Fréttablaðið - 13.06.2015, Qupperneq 45
KYNNING − AUGLÝSING Íslenski jarðvarmaklasinn13. JÚNÍ 2015 LAUGARDAGUR 5
EFLA er alhliða verkfræði- og ráðgjafarfyrirtæki og ein af stærstu verkfræðistofunum
á Íslandi. „Þungamiðjan í okkar
rekstri er hérna heima á Íslandi
en við lítum einnig á Noreg sem
okkar heimamarkað. Þar rekur
EFLA fyrirtæki, EFLA AS, sem
sinnir Noregsmarkaði og vinn-
ur mest að verkefnum tengdum
raforkuflutningi. Einnig höfum
við unnið mikið við samgöngu-
mannvirki, í iðnaði og byggingar-
tengd verkefni og hafa þau hing-
að til verið mest unnin frá Íslandi.
Við erum svo með fleiri dóttur- og
hlutdeildarfélög, meðal annars
í Svíþjóð, Frakklandi, Póllandi,
Dúbaí og svo Tyrklandi,“ segir
Rúnar Magnússon, fagstjóri jarð-
varma og hitaveitu hjá EFLU.
Starfsfólk jarðvarma- og hita-
veitusviðs EFLU hefur starfað á þó
nokkrum stöðum erlendis síðustu
misserin. Að sögn Rúnars hefur
megináhersla verið lögð á jarð-
hitaverkefni í Tyrklandi og Kenýa
því þar er mikil og hröð uppbygg-
ing á nýtingu jarðhita. „Á þessum
svæðum hefur verið lögð áhersla
á aukna græna orku og nýtingu
jarðhitaauðlinda til raforkufram-
leiðslu. Einnig höfum við komið
að verkefnum í Bandaríkjun-
um, Króatíu og Indónesíu,“ segir
Rúnar.
Þverfaglegt teymi sérfræðinga
„Jarðhiti og nýting hans er það
viðamikið verkefni að hann kallar
á þverfaglegt teymi sérfræðinga.
Meðal annars koma véla-, orku-,
rafmagns-, byggingar- og um-
hverfisverk- og tæknifræðingar,
tölvunarfræðingar, viðskipta- og
hagfræðingar sem og jarðfræðing-
ar að verkefnum hjá okkur. Verk-
efnin sem við höfum tekið þátt í
eru frá því að vera á frumstigum,
þar sem ákveðin svæði eru skoðuð
með tilliti til nýtingar á jarðhita.
Síðan taka við rannsóknir á svið-
um efna-, eðlis- og jarðfræði til
staðfestingar á því að nýtanlegur
jarðhiti sé til staðar. Við vinnum
líka að umhverfismati á verkefn-
um. Miklu máli skiptir að gera
áreiðanleikakönnun á virkjun-
arkostum á hverju jarðhitasvæði
fyrir sig sem endar í forhönnun
og hagkvæmniathugun,“ útskýr-
ir Rúnar.
Hann nefnir til dæmis að EFLA
hafi nýverið lokið við athugun á
stóru jarðhitasvæði í Tyrklandi
þar sem vinnan fól í sér að stað-
festa framleiðslugetu svæðisins og
gengu eigendur frá kaupum á vél-
búnaði til raforkuframleiðslu nú í
maí. „Það má bæta því við að ný-
verið tók EFLA þátt í útboði á eft-
irliti framkvæmda á Þeistareykj-
um og áttum við hagkvæmasta
boð í verkið og hefur Landsvirkj-
un samið við okkur um það.“
Ísland er þekkt nafn í jarðhita-
geiranum
Aðspurður hvort íslensk fyrirtæki
séu ekki í kjöraðstöðu vegna þekk-
ingar sinnar á jarðhita svarar hann
þessu: „Við Íslendingar erum afar
stoltir af nýtingu okkar á jarðhita
og erum duglegir að segja fólki frá
reynslu okkar. Þetta gerir það að
verkum að Ísland er þekkt nafn
í jarðhitageiranum. Það gleym-
ist stundum í umræðunni hérna
heima að það er ekki sjálfgefið
að komast inn í verkefni erlendis
þrátt fyrir að vera frá Íslandi. Það
eru lönd sem ekki hafa síðri hefð
en við og hafa þróast og eflst mjög
undanfarið í þekkingu á jarðhita.
Má þar nefna að Nýja-Sjáland, Ít-
alía, Bandaríkin og Japan byggja
á langri hefð í nýtingu á jarð-
hita. Þessa áskorun sjáum við hjá
EFLU sem tækifæri til að þróast
og tileinka okkur nýjustu tækni.
