Öldrun - 01.05.2008, Blaðsíða 4
www.oldrun.net ÖLDRUN – 27. árg. 1. tbl. 2008
Aðsókn var góð á báðar ráðstefnurnar. Fjarfundabún-
aður var notaður á síðari námsstefnunni og gátu því þátt-
takendur á Akureyri fylgst með námsstefnunni í gegnum
fjarfundabúnað. Kannað verður í samvinnu við endur-
menntun hvort það er eitthvað sem stefnt verður að á
framtíðarnámsstefnum.
Norrænt samstarf
Öldrunarfræðafélag Íslands er aðili að Nordisk
Gerontologisk Forum (NGF), norrænum samtökum
öldrunarfræðafélaga. Stjórnarsetur NGF er í Osló og á
formaður Öldrunarfræðafélagsins sæti í stjórn. NGF
heldur öldrunarfræðiráðstefnu annað hvert ár, sú síðasta
sem var númer 19 í röðinni var haldin í Osló dagana 25. –
28. maí 2008 og var yfirskriftin “Aging, dignity, diversity”.
Árið 2010 mun Öldrunarfræðafélagið ásamt Öldr-
unarlæknafélagi Íslands halda 20. ráðstefnu NGF hér í
Reykjavík. Jón Snædal hefur tekið að sér að vera forseti
ráðstefnunnar, Soffía Egilsdóttir er framkvæmdastjóri og
Sigurveig H. Sigurðardóttir er formaður Vísindanefndar.
Samið hefur verið við ráðstefnuhaldara hjá Congress
með utanumhald um umgjörð ráðstefnunnar. Ráðstefnan
verður haldin í nýja tónlistarhúsinu og undirbúningur
er kominn vel á skrið. Var hún auglýst á ráðstefnunni í
Osló.
Heiðursfélagar
Heiðursfélagar Öldrunarfræðafélagsins eru Alfreð
Gíslason, Ársæll Jónsson, Gísli Sigurbjörnsson, Gunn-
hildur Sigurðardóttir og Þór Halldórsson og að auki er
mér það mikil ánægja að kynna nýjan heiðursfélaga frá og
með þessum aðalfundi, Jónu Eggertsdóttur.
Reykjavík 27. mars 2008,
f.h. stjórnar Öldrunarfræðafélags Íslands,
Sigrún Ingvarsdóttir, formaður.
Stjórnarstarf
Í stjórn á starfsárinu sátu Sigrún Ingvarsdóttir
formaður, Ingibjörg Þórisdóttir ritari, Guðlaug Þórsdóttir
gjaldkeri, Auður Hafsteinsdóttir og Berglind Indriðadóttir
sem jafnframt er ritstjóri blaðsins Öldrunar og fulltrúi
stjórnar í ritnefnd. Í varastjórn sátu Sigrún Guðjónsdóttir
og Sigurveig H Sigurðardóttir. Stjórnarfundir voru haldnir
nánast mánaðarlega, með hléi yfir sumarmánuðina.
Aðalverkefni stjórnar á starfsárinu voru undirbúningur
námsstefna í samvinnu við Endurmenntun og útgáfa tíma-
ritsins Öldrunar. Félagsmenn eru rúmlega 330 talsins
Námstefnur
Árlega heldur Öldrunarfræðafélagið tvær námstefnur
í samvinnu v Endurmenntun HÍ. Á námstefnu sem Öffí
hélt í samvinnu við EHÍ þann 1. nóvember 2007 undir
yfirskriftinn „Þurfa aldraðir virkni og þjálfun? – Hvað er
í boði?” var leitast við að svara því hvort og þá hvernig
hægt er að auka lífsgæði með aukinni virkni og þjálfun.
Að auki var velt upp spurningum um hvort stuðningur til
virkni og þjálfunar sé hluti af grunnþjónustu við eldri borg-
ara og ef svo er hvernig hann er skilgreindur, skipulagður
og veittur? Hjá frummælendum kom í ljós að ýmislegt
er í boði en þó megi standa betur að félagslegri virkni
og aðgengi að samfélaginu megi vera betra fyrir þá eldri
borgara sem farnir eru að missa færni. Kynnt var tilrauna-
verkefni frá Svíþjóð þar sem eldri borgar sem lent hafa
á sjúkrahúsi vegna slysa eða veikinda fá endurhæfingu
heim auk þess sem sveitarfélagið styrkir þá til að gera
breytingar á heimilum sínum í samræmi við færni þeirra.
Á námsstefnunni sem haldin var í byrjun mars 2008
var fjallað um sjálfsvanrækslu aldraðra og þær siðferði-
legu spurningar sem vakna varðandi þjónustu við þá sem
hafna aðstoð og stuðningi þó fagaðilum sé ljóst að heilsa
þeirra og velferð geti verið í hættu ef þeir hafna stuðningi.
Misjafnt var meðal frummælenda hvar þeir töldu línuna
liggja milli virðingar fyrir sjálfákvörðunarrétti annars
vegar og ábyrgð samfélagsins á velferð einstaklingsins
hinsvegar. Þeir voru þó á einu máli um að mikilvægt sé að
kerfi samfélagsins vinni vel saman að þessum málum og
komu fram hugmyndir hjá fleiri en einum frummælanda
um að stofna einskonar „öldrunarverndarteymi” sem gæti
þá bæði unnið að þessum málum sem og málum þar sem
upp kemur grunur um ofbeldi gegn öldruðum.
Skýrsla formanns
Öldrunarfræðafélags Íslands
fyrir starfsárið 2007–2008