Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.06.2015, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 13.06.2015, Qupperneq 28
13. júní 2015 LAUGARDAGUR| HELGIN | 26 Öll skapandi hugsun hvarf Heiðar var ellefu ára þegar hann loksins fór í skóla sem hentaði. „Þar voru alls konar krakkar, ofvirkir, þeir sem höfðu orðið fyrir einelti og allt þar á milli. Þar voru sex kenn- arar á hverja fimmtán nemendur og ég fékk stuðninginn sem ég þurfti. Á einu ári fór ég í gegnum stærð- fræðibækur frá fimmta bekk og upp í fyrsta ár í framhaldsskóla og náði jafnöldrum mínum í dönsku. Árið eftir flutti ég til Íslands og fór í skóla hér.“ Heiðar upplifði sig enn stjórnlaus- an. „Ég var búinn að fatta hvernig ég átti ekki að gera mig að algjöru fífli, en ég var ennþá í ruglinu. Ég varð félagsfælinn af lyfjunum og fannst ég ekki búa yfir neinum per sónuleika. Ég fann aldrei upp á neinu að segja því öll skapandi hugs- un lá í dvala.“ Eftir þetta lá leið Heiðars í fram- haldsskóla með jafnöldrum sínum. Hann var enn á lyfjunum og seg- ist aldrei hafa staðið sig jafn vel í skóla og fyrstu önn sína í mennta- skólanum. „Það gekk fáránlega vel. Ég kláraði 20 einingar. Svo ákvað ég einn daginn að hætta á Rítalín- inu. Önnina eftir rétt slefaði ég upp í níu einingar og á þeirri þriðju sótti mamma mig í skólann einn daginn og bað mig að huga betur að nám- inu. Ég fékk svo mikið mótþróakast að ég mætti aldrei aftur. Ég held að skólataskan mín sé ennþá uppi í skóla,“ segir Heiðar og hlær. Vont að vera stjórnlaus Þegar hér er komið sögu hafði Heið- ar reynt aðeins fyrir sér á brim- bretti. „Þegar ég hætti á lyfjunum þurfti ég að kynnast sjálfum mér aftur. Ég vissi ekkert hvað ég vildi. Þannig að ég var að slæpast og fann mikla huggun í sörfinu. Þetta hefur alltaf verið þannig, ef ég fæ enga útrás, þá er ég vonlaus.“ Heiðar hefur mikið lært inn á eigin ofvirkni og er í dag lyfjalaus, einstaklega jákvæður ungur maður. „Ég get ekki tekið of mikið að mér í einu, þá missi ég yfirsýn og fer í hálfgert panikk-ástand. Eins og þegar ég var lítill og mamma bað mig að taka til í herberginu mínu. Ég leit yfir herbergið, þar var allt í drasli og ég gat ekki með nokkru móti byrjað að taka til. Ef mamma Ég passaði hvergi inn. Í eitt skiptið fór ég í skóla þar flestir nemendurnir lifðu við einhvers konar þroskahömlun. Það var ein af skyndilausnunum. Það vissi enginn hvað átti að gera við mig. Hann var allsgáður þegar ég fæddist en hefur háð mikla baráttu við fíknina. Hann er allsgáður í dag. Ég hef samt lært það að ég hef enga stjórn á því heldur, hvað hann gerir við sitt líf. Hann er pabbi minn og hann er mikill vinur minn og hann er æðislegur eins og hann er. Ég gafst örugglega 10 þúsund sinnum upp á því að verða atvinnu- maður en einhvern veginn var alltaf einhver í lífi mínu sem sagði eitthvað sem gaf mér drifkraftinn til að láta þetta verða að veruleika. Og byrja að trúa á sjálfan mig. Þannig var mín drykkjusaga öll, ég gerði alltaf einhverja ömurlega hluti. Ég var alltaf að hugsa hvort ég ætti nokkuð að vera að þessu. Ég var alltaf að reyna að hætta, eða minnka þetta. ÓLST UPP Á GEÐDEILD Heiðar var