Öldrun - 01.05.2008, Blaðsíða 11

Öldrun - 01.05.2008, Blaðsíða 11
11 ÖLDRUN – 27. árg. 1. tbl. 2008 www.oldrun.net gigtarsjúklingnum hvernig best sé að beita liðunum við daglega iðju og einnig hvernig hvíldarstöður eru réttar. Því eins og þjálfun er mikilvæg þá er hvíld líka nauðsyn­ leg. Dæmi um liðvernd er að virða sársauka, nota liðina í miðstöðu, nota frekar stóra liði en litla og forðast stöðu­ vinnu. Kennsla handaæfinga eru hluti af þessari fræðslu. Til að fyrirbyggja styttingar í vöðvum og þar með stirð­ leika í liðum er nauðsynlegt að gera handaæfingar á hverjum degi. Vefir í kringum liðina syttast ef þeir eru ekki hreyfðir reglulega og valda þar með meiri verkjum (Gigtarfélag Íslands, Yasuda, 2002). Hjálpartæki Samkvæmt vef Tryggingarstofnunar ríkisins er hjálpar­ tæki, tæki sem ætlað er að draga úr fötlun, aðstoða fatlaða við að takast á við umhverfi sitt, auka eða viðhalda færni og sjálfsbjargargetu eða auðvelda umönnun, með öðrum orðum að auðvelda einstaklingum að sinna daglegri iðju s.s. við eigin umsjá og heimilishald. Flestum er það mikilvægt að geta annast sína daglegu iðju sem lengst án utankomandi aðstoðar. Dæmi um hjálpartæki eru baðkersbretti, salernisupphækkun, hneppari, fatapinni, hnífar með vinkilhaldi, skrúfloksopnari (http://www.tr.is/ media/hjalpartaeki/reglugerd_nr460_2003_medsidari­ breytingum_1_2_3_4_jan2007.pdf ). Iðjuþjálfi metur þörf fyrir hjálpartæki og veitir ráðgjöf varðandi val á þeim með tilliti til færni skjólstæðings út frá færnimati sem gert er við upphaf meðferðar. Eftir að færnimat hefur verið gert er sótt um hjálpartæki til Tryggingarstofnunar ríkisins (TR). Í nokkrum tilvikum koma einstaklingar eingöngu í hjálpartækjaráðgjöf til iðjuþjálfa GÍ. Spelkur Iðjuþjálfar GÍ meta þörf fyrir spelkur til daglegra nota og útbúa ýmsar gerðir spelkna allt eftir þörfum hvers og eins, bæði til að nota á nóttu til hvíldar og að degi til vinnu. Spelkur hafa reynst gigtarsjúklingum vel til að fyrirbyggja kreppur og styttingar í vöðvum og liðum, draga úr bólgum og verkjum. Spelkur draga úr álagi á veika liði og hindra í sumum tilvikum óæskilegar hreyfingar s.s. yfirréttu (hyperextension) í nærkjúku fingurs (PIP), Svanaháls­ aflögun (Yasuda, 2002). Lokaorð Með aukinni þekkingu á gigtarsjúkdómum hafa orðið framfarir í meðferð þeirra á síðustu árum. Komið hafa fram ný lyf sem bætt hafa lífsgæði fólks með gigtarsjúk­ dóma. Mikilvægt er fyrir gigtarsjúklinga að missa ekki sjónar á því hvað það er sem skiptir þá máli. Kynna sér þau meðferðarúrræði sem til eru og nýta þau sem henta hverju sinni. Öll erum við sjálfstæðir einstaklingar og viljum vera það sem lengst. Með því að notfæra sér þá þjónustu sem í boði er þá á einstaklingurinn auðveldara með að viðhalda líkamlegum og andlegum styrk sínum. Heimildir Althoff, B., og Nordenskjöld, U. (1995). Liðvernd [bæklingur]. Reykjavík: Gigtarfélag Íslands. Gigtarfélag Íslands. Sótt 21. mars 2008 af http://gigt.is/thjonusta/ idjuthjalfun Kielhofner, G. (2002). Demensions of doing. Í: G. Kielhofner (Ritstj.), A model of human occupation: Theory and application (3. útg. bls. 114­123). Balti­ more: Lippincott Williams & Wilkins. Reglugerð um styrki Tryggingastofnunar ríkisins vegna hjálpartækja nr. 460/2003 með áorðnum breytingum. Sótt 21. mars 2008 af http://www. reglugerd.is/interpro/dkm/WebGuard.nsf/key2/460­2003 Yasuda, Y. L. (2002). Rheumatoid arthritis and osteoarthritis. Í: C. A. Trombly og M. V. Radomski (Ritstj.), Occupational therapy for physical dysfunction (5.útg. bls. 1001­1024). Philadelphia: Lippincott Williams & Wilkins. HRAFNISTA HRAFNISTA DVALARHEIMILIÐ – ÁS – HVERAGERÐI

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.