góðri messu í pólitísku
rétttrúnaðarkirkjunni.
Meghan Trainor segir að Jenni-
fer Lopez hafi gefið henni góð ráð
í ástamálunum á American Music
Awards í síðasta mánuði.
„Ég hitti Jennifer Lopez á
AMA-hátíðinni og hún var ótrú-
lega svöl. Hún var frábær, alveg
eins og ég vonaðist eftir,“ sagði
söngkonan. „Ég sagði við hana:
„Hvernig færðu menn til að tala
við þig og daðra við þig?“ Vegna
þess að ég er listmaður núna þá á
ég í vandræðum með þetta. Hún
sagði: „Vertu mjög vandlát og
vertu meðvituð um hvers virði
þú ert. Að þú ert æðisleg og að þú
þurfir að setja þér háleitt mark-
mið“,“ sagði Trainor og var mjög
sátt við hin góðu ráð.
Fékk ástarráð
frá Lopez
MEGHAN TRAINOR Jennifer Lopez
kom Trainor til aðstoðar á AMA-hátíð-
inni. NORDICPHOTOS/GETTY
BAKÞANKAR
Frosta
Logasonar
TÓNLIST ★★★ ★★
Heyrðu mig nú
AmabAdama
RECORD RECORDS
Það er varla hægt að tala um
„reggí-endurreisn“ á Íslandi, því
það er ekki eins og það hafi verið
til einhverjar reggíhljómsveitir
hér á landi fyrir aldamót.
AmabAdama er nýjasta viðbót-
in í þessa reggí … reisn (?) sem
hófst fyrir rúmum áratug með
tímamótaplötu Hjálma, Hljóðlega
af stað. Hljóðheimur fyrstu plötu
sveitarinnar, Heyrðu mig nú, er
nokkuð frábrugðinn þeim sem
aðdáendur Hjálma eða jafnvel
Ojba Rasta hafa vanist. Þær sveitir
sækja ef til vill meira í gulltímabil
tónlistarstefnunnar sem kennd er
við Jamaíku um miðbik 8. áratug-
ar síðustu aldar, líkja eftir hráum
gítartaktinum, þykkum bassalín-
um og skreyta með tilkomumikl-
um lúðrahljómi – jafnvel ákveðnu
dub-fikti í tilfelli Ojba Rasta.
AmabAdama sækir í „dance-
hall“-afbrigði stefnunnar þar sem
Magnús Jónsson, eða Gnúsi Yones,
er í hlutverki talandi plötusnúðar-
ins, eða rapparans. Þær Steinunn
Jónsdóttir og Salka Sól Eyfeld
syngja svo og rappa á víxl og gera
það vel. Á þetta sérstaklega við um
smellina tvo sem verða líklega vin-
sælustu lög ársins 2014 á Íslandi,
Gaia og Hossa hossa. Miðað við
vinsældir laganna hljóta Íslend-
ingar að geta gert ráð fyrir því
að einhver lagahöfundur sitji nú
sveittur að semja næsta reggí-
smell fyrir sumarið 2015; tvímæla-
laust besta leiðin til að geta kveikt
í vindlum með einum góðum Jón-
asi, sé eitthvað að marka síðustu
sumur.
En, Heyrðu mig nú! Þessi fyrsta
breiðskífa AmabAdömu er mjög
frambærileg. Það er helst að í
áðurnefndum smellum, sem og í
lögunum Það sem þú gefur og Her-
menn, beri á „óverpródúseruðu“
reggísándi, sem er reyndar ein-
kennandi fyrir danshallarstefn-
una. Eldorado, Babylonkirkja og
Óráð eru hægari, með hrárra gít-
arriffi og frjálslegri notkun á lúðr-
um til að stækka hljóðheiminn –
allt mjög gott.
Boðskapur plötunnar er líka svo
jákvæður, ekki slæmt í skamm-
deginu og jólastressinu. Hugsum
um að lifa lífinu lifandi, verum
góð hvert við annað og gleymum
ekki þeim sem minna mega sín.
Heimurinn hefur alla burði til að
vera betri staður og allt það. Hei,
af hverju ekki? Eitt samt: Eldorado
er (aðeins of) keimlíkt laginu Bald-
ursbrá með Ojba Rasta.
