Ægir

Volume

Ægir - 01.06.2015, Page 12

Ægir - 01.06.2015, Page 12
12 Suðurhrauni 4 • 210 Garðabæ • Furuvellir 3 • 600 Akureyri • Sími: 575 8000 • Fax: 575 8001 • www.samhentir.is PÖKKUNARLAUSNIR ALLT Á EINUM STAÐ FYRIR ATVINNUMENN OG HEIMILI • Kassar og öskjur • Arkir og pokar • Bakkar og filmur • Pökkunarvélar • Hnífar og brýni • Einnota vörur o.fl. • Aðgöngumiðar • Límmiðar • Plastkort Skoðaðu vörulistann okkar á www.samhentir.is LÍMMIÐAR • PLASTKORT AÐGÖNGUMIÐAR OG MARGT FLEIRA... P R E N T U N .IS Snorri Snorrason, skipstjóri á Klakki SK-5, skipi FISK Seafood á Sauðárkróki, var ungur að ár- um þegar hann fór til sjós á Dal- vík, þar sem hann ólst upp. Sjó- mennskan var í blóðinu og því kom ekkert annað til greina en að fara á sjóinn. Faðir hans og alnafni, Snorri Snorrason, var skipstjóri um árabil á ýmsum skipum, þar á meðal því merka skipi Dalborginni, og ruddi brautina á ýmsum sviðum sjáv- arútvegsins. Meðal annars var hann frumkvöðull í úthafs- rækjuveiðum á Íslandi. Snorri skipstjóri á Klakki á að baki tæplega fjörutíu ár á sjónum, sem er drjúgt langur tími fyrir 53ja ára gamlan mann. En hann er hvergi hættur og gerir fastlega ráð fyrir að sjóinn muni hann stunda svo lengi sem aldur og heilsa leyfi. „Ég held að ég muni það rétt að ég hafi tekið mín fyrstu al- vöru skref í sjómennskunni sumarið 1976 þegar Söltunar- félag Dalvíkur fékk Arnarborg- ina. Ég, fjórtán ára guttinn, fékk pláss á því skipi. Þetta var rök- rétt skref á þessum tíma því það komst ekkert annað að en að fara á sjóinn eins fljótt og ég mögulega gæti. Ég hafði svo sem lítillega verið á sjó með pabba á bát sem hét Sæþór og áður hafði ég raunar farið einn og einn dag með honum á snurvoð á Eyjafirðinum á bátn- um Arnari. Ég var ekki gamall þegar ég ákvað með sjálfum mér að ég ætlaði mér að verða skipstjóri eins og pabbi og því var sjálfgefið að drífa sig snemma á sjóinn. Það eru mér ógleymanlegar stundir þegar ég fékk lánaða trillu hjá Símoni Ellerts á Dalvík. Það var toppur- inn. Maður ólst satt best að segja meira og minna upp á bryggjunni og fylgdist með trillukörlum eins og Kidda Romm, Tona í Árbakka og Árna Lár. Á grásleppunni á vorin fékk maður að hjálpa þessum körl- um og fannst það ekki ónýtt! En auðvitað hafði það mest að segja um hvaða leið maður fór í lífinu að pabbi var skip- stjóri og hafði lengi verið á sjónum. Maður vildi verða skip- stjóri eins og hann. Mér fannst sjómennskan strax skemmtileg og mér finnst það enn þann dag í dag og sannast sagna hefði ég ekki verið öll þessi ár á sjónum ef mér líkaði ekki þetta líf. Auðvitað er þetta á margan hátt sérstakt líf og það er langt í frá fyrir alla. Sjóveikin getur verið mörgum erfið og ég man að þegar ég var að byrja var ég að drepast úr sjóveiki. En það dró þó ekki úr mér kjarkinn því ég var svo ákveðinn í því að stunda sjóinn og hvikaði ekki frá þeirri ákvörðun, sama á hverju gekk. Og það er nú reyndar svo, eftir öll þessi ár, að ef ég fer út í mikilli brælu eftir að hafa verið lengi í landi, finn ég fyrir ónotum. Mér verður ekki óglatt, miklu fremur fæ ég hausverk og finn fyrir vanlíð- an.“ Á ýmsum skipum Snorri var með föður sínum, sem féll frá árið 2003, aðeins 63ja ára gamall, á Dalborginni EA, meira og minna frá 1977 og þar til að hann fór í stýrimanna- nám. „Ég hummaði lengi fram af mér að ná mér í stýrimanna- réttindin. Einhvern tímann var ég að tala við Kristján Þór Júlí- usson, núverandi heilbrigðis- ráðherra, í talstöðinni, en þá var hann stýrimaður á Björgúlfi á Dalvík. Kristján spyr mig hvort ég ætli ekki að fara að drífa mig í skólann. Ég tók nú lítið undir það. Síðan var ekkert meira Snorri Snorrason hefur verið skipstjóri Klakks SK-5 síðustu ellefu ár. Sjómennskuferillinn spannar um fjóra áratugi. Myndir: Pétur Ingi Björnsson. Þetta er skemmtilegt líf! S jóm en n sk a n

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.