Fréttablaðið - 13.06.2015, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 13.06.2015, Blaðsíða 36
13. júní 2015 LAUGARDAGUR| HELGIN TÆKNI | 34 Allt frá því að Oculus Rift-sýndarveruleikagleraug-un skutu upp kollinum á hópfjármögnunarsíð-unni Kickstarter í ágúst árið 2012 hefur bylting vofað yfir tölvuleikjaiðnaðinum. Þremur árum síðar erum við enn að bíða. Mikið vatn hefur þó runnið til sjávar. Facebook hefur eignast Oculus VR, framleiðanda Rift-gler- augnanna, fyrir litla 230 milljarða króna og tugir tækni- og leikjafyrir- tækja af öllum stærðargráðum hafa nú sambærilega tækni í þróun. Rift á næsta leiti Forstjóri Oculus VR, Brendan Iribe, var ekki lengi að sannfæra leikja- heiminn um að byltingin sem lofað var væri sannarlega á leiðinni þegar hann steig á svið í troðfullum ráð- stefnusal í San Francisco síðasta fimmtudag. Hann tilkynnti að Rift- gleraugun myndu koma á markað á fyrsta ársfjórðungi næsta árs og svipti jafnframt hulunni af endan- legri útgáfu Oculus Rift. „Þau eru létt, þú getur haldið á þeim í annarri hendi. Þetta er ekki ósvipað því að vera með venjuleg gleraugu.“ Iribe gat ekki upplýst ráðstefnu- gesti um hvenær gleraugun fara í sölu eða hvað þau munu kosta. Ocu- lus VR verður áberandi á E3-leikja- ráðstefnunni árlegu í Los Angeles sem haldin er í mánuðinum en lík- legt þykir að Iribe muni þar kynna útgáfudag og verð. Flest bendir til að Rift muni kosta á bilinu 25.000 til 50.000 krónur. Þá kynnti Iribe einnig Oculus Touch til leiks, afar nýstárlegan stýripinna fyrir gleraugun sem les og nemur hreyfingu handanna í þrívíðu rými og birtir spilaran- um í sýndarveruleika. Þetta gerir honum kleift að teygja út hendurn- ar og hafa áhrif á sýndarumhverf- ið. Stýripinnarnir nema einnig stað- setningu og hreyfingu fingranna. Þessi tækni nýtist aðeins í leikj- um og hugbúnaði sem hannaður er frá grunni fyrir sýndarveruleika. Slíkur hugbúnaður er af skornum skammti. Þannig kynntu stjórnend- ur Oculus VR einnig tímamótasam- starf við Microsoft og munu spilara geta notað Xbox One-stýripinnann með gleraugunum. Með frá byrjun Þegar kemur að sjálfum hugbún- aðinum hefur Oculus VR boðið fjölbreyttum hópi leikjaframleið- anda að þróa leiki fyrir Rift-gler- augun. Stjórnendur þessara fyrir- tækja stigu á svið í San Francisco á fimmtudaginn og kynntu fyrstu kynslóð tölvuleikja fyrir sýndar- veruleika. Mörg þeirra voru með fyrstu stuðningsaðilum Rift-verk- efnisins, þar á meðal CCP, fram- leiðandi EVE: Online. Hilmar Veig- ar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, var fyrstur á svið í San Franc- isco og sagði það hefð hjá CCP að afmá línur milli raunheims og sýnd- arheims. Mantra fyrirtækisins væri að skapa sýndarheima sem hafa meiri þýðingu en raunheimurinn. „Þetta er nokkuð klikkuð fullyrð- ing,“ sagði Hilmar Veigar. „Og við höfum oft tekist á um hana innan fyrirtækisins. En nú, þegar við verðum vitni að upphafi sýndar- veruleikans, held ég að við höfum ekki tilefni lengur til að afsaka okkur.