Fréttablaðið - 13.06.2015, Síða 22

Fréttablaðið - 13.06.2015, Síða 22
BREIÐHYLTINGAR BJÓÐA Í PARTÍ Hluti hóps listamanna og skipuleggjenda í höggmyndagarði Hallsteins Sigurðssonar mynd- höggvara en þar munu Breiðhyltingar sýna listir sínar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Á THE JINX: THE LIFE AND DEATHS OF ROBERT DURST á Stöð 2 á sunnudag. Hugmyndin var að færa listamenn úr Breiðholti aftur heim í Breiðholtið,“ segir Valgeir Sigurðsson, einn skipuleggjenda Breiðholt festivals. „Okkur lang- aði líka að lífga upp á hverfið og þar sem það koma margir listamenn og framkvæmdafólk af þessu svæði er gaman að hóa í alla aftur. Sjón verður þeirra á meðal en hann var hluti af Medúsahópnum sem spratt upp úr Breiðholtinu þegar hverfið var að byggjast upp.“ Valgeir segir lítið af uppákom- um í hverfinu og að hugmynd- in hafi komið þegar hann var í göngutúr í dalnum þar sem festi- valið er haldið, það er á grónu svæði í hjarta Seljahverfisins í námunda við gamla bæjarstæði Breiðholts sem hverfið dregur nafn sitt af. „Þetta er tilvalið til að sjá framan í nágrannana og setja jákvæðan fókus á Breiðholtið en það er ekki endilega í allra hugum spennandi heim að sækja. Við viljum leiðrétta þann mis- skilning.“ Valgeir og listamenn sem koma fram á hátíðinni hafa staðið fyrir fullt af tónleikum og uppákomum í miðbæ Reykjavíkur. „Við höfum alltaf verið að dröslast niður í bæ þannig að þetta er viðleitni til að gera þetta heima í héraði.“ Á hátíðinni verður sem fyrr segir dagskrá með Breiðhylt- ingum, einnig verður dans- og tónlistarsmiðja í boði og mark- aður með sölubásum. Hátíðin endar með tónleikum þar sem Ben Frost, Kira Kira og Samaris koma meðal annars fram. HELGIN SÆNSKU SAKAMÁLA- SÖGUNA Skuggadreng eftir Carl-Johan Vallgren, í íslenskri þýðingu Þórdísar Gísladóttur. 13. júní 2015 LAUGARDAGUR13. júní 2015 LAUGARDAGUR FARÐU HLUSTAÐU LESTU HORFÐU... Einfalt og vandað regluverk: Hvernig má tryggja árangur til lengri tíma? Málþing á vegum OECD og forsætisráðuneytisins, fimmtudaginn 18. júní 2015, frá kl. 9:30–14:00 á Hilton Reykjavík Nordica Hótel Málþingið fer fram á ensku, nema hvað hádegisverðarspjallið verður á íslensku. Þátttökugjald kr. 10.000. Skráningarfrestur er til 15. júní næstkomandi. Upplýsingar um skráningu má finna á vef forsætisráðuneytisins: www.for.is/oecd 8:30 Skráning á málþingið 9:30 Ávarp Luiz de Mello, varaframkvæmdastjóri, OECD Opinber stjórnsýsla og svæðis- bundin þróun 9:45 Einfaldara og skilvirkara regluverk fyrir atvinnulífið Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra 10:00 Hugleiðingar um „sjálfbærni“ vandaðra löggjafarhátta Prófessor Gary Banks, formaður Regulatory Policy Committee hjá OECD og rektor stjórnsýsluskólans í Ástralíu og Nýja-Sjálandi 10:30 Leiðir til að festa vandaða löggjafarhætti í sessi Tony Prosser, prófessor í opinberum rétti, University of Bristol Gunnar Haraldsson, hagfræðingur við Háskóla Íslands, formaður ráðgjafar- nefndar um opinberar eftirlitsreglur 11:10–11:40 Kaffihlé 11:40 Pallborðsumræður – Stöðugir og vandaðir löggjafarhættir í framkvæmd �� ������������������������������������������������ �� � ������� ���������������������������������������������������������������� ������ � �� �������������������������������������������������������������������������� � �� ���������������������������������� 13:00 Hádegisverðarspjall um aðstæður á Íslandi: Samspil ráðuneyta og Alþingis í löggjafarmálum � �� ������������������������������������������������������ � �� �������������������������������������������������������������� NIÐUR AÐ HÖFN á nýtt kaffihús við Slippinn– Kaffislipp. Björt Ólafsdóttir, stjórnmálakona Ólétt á Sumarmölina Ég er að fara á Drangsnes á tón- listarhátíðina Sumarmölina. Ég fór líka í fyrra með stórfjölskylduna og kynntist yndislegu heimafólki sem tekur nú ekki annað í mál en að hýsa mig, óléttu konuna. Frosti Logason, fjölmiðlamaður Húsfundir eru toppurinn Um helgina ætla ég að nýta mér langþráða stund milli stríða til þess að huga að einu af mínum ástríðufyllstu áhugamálum, en það eru málefni húsfélagsins heima á Birkimel. Húsfundir eru ákveðnir og óumflýjanlegir hápunktar til- veru minnar þessa dagana. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar Stefnan tekin út úr bænum Ég ætla að fara með morgunmat til ömmu og eiga smá gæðastund með henni. Svo er stefnan tekin á að fara út úr bænum, en mér finnst alltaf gott að kúpla mig út og finna ró úti í náttúrunni. Matthías Imsland, aðstoðarmaður félagsmálaráðherra Tveir í kotinu Við verðum tveir í kotinu alla helgina, ég og Sölvi sonur minn, þannig að það verður bara kósí hjá okkur. Hápuntkur helgarinnar verður þegar við fylgjumst með litla bróður spila í markinu hjá ÍR. Færa fjörið aftur heim í hverfið Breiðholt festival er í dag þar sem boðið verður upp á listadagskrá, smiðjur og götumarkað. Breiðhyltingar eru kallaðir heim og munu troða upp. Hvað? Breiðholt Festival Hvar? Gróðurhúsinu– Vogaseli 9, Hólmaseli, Ölduselslaug, Skúlptúr- garðinum í Seljahverfi Hvenær? Í dag klukkan 13-22 Aðgangur ókeypis Erla Björg Gunnarsdóttir erlabjorg@frettabladid.is Á KK OG MAGGA, laugar- dagskvöldið 13. júní, á Café Rósenberg á Klapparstíg.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.