Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.06.2015, Qupperneq 45

Fréttablaðið - 13.06.2015, Qupperneq 45
KYNNING − AUGLÝSING Íslenski jarðvarmaklasinn13. JÚNÍ 2015 LAUGARDAGUR 5 EFLA er alhliða verkfræði- og ráðgjafarfyrirtæki og ein af stærstu verkfræðistofunum á Íslandi. „Þungamiðjan í okkar rekstri er hérna heima á Íslandi en við lítum einnig á Noreg sem okkar heimamarkað. Þar rekur EFLA fyrirtæki, EFLA AS, sem sinnir Noregsmarkaði og vinn- ur mest að verkefnum tengdum raforkuflutningi. Einnig höfum við unnið mikið við samgöngu- mannvirki, í iðnaði og byggingar- tengd verkefni og hafa þau hing- að til verið mest unnin frá Íslandi. Við erum svo með fleiri dóttur- og hlutdeildarfélög, meðal annars í Svíþjóð, Frakklandi, Póllandi, Dúbaí og svo Tyrklandi,“ segir Rúnar Magnússon, fagstjóri jarð- varma og hitaveitu hjá EFLU. Starfsfólk jarðvarma- og hita- veitusviðs EFLU hefur starfað á þó nokkrum stöðum erlendis síðustu misserin. Að sögn Rúnars hefur megináhersla verið lögð á jarð- hitaverkefni í Tyrklandi og Kenýa því þar er mikil og hröð uppbygg- ing á nýtingu jarðhita. „Á þessum svæðum hefur verið lögð áhersla á aukna græna orku og nýtingu jarðhitaauðlinda til raforkufram- leiðslu. Einnig höfum við komið að verkefnum í Bandaríkjun- um, Króatíu og Indónesíu,“ segir Rúnar. Þverfaglegt teymi sérfræðinga „Jarðhiti og nýting hans er það viðamikið verkefni að hann kallar á þverfaglegt teymi sérfræðinga. Meðal annars koma véla-, orku-, rafmagns-, byggingar- og um- hverfisverk- og tæknifræðingar, tölvunarfræðingar, viðskipta- og hagfræðingar sem og jarðfræðing- ar að verkefnum hjá okkur. Verk- efnin sem við höfum tekið þátt í eru frá því að vera á frumstigum, þar sem ákveðin svæði eru skoðuð með tilliti til nýtingar á jarðhita. Síðan taka við rannsóknir á svið- um efna-, eðlis- og jarðfræði til staðfestingar á því að nýtanlegur jarðhiti sé til staðar. Við vinnum líka að umhverfismati á verkefn- um. Miklu máli skiptir að gera áreiðanleikakönnun á virkjun- arkostum á hverju jarðhitasvæði fyrir sig sem endar í forhönnun og hagkvæmniathugun,“ útskýr- ir Rúnar. Hann nefnir til dæmis að EFLA hafi nýverið lokið við athugun á stóru jarðhitasvæði í Tyrklandi þar sem vinnan fól í sér að stað- festa framleiðslugetu svæðisins og gengu eigendur frá kaupum á vél- búnaði til raforkuframleiðslu nú í maí. „Það má bæta því við að ný- verið tók EFLA þátt í útboði á eft- irliti framkvæmda á Þeistareykj- um og áttum við hagkvæmasta boð í verkið og hefur Landsvirkj- un samið við okkur um það.“ Ísland er þekkt nafn í jarðhita- geiranum Aðspurður hvort íslensk fyrirtæki séu ekki í kjöraðstöðu vegna þekk- ingar sinnar á jarðhita svarar hann þessu: „Við Íslendingar erum afar stoltir af nýtingu okkar á jarðhita og erum duglegir að segja fólki frá reynslu okkar. Þetta gerir það að verkum að Ísland er þekkt nafn í jarðhitageiranum. Það gleym- ist stundum í umræðunni hérna heima að það er ekki sjálfgefið að komast inn í verkefni erlendis þrátt fyrir að vera frá Íslandi. Það eru lönd sem ekki hafa síðri hefð en við og hafa þróast og eflst mjög undanfarið í þekkingu á jarðhita. Má þar nefna að Nýja-Sjáland, Ít- alía, Bandaríkin og Japan byggja á langri hefð í nýtingu á jarð- hita. Þessa áskorun sjáum við hjá EFLU sem tækifæri til að þróast og tileinka okkur nýjustu tækni. Einnig þurfum við að viðhalda þeirri þekkingu sem fyrir er með stöðugri endurnýjun í greininni, þarna liggja tækifæri fyrir ungt og metnaðarfullt fólk að þróast með EFLU.