Fréttablaðið - 13.06.2015, Blaðsíða 122

Fréttablaðið - 13.06.2015, Blaðsíða 122
13. júní 2015 LAUGARDAGUR| SPORT | 64 HANDBOLTI Strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu mæta Svartfjallalandi í úrslita- leik um efsta sætið í fjórða riðli undan keppni EM 2016 í handbolta á sunnudaginn klukkan. 17.00. Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari vill ekki spá í hvort liðið sé komið á EM eða ekki eða hvað önnur lið þurfa að gera. Hann vill sigur. „Það væri bara einfaldast að vinna þennan leik og taka fyrsta sætið. Það er aðalatriðið. Efsta sætið skiptir líka máli upp á styrk- leikaröðun auk þess sem það væru ágætis skilaboð til annarra liða,“ sagði Aron við Fréttablaðið í gær. Meiri einbeiting Ólafur Stefánsson var fenginn inn í þjálfarateymið eftir HM í Katar þar sem mikil deyfð var yfir liðinu. Strákarnir hafa spilað mjög vel í síðustu leikjum; pökkuðu Serbum saman heima, náðu jafn tefli við þá úti og unnu svo Ísrael með tíu mörk- um ytra á miðvikudaginn. „Það er bara meiri einbeiting í liðinu,“ sagði Ólafur við Frétta- blaðið í gær. „Menn vilja sópa upp eftir sig eftir smá lægð og kom- ast aftur á þann stað þar sem liðið hefur verið.“ Hann segir mikilvægt fyrir íslenska liðið að vera á meðal átta bestu þjóða heims en ekki einhvers staðar frá 9-16. „Það væru líka röng skilaboð fyrir aðra sem eru að koma inn í þetta núna. Okkar stefna er að vera alltaf á meðal þeirra átta bestu. Þar þarftu að vera til að komast inn á Ólympíuleika og vera gjaldgengur í þessu,“ sagði Ólafur. Ekki spilað fyrir peninginn Ólafur er sammála því að íslenska liðið hefur spilað vel í undanförnum leikjum og hann var ánægður með frammistöðuna í Tel Aviv. „Þetta var vel gert, en það þarf ofboðslega einbeitingu til á þessum árstíma. Þetta er oft erfiðasti tím- inn til að spila landsleiki. Sérstak- lega fyrir menn í meistaraliðum eins og Guðjón Val, Aron og Róbert. Þar hefur verið mikið álag og mikil spenna,“ sagði Ólafur og hélt áfram: „Menn þurfa þá gott ímyndunar- afl og einbeitingu til að gíra sig upp í svona verkefni. Á móti er það líka það sem einkennir íslensku hand- boltahefðina og einhver föður- landshyggja.“ Hingað koma menn ekki til að spila fyrir vasapening. „Strákarn- ir koma hérna og spila ekki fyrir pening heldur eitthvað allt annað. Það er eitthvað sem menn þurfa að ná í og ef það gerist völtum við yfir þetta svartfellska lið.“ Leyfi til að fikta Ólafur nýtur sín í þessu nýja hlut- verki sem aðstoðarmaður þjálf- ara eða eins konar ráðgjafi þeirra og leikmannanna. Nógu djúpur er allavega handboltaviskubrunnurinn sem hann býr yfir. „Mér finnst þetta fínt. Ábyrgðin er öll á þjálfurunum en mitt hlut- verk er að vera léttur ráðgjafi inn á milli. Ég er svona tengiliður fyrir þjálfara og leikmenn,“ sagði Ólaf- ur sem er bjartsýnn fyrir leikinn á sunndaginn. „Dínamíkin er góð og maður fann það þegar þeir mættu á móti Serbum. Það voru allt aðrir hlut- ir í gangi. Menn vildi sýna sig og sanna,“ sagði Ólafur Stefánsson. tomas@365.is Vilja sópa upp eft ir sig Íslenska landsliðið í handbolta mætir Svartfellingum í úrslitaleik um efsta sæti riðilsins á sunnudag. Ólafur Stefánsson segir meiri einbeitingu í liðinu núna. RÁÐGJAFINN Eftir glæstan landsliðsferil sem leikmaður er Ólafur Stefánsson mættur aftur sem aðstoðarmaður leikmanna og þjálfara. Hann segir liðið aftur á réttri leið eftir deyfðina í Katar. Ísland stefnir nú á efsta sætið í riðlinum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Strákarnir koma hingað og spila ekki fyrir pening heldur eitthvað allt annað. Ólafur Stefánsson, fyrrv. landsliðsm. EM Í KRÓATÍU 2000 Vann Makedóníu í tveimur umspilsleikjum (Samanlagt 61-55) EM Í SVÍÞJÓÐ 2002 Vann Hvíta-Rússland í tveimur umspilsleikjum (Samanlagt 56-50) EM Í SLÓVENÍU 2004 Ísland tryggði sig