Gerðir kirkjuþings - 1974, Blaðsíða 2

Gerðir kirkjuþings - 1974, Blaðsíða 2
Níunda kirkjuþing þjóðkirkju Islands hófst miðvikudaginn 30- október 1974 kl. 14 með guðsþjónustu í Hallgrímskirkju í Reykjavík. Sr. Eiríkur J. Firíksson, prófastur á Þingvöllumj kirkjuþingsmaður, predikaði og þjónaði fyrir altari, 1 guðsþjónustunni voru eingöngu sungnir sálmar eftir sr. Hallgrím Pétursson, enda var guðsþjónustan jafnframt helguð 300. ártíð hans. Að guðsþjónustu lokinni var gengið í fundarsal Hallgrímskirkju þar sem biskup setti kirkjuþing og bauð þingfulltrúa velkomna til starfa. Hann minntist í ávarpi sínu nýlátins þingfulltrúa, frú Jósefínu Helgadóttur, er andaðist 17* sept. þiá. 8l áiN3 að aldri, f. 30. júlí 1893* Hún var kirkjuþingsmaður frá árinu 1964 fyrir 4. kjördæmi. Kirkjuþingsmenn heiðruðu minningu frú Jósefínu með því að rísa úr sætum. Biskup bauð velkominn til þings varaþingmann 4. „kjördæmis, Eðvald Halldórsson, Hvamstanga. Við þingsetningu voru fulltrúar kirkjumálaráðherra viðstaddir, Baldur Möller ráðuneytisstjóri og Bergur Pálsson fulltrúi. Sjáifur var kirkjumálaráðherra erlendis. Á þessum fyrsta fundi var kosin kjörbréfanefnd til þess að úrskurða kjörbréf Eðvalds Halldórssf'nar. Þessir voru kosnir: Sr. Gunnar Árnason, Sr. Sigurður Kristjánsson, Sr. Pétur Ingjaldsson, Ástráður Sigursteindórsson, Þórður Tómasson. Á öðrum fundi, að loknum úrskurði kjorbréfs voru kosnir 1. "g 2. vara- forseti. Sr. Eiríkur J. Eiríksson var kjörinn 1. varaforseti, sr. Gunnar Árnason 2. varaforseti (hlutkesti milli hans og sr. Bjarna Sigurðssonar, 4.atkv. hvor). Þingskrifarar voru kjörnir þeir Ástráður Sigursteindórsson og Þórður Tómass^n (11 atkv. hvor). Þá voru kosnar fastanefndir þingsins. í löggjafarnefnd: Sr. Bjarni Sigurðsson, Sr. Gunnar Árnasrn, Sr. Sigurður Guðmundsson. Gunnlaugur Finnsson, Ástráður Sigursteindórsson, Sr. Eiríkur J. Eiríksson, Sr. Pétur Ingjáldsson, Ásgeir Magnússon. í allsherjarnefnd: Sigurjón Jóhannesson,

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.