Öldrun - 01.05.2008, Blaðsíða 20
20
www.oldrun.net ÖLDRUN – 27. árg. 1. tbl. 2008
veikinda. Af þeim voru 65% konur (n=102) og 35% karlar
(n=55). Meðalaldur þátttakenda var 83,3 ár (dreifing 75
100 ár). Ekki greindist marktækur munur á meðalaldri
karla (83,2 ár, dreifing 75100 ár) og kvenna (83,3 ár,
dreifing 75100 ár). Er sambúðarform var athugað kom
í ljós marktækur munur milli karla og kvenna fyrir veik
indi (MannWithney U=3,196, p<0,001). Algengara var að
konur bjuggu einar eða 63,7% (n=65) á móti 30,9% karla
(n=17). Karlar bjuggu með maka í 56,4% (n=31) tilfella á
móti 22,6% kvenna (n=23). Einnig kom fram marktækur
munur á búsetuformi milli karla og kvenna fyrir veik
indi (MannWithney U=2,341,p<0,02). Algengara var að
karlar bjuggu í heimahúsi án þjónustu eða 43,6% þeirra á
móti 23,5% kvenna. Lítill hluti bæði karla og kvenna kom
frá hjúkrunarheimili (tafla 1).
Meira en helmingur þátttak
enda fann fyrir langvinnum verk
fyrir innlögnina og stór hluti þeirra
upplifði langvinna verki daglega
(36,9%). Svipaður hluti þátttakenda
taldi að langvinnir verkir trufl
uðu venjulegar athafnir og hlutfall
þeirra sem upplifði langvinna verki
daglega (37,6%). Um þriðjungur
þátttakenda hafði upplifað byltu
á síðustu þremur mánuðum fyrir
innlögn. Flestir höfðu upplifað eina
byltu (17, 8 %) en einn (0,6 %) hafði
upplifað sjö byltur. Tæpur þriðj
ungur þátttakenda hafði ekki farið út
úr húsi á síðustu þremur mánuðum
fyrir bráðainnlögnina af ótta við að
detta (28,7%) (sjá töflu 2).
Hver er færni einstaklinga
75 ára og eldri áður en þeir
veikjast og eru lagðir brátt inn
á sjúkrahús, í bráðaveikindum
við innlögn á sjúkrahús, viku
eftir bráðaveikindi og innlögn á sjúkrahús og
fimm mánuðum eftir bráðaveikindi og innlögn á
sjúkrahús?
Færni þátttakenda á hverju tímabili var skoðuð út frá
þremur kvörðum þ.e. vitrænum kvarða (CPS), stigskiptum
kvarða fyrir athafnir daglegs lífs (ADL) og kvarða fyrir
almennar athafnir daglegs lífs (IADL). Þar sem kvarði
fyrir almennar athafnir daglegs lífs er ekki stigskiptur var
ákveðið, við að svara þessari rannsóknarspurningu, að
flokka þann kvarða eftir stigvaxandi samanlagðri stigagjöf
og mynda þannig sjö hópa sem hver um sig innihélt þrjú
stig þ.e. þeir sem fengu alls 02 stig eru saman, þeir sem
fengu alls 35 stig saman o.s.frv.
Fyrir veikindi var enginn þátttakandi með meira en
meðal skerðingu á vitrænni færni skv. CPS kvarðanum
Tafla 1. Sambúðarform og búseta þátttakenda eftir kyni við bráðainnlögn.
Karlar Konur Alls
% n % n % n
Sambúðarform fyrir
veikindi
Býr einn 30,9 17 63,7 65 52,2 82
Býr með maka 56,4 31 22,6 23 34,4 54
Annað 12,7 7 13,7 14 13,4 21
Búseta fyrir veikindi Heimili án þjónustu 43,6 24 23,5 24 30,6 48
Heimili með þjónustu 40,0 22 52,9 54 48,4 76
Þjónustuíbúð eða
sambýli 12,7 7 17,6 18 15,9 25
Hjúkrunarheimili 3,6 2 5,9 6 5,1 8
Tafla 2. Algengi langvinnra verkja og byltna síðustu þrjá mánuði fyrir
bráðainnlögnina.
Hlutfall (%) Fjöldi (n)
Tíðni þess að sjúklingur finni fyrir langvinnum verk
Engir langvinnir verkir 39,5 62
Sjaldnar en vikulega 5,7 9
Oftar en einu sinni í viku 17,8 28
Daglega 36,9 58
Frá sjónarhóli sjúklings, þá truflaði styrkleiki langvinnra verkja
venjulegar athafnir
Nei 62,4 98
Já 37,6 59
Fjöldi byltna á síðustu þremur mánuðum fyrir núverandi innlögn
0 66,9 105
1 17,8 28
2 eða fleiri 15,3 24
Sjúklingur fer ekki út af ótta við að detta
Nei 71,3 112
Já 28,7 45