inn með því að ná 4. sæti á EM 2002 EM Í SVISS 2006 Vann Hvíta-Rússland í tveimur umspilsleikjum (Samanlagt 67-55) EM Í NOREGI 2008 Vann Serbíu í tveimur umspilsleikjum (Samanlagt 71-70) EM Í AUSTURRÍKI 2010 Fyrsta sæti í 3. riðli undankeppninnar EM Í SERBÍU 2012 Annað sæti í 5. riðli undankeppninnar (Þýska- land vann riðilinn) EM Í DANMÖRKU 2014 Fyrsta sæti í 6. riðli undankeppninnar EM Í PÓLLANDI 2016 Ræðst í Laugardalshöll á morgun. ➜ Svona hefur Ísland komist á síðustu átta Evrópumót HANNES ÞÓR HALLDÓRSSON, MARKVÖRÐUR 6 Mætti hárprúður til leiks og hárið var ekki að flækjast fyrir honum. Reyndi lítið á hann. Öruggur í sínum aðgerðum. Gat lítið gert við markinu. BIRKIR MÁR SÆVARSSON, HÆGRI BAKVÖRÐUR 7 Stóð vaktina vel í vörninni. Yfirvegaður og ekkert óðagot. Hleypti engu í gegnum sig. Tók takmarkaðan þátt í sóknar- leiknum. KÁRI ÁRNASON, MIÐVÖRÐUR 7 Klikkar helst aldrei í landsleikjum. Étur alla skallabolta og vinnur flest návígi. Leiðtogi í sterkri vörn. RAGNAR SIGURÐSSON, MIÐVÖRÐUR 8 Sterkur fyrir, tímasetti tæklingar vel. Lét ekki teyma sig í ógöngur. Öflugur í loftinu. Hann og Kári traustir sem fyrr. ARI FREYR SKÚLASON, VINSTRI BAKVÖRÐUR 7 Öflugur í vörninni. Eldfljótur og átti nokkrar ágætar sendingar og svo eina gullsendingu er Ísland jafnaði 1-1. BIRKIR BJARNASON, HÆGRI KANTMAÐUR 5 Ekki hans besti dagur. Missti boltann of oft og náði lítið að ógna. Lét þó finna fyrir sér og vann mikla vinnu sem fyrr. ARON EINAR GUNNARSSON, MIÐJUMAÐUR (MAÐUR LEIKSINS) 8 Fyrirliðinn frábæri jafnaði með stórglæsilegu skallamarki. Var sem brimbrjótur á miðjunni og tengdi liðið saman. Fórnaði sér hvenær sem hann gat, vann marga bolta og sinnti varnar- vinnunni af miklum myndarskap. Sannur leiðtogi. GYLFI ÞÓR SIGURÐSSON, MIÐJUMAÐUR 8 Í öðrum klassa en aðrir miðjumenn. Frábær á boltann og alltaf hætta í kringum hann. Óheppinn að skora ekki úr aukaspyrnu. Virðist ekki geta spilað slakan landsleik. Ótrúlega duglegur og óþreytandi í að pressa miðjumenn Tékka. EMIL HALLFREÐSSON, VINSTRI KANTMAÐUR 5 Var mjög kröftugur framan af fyrri hálfleik og vann nokkra bolta. Náði ekki að fylgja því eftir. Tapaði boltanum í fyrsta marki leiksins. Gaf sig allan í verkefnið og hætti aldrei. JÓHANN BERG GUÐMUNDSSON, FRAMHERJI 6 Hörkuduglegur en kom lítið út úr allri vinnunni því miður. Gafst aldrei upp. KOLBEINN SIGÞÓRSSON, FRAMHERJI 7 Óþreytandi dugnaðarforkur. Alltaf með pressu. Skilaði bolta vel af sér. Nýtti færið sitt og skoraði. Yfirvegaður og kláraði með stæl. Má aldrei líta af honum. VARAMENN JÓN DAÐI BÖÐVARSSON (63. EMIL H.) 6 Duglegur og átti sinn þátt í sigurmarki Íslands. RÚRIK GÍSLASON (93. KOLBEINN SIGÞÓRSSON) - Kom inn á í blálokin. FRAMMISTAÐA LEIKMANNA Á MÓTI TÉKKLANDI Í GÆR ����������� ����� �� �������������������������������������� ����������������������������������������������� ������������������������������������������ Margir litir í boði. Margar tegundir af rúmgöflum. Fáanleg sem rafmagnsrúm. Henson Design Glæsilegur og virkilega vandaður svefnsófi frá Ítalíu. Fallegur horn- og tungusófi með hvíldarstól í enda. Margir litir í boði. Trinus Demetra svefnsófi ����������������� byko.is HÁGÆÐA GRILL FRÁ KANADA NAPOLEON, fjölskyldufyrirtæki frá Kanada, hefur verið starfandi í 38 ár og sérhæfir sig í að hanna og framleiða hágæða grill, eldstæði og fleiri vörur sem hægt er að treysta á. 119.995kr. 506600034 Almennt verð: 139. 995 kr. NAPOLEON gasgrill TRIUMPH 495 FAGNAR Kolbeinn Sigþórsson tryggði Íslandi sigur á Tékklandi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR MAGNAÐUR Gylfi Þór Sigurðs- son átti enn einn stórleikinn fyrir Ísland. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR SANNUR FYRIRLIÐI Aron Einar skoraði og var í lykilhlutverki á miðjunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.