Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.06.2015, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 13.06.2015, Qupperneq 4
13. júní 2015 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 2 Lee Buchheit, lög- fræðingur sem var íslenskum stjórnvöld- um til ráðgjafar við losun hafta, sagðist eiginlega vera orðlaus um lausnina á losun hafta. Ríkisfjármál- in stórbatni og lánshæfismatsfyrirtækin horfi til þess. Bryndís Kristjáns- dóttir skattrannsóknar- stjóri greindi frá því að gengið hefði verið frá kaupum á gögnum sem tengja Íslendinga við skattaskjól. Sigríður H. Jörunds- dóttir, sagnfræðingur á Landsbókasafninu, hefur hafið söfnun frásagna þeirra kvenna sem hafa stigið fram undir formerkjunum #þöggun og #konurtala. Birgir Jakobsson land- læknir sagði stjórnvöld bera ábyrgð á að ljúka verkföllum með einum eða öðrum hætti. FRÉTTIR Lukkulíf á Mallorca 18. og 25. júní VITA - Skógarhlíð 12 - Sími 570 4444 Verð frá 59.900 kr.* á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. 89.900 kr. á mann m.v. 2 í íbúð. SAMFÉLAG „Ég hef byggt upp starf- ið í Kenía síðan 2006 í samstarfi við samtökin á Íslandi og hef helg- að líf mitt starfinu í Kenía og svo halda þau bara að þau geti tekið það allt af mér,“ segir Þórunn Helgadóttir, formaður ABC barna- hjálpar í Kenía. Fréttablaðið greindi frá því í gær að deilur stæðu nú á milli ABC barnahjálpar í Kenía og ABC barnahjálpar á Íslandi. Þá var greint frá því að Þórunni hefði verið sagt upp störfum hjá ABC barnahjálp en hún væri föst á því að staða hennar í Kenía væri óbreytt, enda væri um tvö sjálf- stæð félög að ræða. ABC barna- hjálp á Íslandi heldur því hins vegar fram að félagið eigi ABC í Kenía og að Þórunn sé ekki lengur starfsmaður. „Ég er með samstarfssamning í höndunum sem sýnir það skýrt að félögin eru tvö sjálfstæð félög og hafa samtökin því enga heimild til þess að segja mér upp,“ segir Þórunn og bætir við að samkvæmt lögum í Kenía reki hún félagið. Árið 2006 fór Þórunn til Kenía fyrir hönd ABC til að skoða aðstæður fyrir uppbyggingu nýs skóla í fátækrahverfum í Naíróbí. Allar götur síðan hefur Þórunn helgað líf sitt hjálparstarfinu í Kenía og verið formaður félagsins. „Þetta er ótrúlega sársaukafullt og við eiginmaður minn höfum lagt allt okkar líf í starfið og séð til þess að halda hjálparstarfinu á floti.” Þá sakar Þórunn ABC barna- hjálp á Íslandi um mútur. Hún segir að stjórnin á Íslandi beri fé í einstaka starfsmenn innan skólans í Kenía. „Þetta gera þau til þess að fá starfsmennina til að taka yfir skólann með valdi og taka yfir okkar starfsemi með valdi,“ segir Þórunn sem kveðst hafa áreiðan- legar heimildir fyrir ásökunum sínum. „Mér finnst þessi fram- ganga siðlaus.“ Þá segir Þórunn að verst finn- ist henni að í kjölfar samstarfsslita félaganna missi hún styrktaraðila sem félagið í Kenía hafði fyrir milligöngu félagsins á Íslandi. „Það eru engir peningar að berast til félagsins úti núna og við miss- um þá styrktaraðila sem við höfum haft,“ segir hún. Þórunn telur uppsögnina hafa komið í kjölfar þess að hún hafi ekki talið heppilegt að samein- ast sænskum samtökum sem ABC barnahjálp á Íslandi hefur ákveð- ið að gera. „Það er ekkert sem við höfum gert í okkar starfi sem kallar á þessa framkomu af hálfu félags- ins á Íslandi.“ nadine@frettabladid.is Sakar ABC á Íslandi um mútur í Kenía Þórunn Helgadóttir hefur helgað líf sitt hjálparstarfi fyrir ABC barnahjálp í Kenía. ABC á Íslandi sagði henni upp störfum en Þórunn heldur starfinu ótrauð áfram. Miklar deilur standa nú milli félaganna tveggja. Þórunn segir að framkoma ABC á Íslandi sé siðlaus. ÓSÁTT „Þetta gera þau til þess að taka yfir okkar starfsemi með valdi,“ segir Þórunn Helgadóttir. MYND/GUNNARSALVARSSON FIMM Í FRÉTTUM HAFTALOSUN OG KVENNAÞINGGLEÐIFRÉTTINVEÐUR Í dag er útlit fyrir ágætt veður, með hægri norðanátt, annars skýjað með köflum og dálitlar skúrir á Austfjörðum. Hiti 5 til 13 stig, hlýjast suðvestan til. SJÁ SÍÐU 