“ Eitthvað allt annað Þróun EVE: Valkyrie hófst með fyrstu tilraunaútgáfu Rift-gler- augnanna og verður með fyrstu fáanlegu leikjum á endanlegri útgáfu þeirra. Leikurinn er jafn- framt fyrsta raunverulega (ef svo má að orði komast) tilraun CCP með sýndarveruleika. Spilarinn æðir um himintunglin í lítilli orrustu- þotu og tekur þátt í loftbardögum þegar spilarar hvaðanæva úr heim- inum mætast. Leikurinn hefur vakið gríðarlega athygli. Það er spilunin, það hvernig sýndarveruleiki er nýtt- ur til að hafa áhrif á leikinn, sem leikjahönnuðir reyna nú að skilja og læra á. „Með endanlegri útgáfu Oculus Rift-gleraugnanna getum við sagt að þú kemst ekki nær því að vera raunverulegur flugmaður í geim- orrustuþotu en með EVE: Valkyrie,“ sagði Hilmar Veigar. Stríðið um sýndarheima hefst Oculus Rift-sýndarveruleikagleraugun verða fáanleg snemma á næsta ári. Bylting er í vændum í tölvuleikjaiðnaðinum og hið íslenska fyrirtæki CCP, ásamt öðrum, er í framvarðasveit hennar. OCULUS TOUCH Luckey með sýndarveruleikagleraugun og Oculus Touch-stýripinnana. NORDICPHOTOS/GETTY Kjartan Hreinn Njálsson kjartanh@365.is SWARM Ég „checka“ mig inn og læt mína nánustu vini vita hvar ég er. Þetta er eiginlega orðin dagbókin mín. Appið safnar líka töl- fræði um hversu oft ég hef farið á staði. FACEBOOK MESSENGER Hægt að hafa samband við alla og lang- flestir eru á Facebook. Hægt og rólega að taka yfir SMS. SUNRISE CALENDAR Það var ekki nóg að sjá fundi vikunnar. Sunrise getur bætt við uppáhaldsíþróttaliðunum þínum og hvenær þínir uppáhaldssjónvarpsþættir eru sýndir! TWITTER Langskemmtilegasti sam- félagsmiðillinn finnst mér. Magnús Sigurbjörnsson framkvæmda- stjóri borgar- stjórnarhóps Sjálfstæðis- flokksins UPPÁHALDS ÖPPIN8 3G 9:41 AM Twitter Sunrise Calendar Product Hunt Swarm SwiftKey King of Booze SWIFTKEY KEYBOARD SwiftKey-lyklaborðið er tilbreyting fyrir alla sem eru komnir með leið á venjulega lyklaborðinu. Lyklaborðið stingur upp á ís- lenskum orðum eftir því hvernig þú skrifar á lyklaborðið. LEGGJA Hefur sparað mér tíma og stöðumælasektir. PRODUCT HUNT Ég hef gaman af að uppgötva nýja hluti. Nýjustu öppin, vörurnar eða vefsíðurnar– allt á sama stað. KING OF BOOZE Ég var að leita að skemmtilegum leik í partýið um daginn og rakst á þennan sem heitir King of Booze. Leikurinn er settur upp sem borðspil þar sem partígestir leysa skemmtilegar þrautir. Hvet alla til að prófa ef þá vantar hugmynd í partí helgarinnar. BLETTIR Á DVERGPLÁNETU Dawn-könnunarfarið náði mynd af sérkennilegum blettum Ceres. Bandaríska geimvísindastofnun- in NASA hefur birt nýjar myndir af skærum blettum á yfirborði dvergplánetunnar Ceres í smá- stirnabeltinu milli Mars og Júp- íters. Að mati vísindamanna hjá NASA er líklegt að fyrirbærið sé tilkomið vegna samspils salts og íss en þeir viðurkenna þó að margt sé enn á huldu um blettina. Flekkirnir eru staðsettir í 90 kílómetra breiðum gíg. „Björtu blettirnir á Ceres eru einstakir og eitthvað sem við höfum aldrei séð áður í sólkerfinu,“ sagði Chris Russell, yfirmaður Dawn-verk- efnisins hjá NASA. Könnunar- farið Dawn myndaði blettina úr 4.000 kílómetra hæða í vikunni en það mun rannsaka yfirborð dvergreikistjörnunnar næsta árið. Vísindamenn telja að að Ceres hafi eitt sinn stefnt í að verða pláneta á stærð við Jörðina eða Mars. Vonir standa til að Dawn- könnunarfarið varpi ljósi á hvað leiddi til þess að Ceres hætti að stækka. Skærir blettir Ceres myndaðir Messenger Leggja tímanlega. Ekki geyma það til síðasta dags skila atkvæði þínuMundu að FLÓABANDALAGIÐ ATH! Atkvæði póstleggist í síðasta lagi 18. júní 22. júní er síðasti dagurinn sem þú hefur til að hafa áhrif á niðurstöður í atkvæðagreiðslunni um kjarasamningana �
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.