Öldrun - 01.05.2008, Blaðsíða 17

Öldrun - 01.05.2008, Blaðsíða 17
1 ÖLDRUN – 27. árg. 1. tbl. 2008 www.oldrun.net Með vaxandi fjölda aldraðra hefur umræða um heil­ brigði þeirra og virkni aukist. Það sjónarmið er almennt að mikilvægt sé að eldri einstaklingar geti tekið þátt í því sem fram fer í þjóðfélaginu. Algengt er að slík sjónarmið komi fram í umræðum og skrifum eldri einstaklinga sjálfra. Einnig er það talið grundvallaratriði að aldraðir haldi sjálfstæði sínu eins lengi og kostur er. Aldraðir eru oftar lagðir inn á sjúkrahús vegna bráðra veikinda heldur en yngri einstaklingar og legudagar þeirra þar eru að meðaltali fleiri en hjá yngri einstakl­ ingum (Aminzadeh og Dalziel, 2002; Caplan, Williams, Daly og Abraham, 2004). Heilsufarsvandamál aldraðra sem veikjast skyndilega eru einnig fleiri og flóknari en hjá yngri einstaklingum og í kjölfar þeirra koma oft fram breytingar á færni sem lengja dvöl á stofnun. Rannsókn Covinsky o.fl. (2003) sýndi að færni aldraðra sem leggjast inn á sjúkrahús er oft verri við útskrift af sjúkrahúsi en hún var fyrir veikindin. Þar kom einnig fram að breyt­ ingar á færni aldraðra sem verða eftir innlögn á sjúkrahús hafa áhrif á afdrif þeirra eftir leguna. Í sumum tilvikum reynist ekki mögulegt að útskrifa hinn aldraða í sitt fyrra umhverfi. Er það miður þar sem flestir kjósa að búa sem lengst á eigin heimilum sem er einnig stefna stjórnvalda í mörgum löndum m.a. hér á landi eins og fram kemur í lögum og stefnumörkun íslenskra stjórnvalda (Lög um málefni aldraðra, 1999; Heilbrigðis­og trygginga­mála­ ráðuneytið, 2001). Hugtakið afdrif aldraðra (e. outcome) vísar yfirleitt til þess hve lengi þeir dvelja á sjúkrahúsi (í kjölfar bráðra veik­ inda), endurinnlagna, dánartíðni og hvert þeir útskrifast, þ.e. hvort þeir útskrifast á eigin heimili eða á hjúkrunar­ heimili. Flestar rannsóknir sem beinast að afdrifum aldr­ aðra eftir dvöl á bráðadeildum sjúkrahúsa athuga „færni“ (e. functional ability). Rannsakendur hafa hins vegar ekki verið sammála um hvað felst í hugtakinu „færni “ og hefur það háð samanburði á rannsóknum og alhæfingargildi þeirra. Í þessu verkefni verður stuðst við þá skilgreiningu að færni sé hæfni einstaklingsins til að framkvæma þær Breytingar á færni ein­ staklinga, 75 ára og eldri, í kjölfar bráðainnlagnar á lyflækningadeildir LSH Lykilorð: Bráða sjúkrahús, Vitræn færni, Færni við Athafnir Daglegs Lífs, Færni við Almennar Athafnir Daglegs Lífs, Aldraðir Sigrún Bjartmarz Hjúkrunarfræðingur Ms – Gæðastjóri Öldrunarsviðs Landspítala háskólasjúkrahúss Með hækkandi lífaldri fjölgar þeim eldri einstaklingum sem leita sér lækninga vegna bráðra veikinda. Mikilvægt er að kanna hvort og þá hvaða breytingar verða á færni þessa aldurshóps við bráðaveikindi. Þessi grein sem hér er sett fram er hluti af lokaverkefni höfundar til meistaragráðu við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Hér verður lýst breytingum sem verða á færni einstaklinga, 75 ára og eldri, í kjölfar innlagnar á sjúkrahús vegna bráðra veikinda. Í rannsókninni, sem var framskyggð, var notaður hluti af íslenskum gögnum úr samnorrænni rannsókn á MDS­AC mælitækinu þar sem upplýsingum um félagslegt, andlegt og líkamlegt heilsufar sömu einstaklinga var aflað á fjórum tímabilum á bilinu maí til desember 2001. Færni aldraðra fyrir innlögn var nokkuð góð og þessi hópur hafði verið nokkuð virkur og sjálfbjarga. Við bráða innlögn á sjúkrahús breyttist færni þátttakenda mikið og þeir þurftu meiri aðstoð við sjálfsbjörg. Mikill meirihluti þeirra náði þó fyrri færni á fimm mánuðum.

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.