Einnig þurfum við að viðhalda
þeirri þekkingu sem fyrir er með
stöðugri endurnýjun í greininni,
þarna liggja tækifæri fyrir ungt og
metnaðarfullt fólk að þróast með
EFLU.“
Í samstarfi með fremstu sér-
fræðingum
Jarðvarmadeild EFLU hefur unnið
að verkefnum tengdum jarðhita
í Tyrklandi í átta ár. Þar hefur
starfsfólkið komið inn á frumstig-
um og aðstoðað við þróun á jarð-
hitasvæðum. Rúnar segir þessa
vinnu vera oft mikið tengda jarð-
fræði, jarðeðlisfræði og jarðefna-
fræði en snúa einnig að hag-
kvæmniathugunum verkefna.
„Til að styrkja hæfni EFLU í jarð-
hitaverkefnum höfum við tekið
upp samstarf við aðila, svo sem
ÍSOR hér á landi en einnig erum
við í nánu samstarfi með teymi frá
Bandaríkjunum í nokkrum verk-
efnum.
Fjölbreytt verkefni
Sem dæmi um þá fjölbreyttu
flóru verkefna nefnir Rúnar stór-
an alþjóðlegan framleiðanda
sem rekur fjölda verksmiðja í
Asíu. Aðalmarkmiðið er að gera
framleiðsluna umhverfisvænni.
„Okkar hluti snýr að orkunotkun
við framleiðslu og hvernig megi
draga úr henni sem og að kanna
möguleikann á því að nýta jarð-
varma og græna orku í auknum
mæli.“
Annað dæmi um hve ólík vinn-
an hjá EFLU er, þá má minn-
ast á verkefni fyrir ÍSAGA uppi á
Hæðarenda í Grímsnesi. „Um er
að ræða framleiðslu á koltvísýr-
ingi (CO
2
) sem unninn er beint úr
jarðhitaholum á svæðinu. Þessi
óvenjulega hliðarafurð jarðhita
er svo nýtt beint í innlenda fram-
leiðslu á gosdrykkjum og bjór, og
hefur verið vottuð til matvæla-
framleiðslu. EFLA hefur verið ráð-
gjafi ÍSAGA allt frá upphafi fram-
leiðslunnar og gæði koltvísýrings-
ins eru einstök,“ segir Rúnar.
Mörg verkefni fram undan
Rúnar bætir við að gaman sé
að segja frá því að EFLA hafi nú
á fimmtudaginn skrifað undir
samning við Þróunarsamvinnu-
stofnun, um verkefni í Kenýa sem
hefst í júní. „Verkefnið er hluti af
áherslu Íslands í uppbyggingu á
þekkingu á jarðhita og nýtingu
hans í Austur-Afríku og erum við
hjá EFLU mjög spennt að koma að
þessari uppbyggingu.“
Eitt af stóru verkefnunum sem
EFLA vinnur nú að er uppbygg-
ing og endurbætur á Bláa lón-
inu. Framkvæmdir eru hafn-
ar við nýtt hótel sem og stækkun
á lóninu. EFLA sér um alla verk-
færðiráðgjöf og hönnun hótels-
ins í samvinnu við arkitektastof-
una Basalt. „Stækkun baðaðstöðu
kallar á breytingar á jarðsjávar-
lögn og hitakerfi, en lónið nýtir
jarðsjó beint frá orkuveri HS Orku
í Svartsengi,“ lýsir Rúnar og bætir
við í lokin að jarðvarmaþekking
EFLU sé einnig mikil á svæðis-
skrifstofum fyrirtækisins um allt
land, á Austurlandi, Norðurlandi
og Suðurlandi þar sem ýmsum
verkefnum er sinnt, til dæmis má
nefna hönnun og endurbætur á
hitaveitum og sundlaugakerfum.
EFLA með verkefni um allan heim
Starfsfólk EFLU er þverfaglegt teymi sérfræðinga sem sinnir fjölbreyttum verkefnum bæði hérlendis og erlendis en megináhersla
í jarðvarmaverkefnum er í Tyrkland og Kenýa. Ólík og spennandi verkefni bíða starfsfólks fyrirtækisins í náinni framtíð.
Nýtt starfsumhverfi fyrir jarðvarmasérfræðinga EFLU. AÐSEND MYND
Sunna Björg Reynisdóttir, kynningarstjóri EFLU og sérfræðingur á jarðvarmasviði, Rúnar Magnússon, fagstjóri jarðvarma og hitaveitu, og Guðmundur Þorbjörnsson framkvæmda-
stjóri. MYND/GVA
Við Íslendingar
erum afar stoltir
af nýtingu okkar á
jarðhita og erum
duglegir að segja fólki
frá reynslu okkar. Þetta
gerir það að verkum að
Ísland er þekkt nafn í
jarðhitageiranum.