Fréttablaðið - 13.06.2015, Síða 91

Fréttablaðið - 13.06.2015, Síða 91
KYNNING − AUGLÝSING Íslenski jarðvarmaklasinn13. JÚNÍ 2015 LAUGARDAGUR 11 Verkfræðistofan Verkís er einn af stofnaðilum klasasam-starfs í jarðvarma og tekur þátt í samstarfsverkefnum sem unnið er að innan hópsins. „Verk- ís væntir mikils af klasasamstarf- inu og vonast til að með öflugum jarðvarmaklasa á Íslandi og nánara samstarfi fyrirtækja á þessu sviði, geti fyrirtækið styrkt samkeppnis- hæfni sína og getu til að takast á við stór erlend verkefni á sviði jarð- varmanýtingar,“ segir Páll R. Guð- mundsson, sviðsstjóri hjá Verkís, elstu verkfræðistofu landsins. Fyrirtækið rekur uppruna sinn til ársins 1932 en Verkís var stofnað árið 2008 með samruna fimm fyrir- tækja. Árið 2013 sameinuðust síðan Verkís og Almenna verkfræðistofan undir nafni Verkís. Verkís hefur komið að hönnun allra jarðvarmavirkjana á landinu Verkís og forverar eiga langa sögu í ráðgjöf vegna virkjana og orku- mannvirkja en fyrirtækið hefur í áratugi verið í fararbroddi í undir- búningi og hönnun vatnsaflsvirkj- ana á Íslandi. „Í vatnsaflsvirkjunum höfum við komið að nýbyggingum síðan 1936, samanlagt afl yfir 1.400 MW, og að endurbyggingu vatnsaflsvirkjana síðan 1989, samanlagt afl um 1.200 MW,“ útskýrir Páll. Þá hefur Verkís yfirgripsmikla þekkingu í jarðhita sem byggð er á langri reynslu á sviði jarðvarma- virkjana og hitaveitna. Verkís hefur komið að hönnun allra jarðvarma- virkjana á Íslandi og nánast öllum hitaveitum á landinu. „Ráðgjöf við jarðvarmavirkjanir hófst árið 1976 með undirbúningi að virkjunum í Svartsengi og Kröflu og hafa slík verkefni verið nær óslit- ið síðan, nú síðast með vinnu við orkuver á Hellisheiði, á Reykjanesi, í Svartsengi og fyrir norðan á Þeista- reykjum. Frá árinu 1962 hefur Verk- ís og forverar verið aðalhönnuðir hitaveitu á höfuðborgarsvæðinu.“ Stór orkuverkefni Verkís víða um heim Orkuverkefni Verkís erlendis hafa verið á sviði jarðvarma og vatns- orku. Þau markaðssvæði sem Verk- ís er einkum að vinna á í jarðvarma eru Kenýa og Tyrkland. „Í Kenýa höfum við síðan 2010 unnið fyrir Green Energy Group (GEG) að þróun og útfærslu holu- toppsvirkjana en holutoppsvirkjan- ir eru litlar jarðvarmavirkjanir, 3-10 MW, með eimsvala og kæli turni, staðsettar við borholur. Kostur slíkra virkjana er að þær koma í stöðluð- um einingum og má reisa þær á skömmum tíma með litlu raski á umhverfi öðru en því sem hlýst af borun. Green Energy hefur sett upp 10 stöðvar með 13 vélum og er að fara að setja upp 5 til viðbótar og fleiri eru í undirbúningi,“ segir Páll. Annað stórt verkefni Verkís í Kenýa um þessar mundir er ráð- gjöf og hönnun vegna 35 MW jarð- varmavirkjunar í Menengai. „Þar er okkar verkkaupi alþjóðlegt orku- fyrirtæki sem hefur tekið að sér að fjármagna, reisa og reka virkjunina en kenýska ríkisfyrirtækið GDC annast gufuöflun og rekstur jarð- hitasvæðisins,“ segir Páll. „Á árunum 2011 og 2012 vann Verkís ásamt öðrum íslenskum fyrir tækjum að mati á jarðhita- svæðinu Olkaria og í framhaldi af því hagkvæmnisathugun fyrir 5 jarðvarmavirkjanir, sem samtals eru 500 MW að stærð. Önnur verk- efni í Kenýa hafa verið smærri og eru það þá einkum verkefni á sviði frumhönnunar, hagkvæmnisathug- anir og mat á virkjunarkostum fyrir ýmsa aðila. Í Eþíópíu erum við að vinna fyrir Reykjavík Geothermal og fleiri í samvinnu við Mannvit við uppbyggingu jarðvarmavirkjunar í Corbetti. Þar er í gangi mjög metn- aðarfull áætlun um stóra jarðgufu- virkjun.