Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.06.2015, Qupperneq 120

Fréttablaðið - 13.06.2015, Qupperneq 120
13. júní 2015 LAUGARDAGUR| SPORT | 62 Tómas Þór Þórðarson tomas@365.is SPORT HANDBOLTI „Við komum okkur sjálfar í svolítið erfiða stöðu í fyrri leiknum,“ segir Rut Jónsdóttir, leik- maður íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, við Fréttablaðið um fyrri umspilsleikinn gegn Svartfjallalandi um sæti á HM í vetur. Svartfjallaland vann fyrri leikinn, 29-18, og þurfa stelpurnar okkar því tíu marka sigur í Höllinni gegn einu besta liði heims ætli þær áfram. „Það var svekkjandi að ná ekki betri úrslitum á útivelli en samt sem áður ætlum við að fara í leikinn einbeittar og það væri frábært að ná í sigur. Ef tækifæri gefst ætlum við okkur áfram. Draumurinn er að komast áfram,“ segir Rut. Stelpurnar byrjuðu vel ytra og voru með sex marka forystu eftir tíu mín- útur, en eftir það fór allt í baklás. „Þær breyttu varnarleiknum eftir 20 mínútur og komu okkur úr jafn- vægi. Svo áttum við bara í vand- ræðum með sóknarleikinn. Þetta er náttúrlega rosalega sterkt lið sem við erum að spila við,“ segir Rut. Hún segir ekki alla von úti enn. „Ég er spennt að sjá hvernig þær mæta í þennan leik. Maður veit aldrei með þessar þjóðir, þær gætu ætlað að taka þetta með vinstri. Við ætlum að vera á tánum og mæta af fullum krafti,“ segir Rut Jónsdóttir. Leikurinn hefst klukkan 14.30 í Laugardalshöll. - tom Draumurinn er að komast áfram ERFITT Stelpurnar verða að eiga frábæran leik. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR FÓTBOLTI Íslenska þjóðin var send með bros á vör í sumarfrí eftir stórglæsilegan endurkomusigur, 2-1, hjá íslenska landsliðinu í fót- bolta í gærkvöldi gegn því tékk- neska. Eftir að lenda 1-0 undir, þvert gegn gangi leiksins, komu strákarnir til baka með mörkum fyrirliðans Arons Einars Gunnars- sonar og Kolbeins Sigþórssonar og tryggðu sér sigurinn. „Fyrri hálfleikurinn var eins og amerískur fótbolti. Bæði lið voru föst fyrir og reyndu að nýta sér föst leikatriði. Þeir fengu engin færi, ekkert frekar en í seinni hálfleik. Ég er mjög ánægður með stigin þrjú,“ sagði Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, sæll og glaður á blaðamannafundi eftir leikinn. Fyrri hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað. Hvorugt liðið vildi gera mistök enda leiddu mis- tök til allra þriggja markanna í fyrri leiknum. Íslenska liðið var þó hugrakkara og fékk nokkur ágæt tækifæri. Næst komst Gylfi Þór Sigurðsson því að skora þegar hann mundaði gullfótinn í tvígang úr aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Gylfi var, eins og áður í keppn- inni, alveg frábær inni á mið- svæðinu með fyrirliðann Aron Einar Gunnarsson með sér. Aron Einar heldur áfram að spila eins og kóngur, límir saman vörn og miðju. Gylfi nýtur þess að spila við hliðina á honum og stýrði spilinu á miðsvæðinu eins og umferðar- lögregla. Besti fótboltamaðurinn á Laugardalsvelli var í íslenska lið- inu í gær. „Fyrri hálfleikurinn var alveg eins og við bjuggumst við. Tékk- arnir tóku ekki mikla áhættu og mér leið eins og þeir vildu fyrst og fremst verja stigið,“ sagði Lager- bäck. Okkar menn ætluðu sér að vinna leikinn og komu flottir út í seinni hálfleikinn. Það var upp úr þurru sem Borak Dockal kom gestunum yfir með draumamarkið, en eftir það sýndu strákarnir úr hverju þeir eru gerðir og rúmlega það. Ísland pressaði stíft eftir mark- ið og leyfði Tékkunum ekki að fagna. Það var ekkert minna en sanngjarnt þegar fyrirliðinn Aron Einar stangaði boltann í netið eftir magnaða sendingu Ara Freys inn á teiginn. Aron setti allan þann fítónskraft sem hann átti í skallann enda þarf ekkert minna til að koma boltanum fram hjá Petr Cech. Eftir markið var aldrei spurning um hvort liðið myndi skora aftur. Ísland var ein- faldlega miklu betri aðilinn. Tékkarnir réðu ekkert við lið- spressu íslenska liðsins og gátu lítið annað gert en að sparka bolt- anum aftur í fangið á íslensku strákunum. Það er einfaldlega þannig að íslenska liðið er orðið svo gott, skipulagt og baráttuglatt að lið eins og Tékkland verður að sætta sig við löng neyðarspörk fram völlinn. Enginn fagnaði marki Kolbeins Sigþórssonar meira en hann sjálf- ur. Eyðimerkurgöngunni loksins