alla barnæskuna á stórum skammti af Rítalíni. Hann hefur nú lært að beina orkunni á rétta staði. setti mér hins vegar fyrir, kannski tvo eða þrjá hluti í einu, gat ég klár- að þá. Þannig tók ég til í herberginu mínu þangað til ég varð tólf ára. Ef ég gat fengið að einbeita mér að ein- hverju einu, gerði ég það vel. Ann- ars var ég í ruglinu,“ segir Heiðar og hlær. Hann segir málið fyrir fólk í sinni stöðu að hafa markmið. „Það er svo mikil orka í gangi og ef ég hef hef ekki neitt til að beina orkunni að, þá verð ég stjórnlaus.“ Sonur fíkils Heiðari var sagt frá því þegar hann var ungur að hann mætti ekki drekka áfengi með ofvirknilyfj- unum. „Þegar ég var fjórtán ára vorum við vinirnir að plana fyrsta fylleríð. Ég man að ég fór heim um kvöldið; ég tók alltaf lyf á morgnana klukkan 8 og svo aftur klukkan 6 svo að það dygði út daginn. Mamma sagði mér að taka lyfin mín og ég sagði: Nei, ég er að fara að hitta strákana í kvöld og vil vera ég sjálf- ur. Hún sagði mér að taka töflurnar og ég neitaði aftur. Hún þráspurði mig þannig að ég sagði henni að ég ætlaði á fyllerí um kvöldið. Hún vissi ekki hvernig hún átti að bregð- ast við. Það var náttúrulega ekki hægt að hafa neina stjórn á mér, ég fann alltaf leið til þess að gera það sem ég vildi. Þannig að hún bað mig um að vekja sig þegar ég kæmi heim og að fara varlega,“ segir Heiðar. Blóðfaðir Heiðars er fíkill og þegar talið berst að honum verður Heiðar ögn alvarlegri. „Hann var allsgáður þegar ég fæddist en hefur háð mikla baráttu við fíknina. Hann er allsgáður í dag. Ég hef samt lært það að ég hef enga stjórn á því heldur, hvað hann gerir við sitt líf. Hann er pabbi minn og hann er mikill vinur minn og hann er æðislegur eins og hann er.“ Heiðar heldur áfram og segir móður sína alltaf hafa sagt að hann væri í áhættuhópi um að þróa með sér fíkn . „Ég tók ekkert mark á því. Hún þakkaði mér fyrir að hafa sagt sér frá því að ég ætlaði á fyrsta fyll- eríið mitt. Ég var hissa á því að ég væri að ganga út um dyrnar þetta kvöld. Svo fór auðvitað allt í ein- hverja vitleysu. Þannig var mín drykkjusaga öll, ég gerði alltaf ein- hverja ömurlega hluti. Ég var allt- af að hugsa hvort ég ætti nokkuð að vera að þessu. Ég var alltaf að reyna að hætta, eða minnka þetta. Ég var ungur og lífið snerist að miklu leyti um djammið. Ég tók ákvörðun þegar ég var pínulítill að ég myndi aldrei prófa dóp, út af pabba, og ég hef aldrei gert það.“ Hætti sjálfur að drekka Heiðar lærði til þjóns og hefur rekið bari og unnið á veitingastöð- um um alla Reykjavík. „Ég var sérstaklega góður í því að útbúa kokteila og drakk mikið af þeim,“ segir Heiðar, léttur í bragði. „Ég hafði líka ferðast til Frakklands, í tveggja vikna sörfferð, þar sem ég sá hvernig menn umgengust vín þar. Rauðvín í hádeginu, ef því var að skipta. Ég heillaðist mikið af því, en ég var samt ekki lengi að átta mig á því að þetta væri ekki fyrir mig og var bara 19 ára þegar ég hætti að drekka. Það breytti miklu fyrir mig.