“ Verkefni í Tyrklandi, Kína og Suður-Ameríku Í Tyrklandi er mikill jarðhiti að sögn Páls og síðustu ár hefur Verk- ís þjónustað Atlas Copco, sem byggir þar meðal annars stóra tví- vökvavirkjun. Í því verkefni hefur Verkís einkum aðstoðað við upp- keyrslu og rekstur ásamt hönnun á afldreifikerfi. Önnur verkefni í Tyrklandi hafa verið frumhönnun og úttektir vegna orkuvinnslu og hitaveitna fyrir einkaaðila og lánastofnanir. Í Suður-Ameríku hefur Verk- ís rekið útibú í Síle ásamt ÍSOR og unnið við ýmis verkefni í Síle, Mið- Ameríku og Karíbahafi eins og í El Salvador, á Dóminíku, Guade- loupe og St. Vincent. Frá 1995 hefur Verkís komið að og veitt ráðgjöf vegna uppbygg- ingar hitaveitna í Kína. Fyrst fyrir Enex China og síðan Orku Energy og Shanaxi Green Energy. Verk- efnin hafa fyrst og fremst verið forathuganir, ráðgjöf, eftirlit og áreiðan leikaskoðun og hafa verið unnin hér heima og í Kína. Sérhæfð námskeið í jarðvarma „Annað áhugavert verkefni síð- ustu misserin er kennsla þar sem við höfum sent sérfræðinga til að kenna á sérhæfðum námskeiðum í jarðvarma. Þessi námskeið hafa verið haldin m.a. í Níkaragva, Eþí- ópíu, Kenýa og víðar,“ segir Páll. Markaðssvæði Verkís í vatnsorku Í vatnsorku hafa markaðssvæði Verkís einkum verið Grænland, Georgía, Tansanía og Noregur. Á Grænlandi rekur Verkís útibú og sinnir ýmsum verkefnum. Verkís annaðist ráðgjöf til Ístaks við byggingu þriggja vatnsafls- virkjana. Verkefni Verkís í þess- um virkjunum var hönnun bygg- ingarvirkja, vél-, raf- og stjórnbún- aðar og aðstoð við uppkeyrslu og prófanir. Í Georgíu er mikið að gerast í vatnsafli að sögn Páls og Verkís hefur unnið að mörgum verkefn- um þar undanfarin ár. „Ok kar stærsta verkefni í Georgíu er hönnun Dariali-virkj- unar sem er 108 MW þar sem við erum í samstarfi við Landsvirkj- un Power og heimamenn. Hlutverk Verkís í því verkefni er verkhönn- un, útboðshönnun og fullnaðar- hönnun. Virkjunin er í byggingu og verður fullbúin vorið 2016. Önnur verk í Georgíu eru smærri og hafa þau einkum verið frum- og hagkvæmnisathuganir á virkjunarkostum,“ útskýrir Páll. „Í Tansaníu erum við að vinna að vatnsorkuverkefnum með Landsvirkjun Power sem er endur- nýjun á búnaði í 5 vatnsaflsvirkj- unum. Við höfum einnig unnið að mörgum vatnsorkuverkefnum í Noregi síðustu ár í samstarfi við norsk fyrirtæki og ein sér.“ Nánari upplýsingar er að finna á www.verkis.is Annað áhugavert verkefni síðustu misserin er kennsla þar sem við höfum sent sérfræðinga til að kenna á sérhæfðum námskeiðum í jarðvarma. Páll R. Guðmundsson, sviðsstjóri hjá Verkís Verkís í fararbroddi við hönnun vatnsafls- og jarðvarmavirkjana Verkfræðistofan Verkís hefur komið að hönnun allra jarðvarmavirkjana á Íslandi og hannað flestar hitaveitur á landinu. Þá teygja verkefni Verkís sig um allan heim. Páll R. Guðmundsson, sviðsstjóri Orkusviðs, segir Verkís vænta mikils af klasasamstarfi í jarðvarma. Tvívökvavirkjun Atlas-Copco í Tyrklandi. Holutoppsvirkjun GEG í Kenýa. MYND/LÝÐUR SKÚLASON
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.