Ægir - 01.06.2015, Side 14
14
með það en í ágúst sama ár
hringdi Júlíus Kristjánsson, faðir
Kristjáns Þórs og umsjónarmað-
ur stýrimannanámsins á Dalvík,
í mig og segir mér hvenær ég
eigi að mæta í fyrsta tímann. Ég
var sem eitt stórt spurninga-
merki en í ljós kom að Kristján
Þór hafði skráð mig í námið að
mér forspurðum. Ég er þeim
feðgum ævarandi þakklátur fyr-
ir að hafa farið í skólann á þess-
um árum.“
Fyrri veturinn, 1983-1984,
var Snorri í stýrimannadeildinni
á Dalvík en seinni veturinn
þurfti hann að fara til Vest-
mannaeyja og ljúka náminu
þar. Að námi loknu var Snorri
um tíma á Sandgerðingi hjá
Magna Jóhannssyni og einnig
var hann stýrimaður og skip-
stjóri með Gunnþóri Svein-
björnssyni á Sænesinu á Dalvík.
Hann tók síðan við Sigurborg-
inni sem Söltunarfélag Dalvíkur
gerði út um tíma. Síðan lá leið
Snorra austur á Þórshöfn þar
sem hann tók við Súlnafellinu
og var þar í rúmt ár. Síðar var
hann til skamms tíma með
Drangavíkina á Hólmavík. Í
nokkur ár eftir þetta starfaði
Snorri aftur með föður sínum á
Baldri, Dalborginni og Arnar-
borg. Á þessum tíma var víða
sótt, meðal annars á Flæmska
hattinn, niður að ströndum
Marokkó og víðar. „Í október
1997 byrjaði ég á Skagfirðingi
SK hjá Fiskiðjunni á Króknum
og hef starfað hjá því fyrirtæki
síðan. Ég flutti þó ekki til Sauð-
árkróks fyrr en röskum tveimur
árum síðar. Ég var til að byrja
með á Skagfirðingi, fór síðan yf-
ir á Skafta og loks fylgdi ég Júlí-
usi Skúlasyni yfir á Klakk. Júlíus
hætti síðan um áramótin 2003-
2004 og þá tók ég við skip-
stjórn á Klakki og hef verið með
hann síðan.“
Trúnaður og traust
Klakkur SK-5 er ísfiskskip, smíð-
aður í Gdynia í Póllandi árið
1977 fyrir Klakk hf. í Vest-
mannaeyjum og þaðan var
skipið gert út til ársins 1992
þegar Hraðfrystihús Grundar-
fjarðar keypti hann. Klakkur
komst síðan í eigu FISK-Sea-
food þegar Fiskiðjan Skagfirð-
ingur og Hraðfrystihús Grund-
arfjarðar sameinuðust í ársbyrj-
un 1996.
„Starf skipstjórans getur á
köflum verið einmanalegt,
enda erum við löngum stund-
um einir uppi í brú. En það er
mikilvægt að gefa sér tíma fyrir
og eftir vakt að spjalla við
mennina um borð. Þetta er lítið
samfélag og því er mikilvægt
að allir vinni hlutina vel saman.
Auðvitað er það skipstjórinn
sem á alltaf síðasta orðið varð-
andi ýmsar ákvarðanir en það
kostar ekkert að hlusta á sjónar-
mið annarra og það legg ég
áherslu á. Auðvitað geta oft
komið upp erfið mál um borð
sem þarf að taka á en ég segi
hiklaust að erfiðustu málin
tengjast mögulegum slysum
eða veikindum um borð eða ef
eitthvað erfitt kemur upp í fjöl-
skyldum áhafnarmeðlima. Það
er afar mikilvægt og á það legg
ég áherslu að fyllsta trúnaðar
og trausts sé gætt í samtölum
skipstjóra og einstakra manna í
áhöfn. Þannig á þetta að vera
og verður að vera.“
Miklar breytingar
Í gegnum tíðina hefur Snorri
kynnst ýmsum veiðiskap. „Það
eru allar veiðar skemmtilegar ef
eitthvað fiskast. En ef ekkert
veiðist er ánægjan afskaplega
takmörkuð, svo einfalt er það.
Almennt má segja að maður
reynir að leysa eins vel og
mögulegt er það verkefni sem
manni er falið í það og það
skiptið og vonandi skilar það
sem mestu til bæði útgerðar og
áhafnar. Klakkur var eini ísfisk-
togari FISK þar til Málmey SK
var einnig gerð út á ísfiskveiðar
snemma á þessu ári. Það þýddi
að það mátti satt best að segja
aldrei neitt klikka hjá okkur á
Klakki því við sáum vinnslunni
Skeifan 3E-F · Sími 581-2333 · rafver@rafver.is · www.rafver.is
K Ä R C H E R S Ö L U M E N N
NT 35/1 Tact
Ryksugar blautt og þurrt
Fylgihlutir
Barki 35mm 2,5m,
málmrör, 30mm
gólfhaus og mjór
sogstútur.
NT 45/1 Tact Te
Ryksugar blautt
og þurrt
Fylgihlutir
Barki 35mm 2,5m,
málmrör, 30mm
gólfhaus og mjór
sogstútur,
rafmagnstengill.
NT 55/1 Tact
Ryksugar blautt og þurrt
Fylgihlutir
2,5m 35mm barki, málmrör,
30mm gólfhaus og mjór
sogstútur.
NT 25/1 Ap
Ryksugar blautt
og þurrt
Fylgihlutir
Barki 35mm 2,5m,
málmrör, 30mm
gólfhaus og mjór
sogstútur. Takki
fyrir hreinsun
á síu.
Iðnaðarryksugur
Fyrir bæði blautt
og þurrt
Sjálfvirk
hreinsun á síu
Tengill
Klakkur SK-5 er ísfisktogari og aflar hráefnis fyrir landvinnsluna á Sauðárkróki.