“ Einu og hálfu ári eftir að Heið- ar hætti að drekka var hann orð- inn yfirþjónn á Loftinu og tók svo við sem rekstrarstjóri. „Mig hafði alltaf dreymt um að fara í ferðalög og hafði náð að púsla saman ein- hverri tveggja vikna Frakklands- ferð sem endaði í rugli þegar ég var að drekka, en eftir að ég hætti að drekka er ég byrjaður að geta farið í þriggja mánaða ferðalög hingað og þangað, til Kanada, Kaliforníu. Ég er nýkominn úr þriggja mánaða ferðalagi um Indónesíu með kærust- unni minni sem var ótrúlegt ævin- týri. Það er alltaf eitthvað skemmti- legt. Þegar ég hætti að drekka fór orkan að fara í hluti sem ég vil gera. Og orkan er mikil! Ég er alltaf að gera svo skemmtilega hluti!“ Gafst tíu þúsundum sinnum upp Heiðar segir að það að losa sig við áfengi hafi haft þau áhrif að tæki- færin komi frekar til hans. „Maður talar um það sem maður er að gera, býr til áhugaverðar samræður við fólk og þannig dúkka tækifærin upp. Alveg eins með sörfið. Þetta með að elta draumana og vera ekki alltaf að tefja. Frá því ég byrjaði að sörfa hafa allir hvatt mig til að gerast atvinnumaður. Ég var lang- yngsti sörfarinn á Íslandi en ég hélt alltaf að ég gæti það ekki. Ég gafst örugglega 10 þúsund sinnum upp á því að verða atvinnumaður en ein- hvern veginn var alltaf einhver í lífi mínu sem sagði eitthvað sem gaf mér drifkraftinn til að láta þetta verða að veruleika. Og byrja að trúa á sjálfan mig. Núna er ég með samn- ing hjá fyrirtækjum sem hjálpa mér að ná markmiðum mínum og draum- um í sportinu. Ég vinn eigin lega við það að skapa augnablik – búa til myndefni sem fólk sér og von- andi hugsar: Vá, mig langar að gera þetta.“ Mataræðið breytir miklu Heiðar lifir svokölluðum hreinum lífsstíl. Hann hefur aldrei verið í betra líkamlegu formi en nú. „Ég tók út allar mjólkurvörur, sykur, allt. Ég kalla þetta steinaldar- matar æði. Allt sem vex, ekkert sem er búið til eða er bætt til að geta geymst betur, engar unnar vörur, hreint kjöt, fiskur, lífrænt grænmeti og ávextir, hnetur og fræ og rætur. Þegar ég breytti mataræðinu, var eins og yrði logn í hausnum á mér líka. Meinið er að svona mataræði er tímafrekt, en það er alltaf hægt að grípa sér eitthvað á Gló, ef illa stendur á. Ég varð miklu heilbrigð- ari, orkuríkari, á góðan hátt. Ég gat í fyrsta skipti sest niður og drukkið te í rólegheitum.“ Heiðar stundar líka jóga af mikl- um krafti. „Mig hefur alltaf lang- að til að vera liðugur og hef loksins fundið leið til þess án þess að drep- leiðast,“ segir Heiðar og hlær. „Ég og kærastan mín stefnum á að verða Acro-jógakennarar fljótlega. Svo hef ég líka verið að hugleiða og hef mikinn áhuga á því. Það hjálpar mér svo mikið þegar ég verð tættur eða ofvirknin fer að taka yfir. Þá sest ég niður og næ að einbeita mér að hug- leiðslunni. Það er eigin lega betra en Rítalín. Svo hef ég líka aðrar leið- ir til þess að fá útrás. Ég spila til dæmis á flest hljóðfæri, aðallega á úkúlele.“ Heiðar vill nú, samhliða sörfinu, hjálpa krökkum í hans sporum. „Ég vil hafa áhrif á krakka sem standa frammi fyrir svipuðum erfiðleikum og ég stóð frammi fyrir. Það þarf að beina orkunni á rétta staði og ég get hjálpað til við það. Hvernig ég fer að því, kemur sennilega til mín seinna, en þangað til vona ég að mín saga hjálpi einhverjum.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.