“ Í samstarfi með fremstu sér- fræðingum Jarðvarmadeild EFLU hefur unnið að verkefnum tengdum jarðhita í Tyrklandi í átta ár. Þar hefur starfsfólkið komið inn á frumstig- um og aðstoðað við þróun á jarð- hitasvæðum. Rúnar segir þessa vinnu vera oft mikið tengda jarð- fræði, jarðeðlisfræði og jarðefna- fræði en snúa einnig að hag- kvæmniathugunum verkefna. „Til að styrkja hæfni EFLU í jarð- hitaverkefnum höfum við tekið upp samstarf við aðila, svo sem ÍSOR hér á landi en einnig erum við í nánu samstarfi með teymi frá Bandaríkjunum í nokkrum verk- efnum. Fjölbreytt verkefni Sem dæmi um þá fjölbreyttu flóru verkefna nefnir Rúnar stór- an alþjóðlegan framleiðanda sem rekur fjölda verksmiðja í Asíu. Aðalmarkmiðið er að gera framleiðsluna umhverfisvænni. „Okkar hluti snýr að orkunotkun við framleiðslu og hvernig megi draga úr henni sem og að kanna möguleikann á því að nýta jarð- varma og græna orku í auknum mæli.“ Annað dæmi um hve ólík vinn- an hjá EFLU er, þá má minn- ast á verkefni fyrir ÍSAGA uppi á Hæðarenda í Grímsnesi. „Um er að ræða framleiðslu á koltvísýr- ingi (CO 2 ) sem unninn er beint úr jarðhitaholum á svæðinu. Þessi óvenjulega hliðarafurð jarðhita er svo nýtt beint í innlenda fram- leiðslu á gosdrykkjum og bjór, og hefur verið vottuð til matvæla- framleiðslu. EFLA hefur verið ráð- gjafi ÍSAGA allt frá upphafi fram- leiðslunnar og gæði koltvísýrings- ins eru einstök,“ segir Rúnar. Mörg verkefni fram undan Rúnar bætir við að gaman sé að segja frá því að EFLA hafi nú á fimmtudaginn skrifað undir samning við Þróunarsamvinnu- stofnun, um verkefni í Kenýa sem hefst í júní. „Verkefnið er hluti af áherslu Íslands í uppbyggingu á þekkingu á jarðhita og nýtingu hans í Austur-Afríku og erum við hjá EFLU mjög spennt að koma að þessari uppbyggingu.“ Eitt af stóru verkefnunum sem EFLA vinnur nú að er uppbygg- ing og endurbætur á Bláa lón- inu. Framkvæmdir eru hafn- ar við nýtt hótel sem og stækkun á lóninu. EFLA sér um alla verk- færðiráðgjöf og hönnun hótels- ins í samvinnu við arkitektastof- una Basalt. „Stækkun baðaðstöðu kallar á breytingar á jarðsjávar- lögn og hitakerfi, en lónið nýtir jarðsjó beint frá orkuveri HS Orku í Svartsengi,“ lýsir Rúnar og bætir við í lokin að jarðvarmaþekking EFLU sé einnig mikil á svæðis- skrifstofum fyrirtækisins um allt land, á Austurlandi, Norðurlandi og Suðurlandi þar sem ýmsum verkefnum er sinnt, til dæmis má nefna hönnun og endurbætur á hitaveitum og sundlaugakerfum. EFLA með verkefni um allan heim Starfsfólk EFLU er þverfaglegt teymi sérfræðinga sem sinnir fjölbreyttum verkefnum bæði hérlendis og erlendis en megináhersla í jarðvarmaverkefnum er í Tyrkland og Kenýa. Ólík og spennandi verkefni bíða starfsfólks fyrirtækisins í náinni framtíð. Nýtt starfsumhverfi fyrir jarðvarmasérfræðinga EFLU. AÐSEND MYND Sunna Björg Reynisdóttir, kynningarstjóri EFLU og sérfræðingur á jarðvarmasviði, Rúnar Magnússon, fagstjóri jarðvarma og hitaveitu, og Guðmundur Þorbjörnsson framkvæmda- stjóri. MYND/GVA Við Íslendingar erum afar stoltir af nýtingu okkar á jarðhita og erum duglegir að segja fólki frá reynslu okkar. Þetta gerir það að verkum að Ísland er þekkt nafn í jarðhitageiranum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.