Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.06.2015, Qupperneq 20

Ægir - 01.06.2015, Qupperneq 20
20 Við upphaf fiskveiðiársins þann 1. september gaf Fiskistofa út yfir- lit úthlutaðra aflaheimilda. Aukning er í úthlutun í flestum kvóta- tegundum en samdráttur helst í nokkrum flatfisktegundum. Út- hlutað aflamark er alls 435.650 tonn sem er um 3.500 tonnum meira en á fyrra ári enda þótt síldarúthlutun nú sé um 17 þúsund tonnum minni en í fyrra. Alls fá 534 skip úthlutað aflamarki í upphafi fiskveiðiárs 2015/2016 samanborið við 578 á fyrra fiskveiðiári. Það skip sem fær úthlutað mestu aflamarki er Kaldbakur EA 1, en hann fær 8.111 þorskígildistonn eða 2,2% af úthlutuðum þorskígildum. Úthlutunin fer fram á grundvelli aflahlutdeilda að teknu tilliti til frádráttar fyrir jöfnunaraðgerðir með sama hætti og á fyrra fiskveiðiári. Að þessu sinni er úthlutað 368.500 tonnum í þorskígildum talið samanborið við um 367.060 þorskígildistonnum á sama tíma í fyrra, reiknað í þorskígildum fiskveiðiársins sem nú er nú hafið. Breyting á milli ára samsvarar því um 1.500 þorskígildistonnum. Mikilsverðasta breytingin milli fiskveiðiára er aukning í úthlutun þorskaflaheimilda um rúmlega 18.300 tonn en heimildirnar verða nú rúmlega 190 þúsund tonn. Hlutfallslega er þó öllu meiri aukning á aflaheimildum í ýsu, eða um tæp 5 þúsund tonn, en leyfilegt verð- ur að veiða 28.950 tonn af ýsu. Fiskistofa vekur í yfirliti sínu um úthlutunina athygli á að síðar á árinu verði aflamarki í deilistofnum úthlutað og að ekki sé óalgengt að aukið sé við aflamark í uppsjávarfiski. „Þess vegna á heildarafla- mark einstakra skipa og hafna og innbyrðishlutfall þeirra eftir að breytast í kjölfar slíkra úthlutana þegar líður á fiskveiðiárið,“ segir í tilkynningu Fiskistofu. Um 200 tonnum minna magni er úthlutað nú í upphafi árs sem skel- og rækjubótum en í fyrra eða 1.584 tonnum þorskígildistonn- um og fara þau til 32 skipa samanborið við 42 skip á fyrra ári. Enn fækkar í öllum útgerðarflokkum Bátum með krókaaflamark fækkar milli ára samkvæmt upplýsingum Fiskistofu. Þeir eru á þessu nýhafna fiskveiðiári 297 talsins en voru 318 í fyrra. Skipum í aflamarkskerfinu fækkar um 21 á milli ára og eru nú 237. Athygli vekur að togurum fækkar um 5 annað árið í röð og eru þeir nú 45 í íslenska flotanum. „Samkvæmt útgerðarflokkun Fiskistofu fá skuttogarar úthlutað tæpum 200 þúsund tonnum af því heildaraflamarki sem úthlutað var að þessu sinni og skip með aflamark fá tæp 190 þúsund tonn. Smábátar með aflamark og krókaaflamarksbátar fá tæp 50 þúsund tonn. Vakin er athygli á því aðkrókaaflamarksbátar fá eingöngu út- hlutað þorski, ýsu, ufsa, gullkarfa, löngu, keilu og steinbít,“ segir í til- kynningu Fiskistofu. Færri lögaðilar með kvóta Þegar horft er til einstakra fyrirtækja þá sést að fimmtíu stærstu fyr- irtækin fá úthlutað sem nemur um 86% af því aflamarki sem úthlut- að er nú. Hlutfallið er álíka og það var í fyrra. Alls fá 418 fyrirtæki eða lögaðilar úthlutað nú eða um 40 aðilum færra en í fyrra. Sé litið til þeirra sem eru með mesta úthlutun fær HB Grandi, líkt og í fyrra, mestu úthlutað til sinna skipa eða 10,1% af heildinni, næst kemur Samherji með 5,9%, þá Þorbjörn hf. með 5,5% og FISK- Seafood hf. ehf. með 4,7%. Þetta er sama röð efstu fyrirtækja og Verstöðin Vestmannaeyjar er sem fyrr meðal þeirra þriggja stærstu á landinu. K v ótin n 2 0 1 5 -2 0 1 6 Aflaheimildir á nýju fiskveiðiári
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.