Fréttablaðið - 13.06.2015, Side 52
FÓLK|TÍSKA
Þetta er afar spennandi sam-starf en Dressmann gerði samning við fótboltastjörn-
una Zlatan Ibrahimovic í desember
síðastliðnum. Hann mun hanna
fatnað fyrir Dressmann og er þegar
þetta er skrifað að vinna úti í París
að línunni. Hún mun tengjast
íþróttum á einhvern máta og fyrstu
flíkurnar ættu að koma í verslan-
irnar í haust. Eftir áramót verður
öll línan komin á markað,“ segir Jó-
hann Ingi Davíðsson, framkvæmda-
stjóri Dressmann á Íslandi.
Fyrirtækið er ekki ókunnugt
samstarfi við stórstjörnur en árið
2011 var Dressmann í samstarfi við
rokkhljómsveitina Rolling Stones
um hönnun á fatnaði. Jóhann Ingi
segir samstarfið við Zlatan lofa
góðu en hann hitti fótboltastjörn-
una nýlega.
„Zlatan ætlar að taka þetta alla
leið. Við hittum hann í Austurríki
um daginn og þar sagðist hann
ætla að leggja allt í þetta. Hann
sagði upp samningum við stór-
fyrirtæki eins og Nike og fleiri og
er núna einungis í samstarfi við
Dressmann.“
STÆKKA OG INNRÉTTA
VERSLANIRNAR
Breytingar hafa staðið yfir í Dress-
mann undanfarnar vikur og mán-
uði, verslanir stækkaðar og inn-
réttaðar upp á nýtt. Jóhann Ingi
segir uppgang hjá Dressmann.
„Það er frábær gangur í fyrir-
tækinu en ólíkt öðrum fundum
við fyrir mikilli aukningu í verslun
eftir hrun sem hefur verið stígandi
síðan. Við bjóðum enda upp á afar
gott verð sem segir sitt. Þá var
Dressmann valið fyrirmyndarfyrir-
tæki af Credit Info árin 2013 og
2014 sem við erum stolt af,“ segir
Jóhann Ingi. „Árið 2013 opnuðum
við búð í Smáralind sem kallast
Dressmann X en þar erum við
bara með fatnað í stærðum 2XL -
9XL. Við erum þessar vikurnar að
taka verslunina í Smáralind í gegn,
stækka hana og endurýja alla að
innan. Stefnan er að allt verði klárt
í ágúst. Þá stækkuðum við Dress-
mann-verslunina á Glerártorgi
á Akureyri og endurnýjuðum á
síðasta ári og stefnum á að taka
verslunina í Kringlunni í gegn á því
næsta,“ segir Jóhann.
SUMARVÖRURNAR KOMNAR
Fram undan er sumarið og sumar-
vörurnar eru komnar upp á slár
í verslunum Dressmann. Hvað er
vinsælast?
„Gallakvartsbuxurnar eru afar
vinsælar hjá okkur og stutterma-
bolir með prenti. Þetta sumarið
verður einnig mikið af pólóbolum,
röndóttum og einlitum í skemmti-
legum litum. Stuttermaskyrturnar
eru alltaf vinsælar og blazerjakkarn-
ir. Við leggjum áherslu á smáatriðin
og til dæmis er vinsælt að klæðast
gallabuxum, skyrtu og blazerjakka
með klút í vasanum, nota þver-
slaufu, ermahnappa og bindisnælur
og fleira í þeim dúr. Smáatriðin
skipta sköpum,“ segir Jóhann Ingi
og bætir við að viðskiptavinir
Dressmann fylli breiðan hóp.
„Markhópur Dressmann er
sagður 35+ en fatnaður fyrir yngri
hóp er alltaf að bætast við. Sniðin
eru orðin þannig í gallabuxunum,
skyrtum og jakkafötum og líka í
blazerjökkunum að menntaskóla-
krakkarnir koma mikið til okkar.
Dressmann er ekki lengur bara
„kallabúð“ eins og hún var.“
ZLATAN HANNAR FYRIR DRESSMANN
DRESSMANN KYNNIR Fótboltastjarnan Zlatan Ibrahimovic situr nú við teikniborðið í París og hannar nýja sportfatalínu fyrir Dress-
mann. Spennandi samstarf segir framkvæmdastjóri Dressmann á Íslandi. Fyrstu flíkurnar koma í verslanir í haust.
SUMARIÐ KOMIÐ Pólóbolir í hressileg-
um litum verða heitir í sumar.
EKKI BARA
35+ „Mark-
hópur Dress-
mann er sagður
35+ en fatnaður
fyrir yngri hóp er
alltaf að bætast
við,“ segir Jó-
hann Ingi.
GOTT VERÐ Hjá Dressmann er alltaf
hægt að gera góð kaup.
EINVALALIÐ
Katrín Rós,
verslunarstjóri í
Smáralind, Ell-
ert Baldursson,
verslunarstjóri í
Kringlunni, Guð-
rún Ýr stílisti og
Kristrún Zak-
aríasdóttir fjár-
málastjóri.
FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI Jóhann Ingi Davíðsson, framkvæmdastjóri Dressmann á Íslandi, segir uppgang hjá fyrirtækinu. Þá var Dressmann valið fyrirmyndarfyrirtæki af Credit
Info árin 2013 og 2014. MYND/STEFÁN