Björn Teitsson
NIÐURSTAÐA: Frambærileg fyrsta
breiðskífa sem hefur að geyma helstu
sumarsmelli ársins en önnur lög
leyna einnig á sér.
Sumarsmellir í skammdeginu
AMABADAMA
Tónlistarmaðurinn Sindri Eldon
hefur nú gefið út fyrstu form-
legu sólóplötu sína ásamt hljóm-
sveit sinni The Ways á vegum
Smekkleysu.
„Það hafði eiginlega enginn
annar áhuga,“ segir Sindri og
hlær. „Ég var svolítið fúll út í
Smekkleysu af því að þeir skitu
svolítið á sig með útgáfu þegar
ég var í pönksveitinni Slugs
fyrir nokkrum árum. Ég var
mjög reiður út í þá en þeir hafa
nú reyndar reynst mér ágæt-
lega, ég ákvað að gefa þeim
séns. Það hefur gengið betur
heldur en með Slugs en ég held
að þeir hafi líka alveg vitað upp
á sig skömmina og verið til í að
gera betur.“
Platan, sem heitir Bitter &
Resentful var tekin upp í Studio
Paradís og í Studio Tónaslóð
með Danna Pollock og föður
Sindra, Þór Eldon.
„Pabbi tók upp gítarinn og
sönginn. Uppi í Tónaslóð eru
alls konar gítarar, magnarar
og effektar liggjandi út um allt
ásamt hágæða söngupptöku-
græjum. Það var ótrúlega næs,
maður var oft hangandi úti á
Granda með pabba í þynnkunni
að drekka kaffi og taka upp
gítar. Það var bara mjög kósí.“
- þij
Kósí að taka upp í þynnkunni með pabba
Bitter & Resentful með Sindra Eldon & The Ways er komin út á vegum Smekkleysu.
Save the Children á Íslandi
SINDRI ELDON Hefur gefið út sína
fyrstu formlegu sólóplötu.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Grínistinn Chris Rock, sem frum-
sýnir nýju myndina sína, Top
Five, um helgina í Bandaríkj-
unum, er í opinskáu viðtali við
tímaritið New York þar sem hann
segir skoðun sína á ýmsu, eins
og óeirðunum í Ferguson. „Við
vitum nú þegar hvernig svörtu
fólki líður varðandi atburðina
í Ferguson – það er hneykslað,
í uppnámi, og líður eins og það
hafi verið svikið af kerfinu. Ef
ég væri fréttamaður í Ferguson
myndi ég spyrja hvítt fólk spurn-
ingar sem engum dytti í hug, og
þá myndum við vera með ótrúleg-
ustu viðtöl allra tíma.“
Þá segist hann hafa óbeit á
hugtakinu „racial progress“
eða „kynþáttarlegar framfar-
ir“. „Þetta er bull. Hvítt fólk var
klikkað einu sinni. Núna er það
ekki jafn klikkað. Það að segja að
svörtum hafi farið fram er eins
og að segja að þeir hafi átt skilið
það sem kom fyrir þá áður.“
Chris Rock í
opinskáu viðtali
CHRIS ROCK Frumsýnir nýju myndina
sína um helgina.
MOCKINGJAY KL. 6 - 9 - 10.30
DUMB AND DUMBER KL 5.30 - 8 - 10.30
MÖRGÆSIR ÍSL TAL 2D KL. 5.15
MÖRGÆSIR ÍSL TAL 2D KL. 5.30
ST. VINCENT KL. 8
NIGHTCRAWLER KL. 8
GRAFIR OG BEIN KL. 10.30
MOCKINGJAY KL. 5 - 8 - 10.45
MOCKINGJAY LÚXUX KL. 5 - 8 - 10.45
MÖRGÆSIR ÍSL TAL 2D KL. 3.15 - 5.30
MÖRGÆSIR ÍSL TAL 3D KL. 3.15 - 5.30
MÖRGÆSIR ENSKT TAL 3D KL. 8
DUMB AND DUMBER KL.3.30 - 6 - 8 - 10.30
GONE GIRL KL.10.15
ÁLFABAKKA
AKUREYRI
EGILSHÖLL
KRINGLUNNI
KEFLAVÍK
EMPIRENEW YORK POST
TIME OUT LONDON VARIETY
LOS ANGELES TIMES
siSAM
5:30, 7, 10(P)
5
5:30, 8, 10:20
8, 10:30