lokið. Hann hafði ekki átt neitt sér- stakan leik fram að markinu þó að hann hafi verið duglegur eins og alltaf, en færið kláraði hann eins og heimsklassa framherji. Ef við Íslendingar megum ein- hvern tíma tapa okkur í hinni alís- lensku bjartsýni er það núna. Og sú bjartsýni er ekki byggð á sandi. Við eigum tvo heimaleiki eftir gegn slökustu þjóðum riðilsins, en þó erfiða útileiki. Verkefnið þarf að klára, engin spurning. Strák- arnir fóru samt langt með að tékka sig inn til Frakklands í gærkvöldi. „Ég væri að ljúga ef ég segði að við ættum ekki góða möguleika núna,“ sagði Lagerbäck sem er allt annað en yfirlýsingaglaður. Það ætti að segja okkur eitthvað. „Við erum búnir að spila við öll bestu liðin í riðlinum og þau eiga eftir innbyrðisleiki.“ tomas@365.is Getum Tékkað okkur inn Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er komið hálfa leið til Frakklands eft ir frækinn endurkomusigur á Tékk- landi í gær. Ísland fór með þessum sigri upp í efsta sæti riðilsins og verður þar í allt sumar að minnsta kosti. FÓTBOLTI „Þetta var algjörlega ótrúlegur sigur,“ segir Kolbeinn Sigþórsson sem skoraði sigur- markið gegn Tékkum í gær. „Að sjá hvernig við komum til baka eftir að hafa lent undir var frábært. Við létum markið ekki á okkur fá og vorum enn þá betri eftir að hafa fengið markið á okkur. Við áttum skilið að skora og vinna,“ sagði Kolbeinn. „Mér fannst þeir vera hræddir við líkamlega styrkinn hjá okkur. Maður fann að þeir báru virðingu fyrir okkur. Við vildum þetta meira og börðumst um hvern einasta bolta. Þetta Tékkalið er drullugott en við náðum að loka frábærlega á þá,“ sagði Kolbeinn. „Markið þeirra kveikti enn frekar í okkur og það sýnir eina ferðina enn karakterinn í okkar liði. Það er ekkert grín að koma til baka á móti svona sterku liði,“ sagði Kolbeinn sem var mjög yfirvegaður þegar hann skoraði markið. „Ég beið aðeins með að skjóta og lét hann koma á móti mér. Það var frábært fyrir mig að skora enda langt síðan ég skor- aði í landsleik. Það er frábært að við séum komnir í toppsætið og við viljum halda því. Við erum ekki komnir á EM samt. Ekki fyrr en við erum komnir þangað,“ sagði Kolbeinn og glotti. -hbg Markið þeirra kveikti í okkur FRÁBÆR STAÐA HJÁ ÍSLANDI Ragnar Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson fagna sigri á Tékkum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Við töluðum um að þetta væri Leikurinn með stóru L-i og nálguðumst hann þannig. Við ætluðum að gera betur en við gerðum í Tékklandi og gerðum það,“ sagði Aron Einar Gunnarsson eftir sigurinn í gær. „Þetta var fyrir okkur. Að sanna að við getum unnið þessi stóru lið. Mér fannst við vera í betra formi en þeir. Margir spiluðu sinn síðasta leik 2. maí en við erum það fókuseraðir á þetta verkefni að allir héldu sér í mjög góðu formi. Við ætluðum aldrei að tapa þessum leik.“ Fyrirliðinn segir að íslensku strákarnir hafi reiðst þegar Tékkar komust yfir. „Þú veist hvernig við erum. Við höfum alltaf trú á okkur og vissum allir að við myndum skora mark hérna á heimavelli. Það var grimmdin og íslenska geðveikin sem hélt okkur inni í þessum leik. Þetta var gífurlega mikilvægur og sætur sigur,“ segir Aron. - hbg Grimmdin og íslenska geðveikin �������� ������ ����� ������ �������������������� ����������������� ��������������� ������������������������������������������������������������������������������� ���������������������������� ���������������� �������������������� ��� ������������� ������������������� ��� ������������� ������������������ �������� � ������������� ����������������������� ���������������������������� ��������������� �������� ������ ������������� �������������� ��������� � � ���� �������� ��������� ������� �� ��� ������������������ ����������������������������������������� ��������� ������������������������������������ �������� ����������� ������������ �������������������������������� ������������������������������������������ ���������� ���������������������������������� ��������������� �������� ������ ������������� ������������������� ������������������� ��������������� �������� ������ SIGURMARKIÐ Kolbeinn Sigþórsson tryggir hér Íslandi 2-1 sigur á Tékkum og þar með toppsætið í riðlinum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.