Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.06.2015, Qupperneq 10

Ægir - 01.06.2015, Qupperneq 10
10 færirðu að hósta,“ sagði Ragnar glottandi. „Ef ég fyllti kælirýmið af fólki og setti kerfið í gang gæti ég með vissu bent á þá í hópnum sem hefðu veik lungu. Sótthreinsiefnið kallar þá fram ákveðin líkamleg viðbrögð, án þess að það sé skaðlegt að neinu leyti. Upphaflega byrjaði ég að velta þessum hlutum fyrir mér í tengslum við sjávarútveg, fisk og fiskflutninga en notagildið er mun víðtækara. Kerfið okkar er til dæmis notað með mjög góðum árangri í einu af stóru kjúklingasláturhúsunum hér og við erum langt komnir með að laga kerfið að þörfum fiskeldis- ins. Svo myndi ég glaður vilja komast inn á Landspítala og sýna fram á hvernig hægt væri til dæmis að sótthreinsa í kjölfar nóróveirusýkingar og spara rík- inu tugi milljóna króna. Nóró- veiran veldur einni algengustu fjöldasýkingu á sjúkrastofnun- um á Íslandi með tilheyrandi lokunum deilda, heimsendingu sjúklinga og umfangsmikilli sótthreinsun upp á gamla mát- ann. Ég fullyrði að unnt væri að sótthreinsa heila álmu á Land- spítala á einum degi og vildi sýna fram á það en spítalamenn svöruðu því til að allt sem þeir hefðu lært sýndi fram á að full- yrðing mín gæti ekki staðist og þar við situr.“ Ragnar kom beint í Sunda- höfn frá Grindavík þar sem hann setti upp sótthreinsikerfi hjá sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi. Hann var á dögunum í Kanada í sömu erindagjörðum og hefur líka selt kerfi til Skotlands og Danmerkur. Hér heima má nefna HB Granda sem sett hef- ur upp nokkur hreinsikerfi hjá sér, bæði í fiskvinnsluhúsum og um borð í skipum. Ragnar gerir allt eins ráð fyr- ir því að „sprengingin“ komi fyrr en síðar þegar ráðamenn fyrir- tækja átta sig á hvað hér er á ferðum og vilja fá það besta í bransanum til sótthreinsa í sín- um ranni! Lyktarlaus fiskgeymsla Í Sundakæli Eimskips koma 250-500 tonn af ferskfiski á hverri nóttu af fiskmörkuðum og fara þaðan til nýrra kaup- enda. Framan af voru gólfin sápuþvegin daglega og upp á veggi með tilheyrandi fyrirhöfn og kostnaði. Svo var D-San sett upp. Síðan þá skola menn gólf- ið þegar fiskurinn er farinn að morgni dags og svo fer kerfið sjálfvirkt í gang kl. 10 og sótt- hreinsar allt rýmið. Sápuþvegið er í mesta lagi tvisvar í viku. Lykt finnst ekki lengur og það sem meira er, flutningabíl- stjórarnir finna kannski mest fyrir breytingunni. Þeir geta nefnilega fengið sérhannaðan stút inn í flutningsrými bílanna, eftir að hafa flutt fisk milli áfangastaða. Bíllinn er sótt- hreinsaður á þremur mínútum, lyktin hverfur algjörlega og hægt er að fara beint í að flytja húsgögn, þurrvöru eða annan viðkvæman varning án þess að eiga á hættu að fisklykt fylgi sófasettinu úr bíl inn á gólf verslunar eða kaupanda úti í bæ. Kerfið í gangi um borð í frysti- togaranum Örfirisey RE. Frystigámar / Sala og leiga 10 / 20 og 40 ft. Seljum einnig og leigjum gámahús, geymslugáma og salernishús í ýmsum stærðum og gerðum. Fjöldi sérlausna í boði, sniðnar að þörfum hvers og eins viðskiptavinar. Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík | Sími 568 0100 www.stolpigamar.is Hafðu samband 568 0100
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.