46 ➜ Ragnheiður Ríkharðsdóttir, formaður þing- flokks Sjálf- stæðisflokksins, lagði til hreint kvennaþing til tveggja ára, 2017 til 2019. Þetta er ótrúlega sársaukafullt og við eiginmaður minn höfum lagt allt okkar líf í starfið og séð til þess að halda hjálparstarfinu á floti. Þórunn Helgadóttir, formaður ABC barnahjálpar í Kenía MENNTAMÁL „Sex mál komu á borð sviðsforseta á árinu 2014 vegna gruns um ámælisverða háttsemi,“ segir Daði Már Kristófersson, forseti Félagsvís- indasviðs Háskóla Íslands, um rannsóknir sviðsins vegna gruns um ámælisverða hátt- semi nemenda innan deilda þess. Fréttablaðið hefur undanfarið fjallað um ámælisverðar lokarit- gerðir sem viðskiptafræðideild Háskóla Íslands hefur til rann- sóknar. Um tvö mál hefur verið fjallað á skömmum tíma. Annars vegar mál nýútskrifaðs háskóla- nema sem útskrifaðist með loka- ritgerð þar sem þrjú viðtöl virðast fölsuð og hins vegar meintan ritstuld í lokaritgerð útskrifaðs viðskiptafræðinema frá árinu 2013. Fjögur af þeim sex málum sem komu á borð sviðs- forseta Félagsvísindasviðs á árinu 2014 voru vegna nemenda í lagadeild. Þá var eitt mál vegna nemanda í félags- og mannvísindadeild og eitt vegna nemanda í viðskiptafræðideild. Samkvæmt upplýsingum frá Félagsvísindasviði Háskóla Íslands hafa þrjú mál vegna gruns um ámælisverða háttsemi nemenda verið rannsökuð á árinu 2015. Eitt mál vegna nemanda í lagadeild, annað vegna nemanda í stjórnmálafræðideild og það þriðja vegna nemanda í viðskiptafræðideild. „Nýlega komu síðan upp tvö mál í viðskipta- fræðideild. Þar stendur rannsókn yfir, sem ljúka mun innan tíðar,“ segir Daði um fyrrnefnd mál sem Fréttablaðið fjallaði um. - ngy Meirihluti mála sem hafa verið rannsökuð er í viðskiptafræðideild: Fimm mál á Félagsvísindasviði DAÐI MÁR KRISTÓFERSSON HÁSKÓLI ÍSLANDS Eitt málanna er vegna nemanda í laga- deild og annað vegna nemanda í stjórnmálafræði. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR GVATEMALA Forseti Gvatemala, Otto Perez Molina, sagði á blaða- mannafundi í gær að hann hygðist ekki segja af sér en forsetinn sætir nú rannsókn fyrir spillingu eftir að hæstiréttur samþykkti kröfu stjórnarandstöðunnar þar í landi um að rannsaka bæri athæfi hans. Perez stendur frammi fyrir því að friðhelgi hans sem forseta verði afnumin og því verði hann sakhæfur. Forsetanum er gefið að sök að hafa hylmt yfir með hátt settum toll- vörðum. Tollverðirnir þáðu mútur frá viðskiptajöfrum sem forðast vildu að borga skatta. - þea Forseti Gvatemala hyggst ekki segja af sér embætti: Sætir rannsókn fyrir spillingu SPILLING Forseti Gvatemala segir það stjórnarskrárbundna skyldu sína að segja ekki af sér embætti þegar á móti blæs. NORDICPHOTOS/AFP SKÓLAMÁL Börn í Fjarðabyggð á Austfjörðum eru vinafærri og stríðni hefur aukist á meðal drengja. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem lögð var fram á fundi fræðslunefndar Fjarða- byggðar á miðvikudag. Skýrslan tók til barna í fimmta til sjöunda bekk. Í skýrslunni kemur jafnframt fram að nemendur upplifi í aukn- um mæli að þeir séu hafðir út undan af jafningjum. - snæ Ný skýrsla um líðan barna: Stríðni eykst í Fjarðabyggð BRETLAND Fjór tán ára grunn- skóla nem andi í Bretlandi hefur verið handtekinn vegna gruns um tilraun til manndráps. Frá þessu greinir BBC. Drengurinn stakk fimm tug an kenn ara sinn í grunn skól an um Dixons Kings Aca demy í gær- morgun og lagði svo á flótta. Kenn ar inn var í kjölfarið flutt- ur á sjúkra hús en ekki er talið að hann hafi hlotið inn vort is blæðing- ar. Samkvæmt upplýsingum lög- reglu er ástand hans stöðugt. - ngy Fjórtán ára nemi handtekinn: Nemi stakk kennara sinn Hjónabandssæla, stuttmynd Jörundar Ragnarssonar, hlaut verðlaun fyrir besta handritið á hinni virtu Tel Aviv Inter- national Student Film Festival í vikunni. Mynd Jör- undar hefur einnig verið verðlaunuð á hátíðum í New York, Prag og Montreal. Stuttmynd verðlaunuð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.